Húrra!

Loksins viðurkennir hann að hann hafði engan tíma í þetta, en klykkir samt út með að það hafi nú verið aðrir faktorar sem gerðu það að verki að þetta lukkaðist ekki í þetta skiptið. Gott að hann skuli skilja þetta með tímann og ákveði að láta stöðuna lausa.

Kæra HSÍ; finnið mann sem hefur tíma í þetta og notið meiri orku í undirbúninginn fyrir næsta stórmót, hvenær sem það nú verður.


mbl.is EM: Alfreð er hættur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Telk undir með þér Jonni. Alfreð hefur valdið miklum vonbrigðum sem landsliðsþjálfari að undanförnu. Fimm tapleikir í röð undir lok HM í fyrra og einungis tvö stig í milliriðli núna.

Reyndar spái ég því að Ísland komist í umspil um sæti á ÓL, svo það er um að gera að finna nýjan landsliðsþjálfara sem fyrst.

Ég tel Aron Kristjánsson vera sjálfkjörinn í stöðuna. Hann er með mikla reynslu sem leikmaður og þjálfari - hér heima og einkum ytra. Þjálfunarferill hans í Danmörku var góður. Hann upplifði og hina miklu grósku sem hefur orðið í dönskum handbolta - og sýnir sig nú á þessi móti - og í Evrópukeppnum félagsliða.

Alfreð hefur einfaldlega ekki gefið sér tíma í þetta verkefni - auk þess sem hann er ofmetinn sem þjálfari að mínu mati (og sem leikmaður hér áður fyrr). 

Torfi Stefánsson (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 17:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband