Áfangaþrautir

Mér finnst þetta með áfangaþrep í hækkun lágmarksaldurs athyglisvert.  Til hvers er það?  Það getur verið að ég sé ekki að skilja eitthvað en svona lítur þetta út fyrir mér;  árið 2012 tekur enginn bílpróf fyrstu 3 mánuðina, vegna þess að 2011 þarf maður bara að vera 17 ára en 1.janúar 2012 verður maður að vera 17 ára og þriggja mánuða.  Eins tekur enginn bílpróf fyrstu 6 mánuði ársins 2013, fyrstu 9 mánuði ársins 2014 og fyrstu 3 mánuði ársins 2015 ( vegna þess að þeir sem verða 18 ára fyrstu 3 mánuðina geta tekið bílpróf árið áður. 

Þetta reikningsdæmi mitt gerir ráð fyrir að allir taki bílpróf daginn sem þeir mega það.  Auðvitað er ekki raunveruleikinn svo einfaldur, en þessi áfangaregla virkar samt svona.  Smáatriði segja sumir en aðalatriði fyrir smámunasama eins og mig.  

Reyndar má bæta því við að án þessara þrepa mun enginn taka bílpróf í heilt ár.

Að auki legg ég til þess að eignir útrásarvíkinga verði frystar og þeir fangelsaðir.


mbl.is Bílprófsaldur hækkaður í 18 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er reyndar ekki alveg rétt, þar sem að þeir sem verða 17 á tímabilinu október-desember 2012 geta ekki tekið prófið það ár (þar sem þeir eru ekki orðnir 17+3 mán.) heldur taka það væntanlega á tímabilinu apríl-júní 2013 (þá orðnir 17+6 mán.)

Sama gildir með þá sem verða 17 á tímabilinu júlí-desember 2013, þeir verða ekki 17+6 mánaða fyrr en nýtt ár er runnið upp, og verða þá að taka prófið á tímabilinu apríl-september 2014, þegar þeir eru orðnir 17+9 mán. Það eru því bara fyrstu þrír mánuðir hvers árs sem detta út :)

Sigrún (IP-tala skráð) 20.7.2009 kl. 14:07

2 Smámynd: Jonni

Þetta er skarplega athugað Sigrún. Eftir stendur krafa mín varðandi útrásarvíkinga.

Jonni, 20.7.2009 kl. 16:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband