1=100

Sendingar heimatilbúinna raketta Palestínumanna hafa eftir margra vikna puð endað með einu mannsláti. Þetta er náttúrulega glæpur og sorglegt að nokkur skuli skaða hljóta. Hvers vegna ætli Palestínumenn séu að þessu? Veltið því fyrir þér ágæti lesandi.

Hefndaraðgerðir ísraelsstjórnar hafa á fjórum dögum tekið um hundrað líf, menn, konur og ungabörn. Fjöldinn allur af heimilum er lagður í rjúkandi rústir. Fyrir nokkrum vikum, þegar ísraelskur maður missti fót, krafðist innanríkisráðherra að hverfi í Gaza yrði jafnað við jörðu. Það virðist sem þessi krafa hans hafi verið tekin alvarlega.

Hver er árásaraðili hér? Hver hefur töglin og haglirnar í þessum stríðsrekstri? Hver getur breytt atburðarrásinni?

Svarið er Ísrael.


mbl.is Hernaðaraðgerðum ekki lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband