Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008

Þetta sýnir hvernig þjáningar gyðinga

í síðari heimstyrjöld eru orðnar að holum kjarna tilvistar þeirra sem búa í Ísrael í dag.
mbl.is Reiði vegna væntanlegs ávarps Merkel á Ísraelsþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Raunhæf og skynsamleg skilyrði

Ef ísraelsmenn hafa einhvern áhuga á friði taka þeir þessu tilboði fegins hendi. Þar sem mig grunar að friður sé ekki það sem er þeim efst í huga held ég að þeir komi nú með útúrsnúninga og málalengingar og þegar friðarviðræðurnar fara svo út um þúfur kenna þeir eins og venjulega palestínumönnum um og þykjast hafa rétt út hendina til friðar.

To be continued...


mbl.is Hamas setur skilyrði fyrir vopnahléi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson hefur útilokað mig

Ég varð fyrir því óláni að vera útilokaður á síðu Vilhjálmar fyrir það, að því er virðist, að biðja hann kurteislega um að vera málefnalegur. Þetta féll ekki í góðan jarðveg hjá Vilhjálmi og þar með útilokaði hann mig. Ég vil þó leyfa mér að setja upp athugasemdina mína hér á minni eigin síðu og skora á þá sem lesa þetta að pósta þessu á síðuna hans. Hann tekur varla skaða af því blessaður og svo bið ég að heilsa og vona að honum batni fljótlega. Hér er færslan hans;

http://postdoc.blog.is/blog/postdoc/entry/467230/

Og hér er athugasemdin mín sem mætti lokuðum dyrum:

Ég er alveg sammála þér Vilhjálmur að lýðræði er miklu ábótavant í þeim löndum sem talað er um. Þetta hlýtur að vera keppikefli okkar vesturlandabúa gagnvart þessum löndum; að þau hraði lýðræðisþróun og skuldbindi sig við að virða þau mannréttindi sem okkur finnst sjálfsögð. Það er þó ekki þar með sagt að lýðræði sé einhver töfraformúla sem eigi hvað sem hverju líður að þröngva yfir hausinn á öllum þjóðum heims í snarhasti. Ekki allar þjóðir eru tilbúnar fyrir lýðræði eins og staðan er því lýðræði snýst um meira en kosningar. Það sem myndi vera þessum heimi til mikillar betrunar ef þjóðir heimsins myndu temja sér að bera virðingu fyrir öðrum, óháð litarháttar, trúarbrögðum, stjórnskipulagi osvfrv. Þetta á við um þjóðir jafnt sem einstaklinga. Þetta á við um palestínumenn og ísraelsmenn. Palestínumaðurinn sem drap gyðinga í gær bar ekki meiri virðingu fyrir gyðingum en ísraelski herinn fyrir sínum fórnarlömbum. Sár þessara stríðandi fylkinga eru orðin svo mörg og djúp að það þarf hver að líta í eigin barm og viðurkenna sinn hlut í þessum hörmungum til þess að það sé einhver grundvöllur fyrir friði.


Spurning dagsins

Hver hagnast á stöðugum erjum í Írak?
mbl.is Varaforseti sjíta meðal látinna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Haukur í sauðargæru

Það sem Condi talar ekki um í þessu sambandi er hvert sé hlutverk BNA í þessu ferli. Hér er athyglisverð grein i Vanity Fair um leynileg plön BNA-stjórnar í Palestínu og hvernig þessi plön hafa gert ástandið mun verra en efni stóðu til;http://www.vanityfair.com/politics/features/2008/04/gaza200804?currentPage=1

 

Athyglisvert er tilvitnun í fyrrverandi ráðgjafa Dick Cheney í málefnum miðausturlanda, David Wurmser;“There is a stunning disconnect between the president’s call for Middle East democracy and this policy,” he says. “It directly contradicts it.”

David Wurmser sagði upp starfi sínu í mótmælaskyni og er reyndar ekki sá fyrsti meðal starfsmanna Hvíta Hússins sem gerir það á undanförnum misserum. Hann segir vera mikinn ágreining innan stjórnar BNA og ásakar forsetann um hræsni. Sjá einnig; http://www.aftenposten.no/nyheter/uriks/article2291927.ece

 

Það má gera ráð fyrir því að það detti fleiri beinagrindur út úr skápnum á komandi árum. Það verður spennandi að sjá hverjir eftirmálarnir af stjórnarbrögðum stríðshaukanna verða.


mbl.is „Hamas heldur friðarferlinu í gíslingu"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

1=100

Sendingar heimatilbúinna raketta Palestínumanna hafa eftir margra vikna puð endað með einu mannsláti. Þetta er náttúrulega glæpur og sorglegt að nokkur skuli skaða hljóta. Hvers vegna ætli Palestínumenn séu að þessu? Veltið því fyrir þér ágæti lesandi.

