Raunhæft mat?

Ef litið er á stöðu í okkar milliriðli má sjá hversu litlir möguleikar íslendinga til þess að komast úr botnsætinu. Jafnvel þó við sigrum ungverja þá þurfa þeir jafnframt að tapa hinum leikjunum til þess að við komumst upp fyrir þá. Ég geri ráð fyrir því að innbyrðis úrslit gildi standi lið jöfn að stigum, því ef markatala gildir eigum við ekki sjéns. Að sigra þjóðverja í dag eða spánverja í lokaleiknum held ég séu draumórar Alfreðs. Miklu skynsamlegra að spara menn í leikinn gegn ungverjum, því það er EINI leikurinn sem við eigum fræðilegan möguleika á að sigra. Þessir fáránlegu draumórar hans Alfreðs eru mjög skaðlegir fyrir keppnismóral liðsins og áhuga okkar stuðningsmanna því við endum bara með brotið bak og skottið milli lappanna. Þeir standa heldur ekki í neinu samhengi við raunveruleikann.

Í dag gera þjóðverjar sultu úr þessu liði og þá er betra að vera ekki með einhverjar svona hillingar, því svo kemur leikurinn við ungverja straks á eftir. Ef sá leikur svo tapast eru bara spánverjar eftir til þess að reka smiðshöggið á þessa hópnauðgun íslenska liðsins. Það vantar ekki blóðið í tittlinginn hjá honum Alfreð, hann er bara svo lítill að ekki dugir til stórræðanna.

Ég vil taka það fram að fari svo að þessu liði takist að sigra þjóðverja eða spánverja hef ég ritað mín síðustu orð um handbolta.


mbl.is Þurfum okkar besta dag gegn meisturunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband