Bloggfærslur mánaðarins, mars 2010
Glæsilegt
31.3.2010 | 10:00
Glæsilegur árangur, en samt töluverður spölur upp til Kýpverja (70. sæti), sem eru okkar helstu andstæðingar í undankeppni EM. Raunhæf markmið landsliðsins eru að verða fyrir ofan kýpur í riðlinum og gott má vera ef það tekst. Ekki myndi skaða ef okkur tækist að stela stigi af af stóru strákunum en ekki má stressa strákana of mikið á því. Mikilvægt að koma með reisn úr þessu dæmi og ekki þeirri skömm að halda að við séum eitthvað númer á þessum vettvangi og tapa svo öllum leikjunum með glans. Sannleikurinn er sá að FIFA-listinn setur okkur í langsíðasta sætið og þættu það stórmerki að okkur tækist að hnika því.
ÁFRAM ÍSLAND!!
Ísland í 90. sæti á lista FIFA | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hófsamir Ísraelsmenn
28.3.2010 | 20:38
Það er með ólíkindum hversu frekir og óhófsamir palestínumenn geta verið þegar ísraelsmenn eru búnir að sýna þeim endalausa háttvísi og mannasiði í áratugi. Ekki einu sinni hægt að byggja snyrtileg, hófleg úthverfi í Jerúsalem, bara af því að það voru einhverjir palestínumenn sem bjuggu þar nýlega. Þeir ættu bara að fá sér vinnu og hætta þessu tauti. Ísrael hefur alltaf haft útrétta samningahönd og ekkert viljað nema að lifa í friði og réttlæti, reyndar með palestínumenn einhverstaðar annarsstaðar. Miðausturlönd eru stór og mörg og þeir eiga vini út um allt og geta því valið milli landa að flytja til. Hafa þessir menn ekki lesið gamla testamentið? Guð sjálfur skrifaði uppá fasteignaskjalið og svo eru líka ísraelsmenn búnir að taka út sínar hremmingar, þannig að nú geta einhverjir aðrir staðið í hremmingum.
Það er líka dónaskapur að vera að bera einhverjar lygasögur í bandaríkjamenn, sem eru fyrst og fremst vinir ísraelsmanna og ekki palestínumanna. Ef palestínumenn halda að bandaríkjamönnum líki vel við þá er það bara af kurteisi að bandaríkjamenn þykist vilja þeim eitthvað gott. Bandaríkjamönnum líkar ekki við gyðingahatara og meiri gyðingahatara en palestínumenn er mikil leit að. Reyndar eru langflestar þjóðir í heiminum gyðingahatarar, en það er önnur saga.
Fáránlegt að setja skilyrði fyrir friðarumræðum. Asnar og frekjur. Almennilegt fólk heldur kjafti og semur við okkur ísraelsmenn.
Segir Palestínumenn hindra frið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
Ástandið í hnotskurn
23.3.2010 | 07:42
Þessi uppákoma er ekkert annað en grátbrosleg úr mikilli fjarlægð en að sjálfsögðu tragísk eins og allt annað sem gerist á þessum stað. Ísraelar gráir fyrir járnum að skjóta hvorn annan í fáti og fumi, þrír aumir og atvinnulausir palestínumenn að reyna að stelast í hlaupavinnu.
Einhvernveginn sé ég það ekki fyrir mér að þetta ástand á þessu fólki eigi nokkurn tíman eftir að breytast. Eftir fimmtíu ár verður þetta nákvæmlega eins. Ísraelsmenn verða auðvitað búnir að finna upp allskonar undratæki sem gera palestínumönnum lífið leitt og palestínumenn finna margar leiðir til þess að eyðileggja þessi tæki og kannski hrella almenna borgara í Ísrael (sem munu vera jafn ofstækisfullir í sínum skoðunum á því hvernig taka beri á þessum palestínumönnum).
Eftir fimmtíu ár munum við lesa nákvæmlega sömu fréttina. Ekki koma svo og segja að ég hafi ekki varað ykkur við.
Skutu ísraelskan hermann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)