Bloggfærslur mánaðarins, júní 2010

Sekt eða sakleysi?

Ég verð nú að segja að mér finnst það sérkennilegt réttarfar að láta ekki reyna á þessar embættisfærslur í dómi.  Er ekki ályktun rannsóknarnefndar nóg tilefni til þess, eða er hún einmitt þetta "ekkert sérstakt tilefni"? Fáfróður maður spyr.

Ég hefði talið að jafn lagamenntaður maður og Davíð hefði séð hag sínum best komið með að sanna sakleysi sitt fyrir dómi og bjóst við hann myndi berjast fyrir rétti sínum að geta komið þessu máli á hreint í eitt skipti fyrir öll.  Nú er svo að ámælið fær að standa óhaggað og engin lög prófuð.  Það er varla gott fyrir "sakborningana"?

Ef einhver getur borið rök fyrir því að þetta hafi verið góð niðurstaða fyrir fjórmenningana, skal ég hlusta mjög vel.  


mbl.is Ekki tilefni til rannsóknar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband