Tækifærisþjálfari
24.1.2008 | 09:38
Eftir að hafa drullað yfir leikmenn liðsins eftir alla hina hörmungarleikina, einstaka og í hópum, kemur Alfreð hér með útskýringuna á því að þetta gekk svona vel í gær;
"Fyrir leikinn sagði ég við strákana að það væri ekki til nein afsökun fyrir að hafa ekki leikið heilsteyptari leiki á mótinu. Ég sagði við þá að lið sem getur leikið góðan leik í hálftíma getur vel leikið góðan heilan leik, hvað sem öllum meiðslum og annarri óáran líður. Það er ekkert til að skýla sér á bakvið."
Ef þetta var allt sem þurfti afhverju sagðirðu þá þetta ekki fyrr? Þegar illa gengur er það leikmönnum að kenna en þegar vel gengur er það þjálfaranum að þakka.
![]() |
Er virkilega stoltur af strákunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.