Hefndaraðgerðir ísraelsstjórnar hafa á fjórum dögum tekið um hundrað líf, menn, konur og ungabörn. Fjöldinn allur af heimilum er lagður í rjúkandi rústir. Fyrir nokkrum vikum, þegar ísraelskur maður missti fót, krafðist innanríkisráðherra að hverfi í Gaza yrði jafnað við jörðu. Það virðist sem þessi krafa hans hafi verið tekin alvarlega.

Hver er árásaraðili hér? Hver hefur töglin og haglirnar í þessum stríðsrekstri? Hver getur breytt atburðarrásinni?

Svarið er Ísrael.


mbl.is Hernaðaraðgerðum ekki lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góðar fréttir

Þetta held ég að megi flokkast sem besta frétt frá Íslandi í mörg herrans ár. Ég vona að þetta brjóti í bága við glæpsamlegt viðskiptabann BNA gegn Íran, því það myndi sýna sjálfstæði Íslands í verki og að sjálfstraust íslenskra ráðamanna til þess gera rétta hlutinn sé á sínum stað.
Íran er stórt og mikið land, með náttúruauðlindir á hverju strái og íranska þjóðin er er stolt og ráðgott fólk með langa og ríka sögu. Við íslendingar erum heldur ekki lausir við kosti og enginn vafi er á því að samtarf milli þessara þjóða yrði báðum farsælt.
Stríðsæsingarprógramm BNA undanfarin ár og stefna þeirra gegn Íran síðan 1979 (eða á ég að segja 1953?) er hreinasta skömm og hefur haft afar slæmar afleiðingar fyrir írönsku þjóðina og ekki verið til þess fallið að koma á friði í mið-austurlöndum. Sumir halda því fram að BNA hafi ekki áhuga á því að skapa frið í mið-austurlöndum og sjá má öll merki um að það sé í raun stefna BNA að viðhalda stríðsástandi á þessu svæði.
Þar sem BNA bregðast algerlega sínu hlutverki sem "góði hirðinn" og stuðla að friði og farsæld þurfa aðrar þjóðir að gera það sem í þeirra valdi stendur til þess að vinna þessu málefni vegs og virðingar. Það gera íslendingar í þessu máli. Það er kominn tími til þess að íslendingar taki sjálfstæðar ákvarðanir í utanríkismálum sem og innanríkismálum og gerist ábyrg og fullorðin þjóð meðal þjóða. Auðvitað erum við lítil þjóð og takmarkað hversu miklu við fáum áorkað í heimsmálum en það getur samt ekki verið tylliástæða til þess að vera strámenn stórvelda.

Það er margt sem bendir til þess að "endurreisn" íslam sé í Íran. Endurreisn, í þessu sambandi, gefur að skilja með sama hætti og endurreisn kristinna trúarbragða. Það er nokkuð augljóst fyrir okkur sem sjáum íslam með augum vesturlandabúa að Íslam eru trúarbrögð sem eru á vegamótum og þarfnast sinnar endurreisnar hvað varðar stöðu trúarinnar gagnvart stjórnkerfi, lýðræði, mannréttindum og þar fram eftir götunum.
Þótt einstefnulegur fréttaflutningur undanfarin misseri gefi ekki slíkt til kynna, er vakstarbroddur endurreisnar-íslam í Íran. Íran er frá fornu fari menntaþjóð og er ekki byggt á ættflokkaskipulagi sem er tilfellið í arabalöndum. Það er öfl í Íran sem vinna að endurskoðun trúarstöðunnar og ef heimurinn getur álpast til þess að skilja þau ferli sem eru í gangi í Íran er hægt að stuðla að verulegri nútímavæðingu Íslam. Þetta yrði heimi öllum farsælt, en því miður virðist svo vera að stjórn BNA og þeirra bandamenn vilji ekki að þetta gerist. Þeirra svar er að halda heimi í hers höndum og einmitt að hindra að Íslam nái að þróast. Þess vegna eru t.d. Saudi Arabar þeirra bestu vinir og enginn hefur fett fingur út í þeirra forneskjulegu stjórnskipan.

Til hamingju Ísland.


mbl.is Íran fagnar auknum samskiptum við Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband