Mikil er skömmin

Í Sviss er það greinilega mjög slæmur verknaður að handtaka mann fyrir að hafa mök við 13 ára gamla stúlku.  Stúlkan hefði mátt vita betur.  Og svo þegar allir eru búnir að gleyma þessum mistökum hennar hlaupa menn til handa og fóta Í ÚTLÖNDUM og handtaka greyið manninn sem bara ætlaði að taka við verðlaunum.  Ekki reyndar fyrir sama verknað, en samt!  

Það vita allir svisslendingar að samvinnuþýða er hinn versti eiginleiki mannskepnunnar og bara hundum sæmandi.  Maður hélt nú að árið 2009 væri svona viðbjóðsleg samvinna óhugsandi.  Sennilega sjá svisslendingar eftir því að hafa veitt konum atkvæðarétt árið 1980 því samhengið er augljóst.


mbl.is Svisslendingar skammast sín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Umhverfisbót

Því má bæta við að þetta rafmagnssæti er ákaflega umhverfisvænt enda búið til úr úrvals gæðaplasti og notar eingöngu hreint og ómengað rafmagn.  Annar mikilvægur umhverfisvinningur er minna slit á skófatnaði, og svo má gera ráð fyrir að notendur sætissins þurfi ekki að borða jafn mikið kjöt og gamaldags fótgangandi "ráparar". 

 


mbl.is Samgöngumáti framtíðarinnar?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er mig að dreyma?

Eða er það morgunblaðið sem dagdreymir?  Kannski er þetta undirbúningur fyrir nýstárlega veruleikaendurskoðun væntanlegs ritstjóra morgunblaðsins.  Nú bíð ég bara eftir fréttum af ævintýrum Tinna á tunglinu, og hetjudáðum fyrrum stjórnaliða Sjálfstæðisflokksins.

Það er allavega ljóst að morgunblaðið vill þurrka út aðskilnað á fréttum og skáldskap.  Miklu skemmtilegra þannig, en kannski ætti að breyta nafni blaðsins í Fíkjublaðið til þess að forðast misskilning.  En misskilningur er kannski hinn nýji skilningur?  


mbl.is Bósi Ljósár slær vistarmet í geimnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að búa á eyju.

Það getur verið að ég sé að móðga einhvern, en er það ekki eðlilegt hlutskipti þeirra sem kjósa að búa á lítilli eldfjallaeyju í miðju hafi að samgöngur séu háðar aðstæðum?  Mér finnst skrýtið að þetta fólk "lamist" falli ein eða tvær ferðir út.  Mér vitanlega hefur enginn verið þvingaður til þess að búa í eyjum, þó hugmyndin sé kannski freistandi.  Það hefur kannski farið fram hjá eyjamönnum að hér á "fastlandinu" ríkir kreppa og pest og kannski best að sleppa þessum ferðum ef út í það er farið. 
mbl.is Vestmannaeyjar án sjósamgangna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að létta siðferðishöftum

Það er nú orðið frekar sjaldséð að kvikmyndir og skáldsögur séu bannaðar. Flestum finnst það heyra fortíðinni til og að skerðing á tjáningarfrelsi sé fremur skaðleg en gagnleg. Við viljum geta ákveðið það sjálf hvað við heyrum og sjáum og viljum ekki láta setja okkur siðferðislegar skorður.

Getur samt verið að þetta siðfrelsi sé að verða okkur fjötur um fót? Ég tel það frekar líklegt að myndir eins og SAW og Hostel hafi áhrif á siðgæðisvitund og jafnvel kveikt með einhverjum áttavilltum einstaklingum hugmyndir og misskildar hvatir. Ekki síst þegar mörkin eru flutt með hverri nýrri mynd. Þessar myndir hafa það heldur ekki að sínum boðskap að skýra mörkin milli rétts og rangs heldur virðist sem ógeðið sé að festa sig í sessi sem skemmtun. Skrýtin skemmtun finnst mér og ég rek í þessu samhengi augun í rök breska kvikmyndaeftirlitssins fyrir þessu banni. Hér vantar söguþráð og persónusköpun. Það er með öðrum orðum ekki hægt að nota siðferðisleg gildi til þess að banna mynd. Það sem ég les úr þessu er að siðferðisleg ritskoðun er sögulega séð lokið og við tekur siðleysi.

Það má þó segja að með þessari frétt vottar af smá glætu af siðvendni, en á móti kemur að þessi mynd, Grotesque, kemur nokkuð örugglega til þess að vera heitasta lumman á netinu næstu vikurnar. Það er að segja að svona bann er frekar gagnslaust, fyrir utan náttúrulega að þessi mynd verður ekki sýnd í sjónvarpinu, eins og tilfellið var með SAW og Hostel.

Ég hef alltaf verið á móti hvers kyns ritskoðun, en nú er svo komið að mér fannst þessi frétt vera góð frétt. Það eru þá einhver takmörk ennþá til í þessum heimi.

Eða er þetta bara aldurinn farinn að segja til sín?


mbl.is Bretar banna japanska hryllingsmynd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vantar í fréttina

Það vantar í fréttina undrun norska blaðamannsins yfir því að svona lítil upphæð sé nóg til þess að binda enda á þetta samstarf.  Þegar hugsað er til þeirra upphæða sem eru afskrifaðar daglega í skilanefndum er ekki laust við að manni finnist vanta eitthvað perspektív á heimili ráðamanna.  Þessi upphæð er tæplega kostnaður við að halda úti 1 starfsmanni.

Það er svo athyglisvert að íslenski fjölmiðillinn sem færir þessar fréttir af fréttaflutningi erlendis skuli sleppa þessu atriði, sem óneitanlega virðist vera eitt aðalatriðið í erlendu fréttinni.  Kannski er þetta vandræðalegt, hvað veit ég.


mbl.is Íslendingar hætta í NASCO
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Endalaust tjón

Það lítur út fyrir að þessi harmleikur endi með því að það komi hér erlendur lögreglustyrkur og handtaki fjárglæframenn og meðseka stjórnmálamenn.  Það er ekki nokkur von eftir til þess að stjórnvöld hérlendis hafi áhuga á að hreinsa upp ógeðið sem hefur verið steypt yfir þessa þjóð.  Greinilegt að íslensk stjórnmál og fjárglæframál eru svo samofin og að hvert sem litið er vaði menn sorann upp að eyrum svo ekki sé okkur viðbjargandi. 

Hvers vegna er ekki  búið að leggja fram eina einustu ákæru?  Hvers vegna ganga þessir glæpamenn ennþá lausir og stunda sömu glæpina?  Hvað ætlar þessi þjóð að láta draga sig á asnaeyrum lengi?

Vegna þess að íslenskir stjórnmálamenn eru óhæfir og getulausir með öllu.  Það er það versta í þessu öllu saman.   Gott og vel að fé hafi tapast og skuldir þurfi að greiða, en að við séum með öllu rúin fólki sem getur stjórnað þessu landi með ábyrgum hætti er hinn raunverulegi harmleikur. 


mbl.is Stórskuldug aflandsfélög í eigu hluthafa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gegn spillingu

Til þess að taka minn þátt í að berjast gegn spillingu mun ég hér birta stórlánabók Kaupþings. Ég skora á aðra að gera slíkt hið sama.
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Áfangaþrautir

Mér finnst þetta með áfangaþrep í hækkun lágmarksaldurs athyglisvert.  Til hvers er það?  Það getur verið að ég sé ekki að skilja eitthvað en svona lítur þetta út fyrir mér;  árið 2012 tekur enginn bílpróf fyrstu 3 mánuðina, vegna þess að 2011 þarf maður bara að vera 17 ára en 1.janúar 2012 verður maður að vera 17 ára og þriggja mánuða.  Eins tekur enginn bílpróf fyrstu 6 mánuði ársins 2013, fyrstu 9 mánuði ársins 2014 og fyrstu 3 mánuði ársins 2015 ( vegna þess að þeir sem verða 18 ára fyrstu 3 mánuðina geta tekið bílpróf árið áður. 

Þetta reikningsdæmi mitt gerir ráð fyrir að allir taki bílpróf daginn sem þeir mega það.  Auðvitað er ekki raunveruleikinn svo einfaldur, en þessi áfangaregla virkar samt svona.  Smáatriði segja sumir en aðalatriði fyrir smámunasama eins og mig.  

Reyndar má bæta því við að án þessara þrepa mun enginn taka bílpróf í heilt ár.

Að auki legg ég til þess að eignir útrásarvíkinga verði frystar og þeir fangelsaðir.


mbl.is Bílprófsaldur hækkaður í 18 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

=fé hvarf

Það vissi þetta nú allir.  Fé hvarf.  En hvert skyldi þetta fé hafa horfið?  Er það ekki spurningin sem ætti að brenna á allra vörum, og hverjir eiga hlut að máli í þessu féhvarfi?  Mér virðist þessar spurningar vera að mestu druknaðar í skotgrafahernaði stjórnmálaflokkanna og leynimakki stjórnarinnar.  Frekar sorglegt fyrir þessa þjóð.
mbl.is Gamla Kaupþing skuldaði Nýja Kaupþingi fjármuni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband