Bloggfærslur mánaðarins, september 2009

Spurning dagsins

Það getur verið að ég hafi misst af einhverju í umræðunni, en sannast sagna geri ég mér ekki grein fyrir því af hverju Ísland þarf þessi AGS-lán.  Getur einhver útskýrt þetta fyrir íslendingi búsettum erlendis?

 Með fyrirfram þökkum


mbl.is Fellur ef ekki næst sátt um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikil er skömmin

Í Sviss er það greinilega mjög slæmur verknaður að handtaka mann fyrir að hafa mök við 13 ára gamla stúlku.  Stúlkan hefði mátt vita betur.  Og svo þegar allir eru búnir að gleyma þessum mistökum hennar hlaupa menn til handa og fóta Í ÚTLÖNDUM og handtaka greyið manninn sem bara ætlaði að taka við verðlaunum.  Ekki reyndar fyrir sama verknað, en samt!  

Það vita allir svisslendingar að samvinnuþýða er hinn versti eiginleiki mannskepnunnar og bara hundum sæmandi.  Maður hélt nú að árið 2009 væri svona viðbjóðsleg samvinna óhugsandi.  Sennilega sjá svisslendingar eftir því að hafa veitt konum atkvæðarétt árið 1980 því samhengið er augljóst.


mbl.is Svisslendingar skammast sín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Umhverfisbót

Því má bæta við að þetta rafmagnssæti er ákaflega umhverfisvænt enda búið til úr úrvals gæðaplasti og notar eingöngu hreint og ómengað rafmagn.  Annar mikilvægur umhverfisvinningur er minna slit á skófatnaði, og svo má gera ráð fyrir að notendur sætissins þurfi ekki að borða jafn mikið kjöt og gamaldags fótgangandi "ráparar". 

 


mbl.is Samgöngumáti framtíðarinnar?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er mig að dreyma?

Eða er það morgunblaðið sem dagdreymir?  Kannski er þetta undirbúningur fyrir nýstárlega veruleikaendurskoðun væntanlegs ritstjóra morgunblaðsins.  Nú bíð ég bara eftir fréttum af ævintýrum Tinna á tunglinu, og hetjudáðum fyrrum stjórnaliða Sjálfstæðisflokksins.

Það er allavega ljóst að morgunblaðið vill þurrka út aðskilnað á fréttum og skáldskap.  Miklu skemmtilegra þannig, en kannski ætti að breyta nafni blaðsins í Fíkjublaðið til þess að forðast misskilning.  En misskilningur er kannski hinn nýji skilningur?  


mbl.is Bósi Ljósár slær vistarmet í geimnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að búa á eyju.

Það getur verið að ég sé að móðga einhvern, en er það ekki eðlilegt hlutskipti þeirra sem kjósa að búa á lítilli eldfjallaeyju í miðju hafi að samgöngur séu háðar aðstæðum?  Mér finnst skrýtið að þetta fólk "lamist" falli ein eða tvær ferðir út.  Mér vitanlega hefur enginn verið þvingaður til þess að búa í eyjum, þó hugmyndin sé kannski freistandi.  Það hefur kannski farið fram hjá eyjamönnum að hér á "fastlandinu" ríkir kreppa og pest og kannski best að sleppa þessum ferðum ef út í það er farið. 
mbl.is Vestmannaeyjar án sjósamgangna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband