Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2009

Áfangaþrautir

Mér finnst þetta með áfangaþrep í hækkun lágmarksaldurs athyglisvert.  Til hvers er það?  Það getur verið að ég sé ekki að skilja eitthvað en svona lítur þetta út fyrir mér;  árið 2012 tekur enginn bílpróf fyrstu 3 mánuðina, vegna þess að 2011 þarf maður bara að vera 17 ára en 1.janúar 2012 verður maður að vera 17 ára og þriggja mánuða.  Eins tekur enginn bílpróf fyrstu 6 mánuði ársins 2013, fyrstu 9 mánuði ársins 2014 og fyrstu 3 mánuði ársins 2015 ( vegna þess að þeir sem verða 18 ára fyrstu 3 mánuðina geta tekið bílpróf árið áður. 

Þetta reikningsdæmi mitt gerir ráð fyrir að allir taki bílpróf daginn sem þeir mega það.  Auðvitað er ekki raunveruleikinn svo einfaldur, en þessi áfangaregla virkar samt svona.  Smáatriði segja sumir en aðalatriði fyrir smámunasama eins og mig.  

Reyndar má bæta því við að án þessara þrepa mun enginn taka bílpróf í heilt ár.

Að auki legg ég til þess að eignir útrásarvíkinga verði frystar og þeir fangelsaðir.


mbl.is Bílprófsaldur hækkaður í 18 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

=fé hvarf

Það vissi þetta nú allir.  Fé hvarf.  En hvert skyldi þetta fé hafa horfið?  Er það ekki spurningin sem ætti að brenna á allra vörum, og hverjir eiga hlut að máli í þessu féhvarfi?  Mér virðist þessar spurningar vera að mestu druknaðar í skotgrafahernaði stjórnmálaflokkanna og leynimakki stjórnarinnar.  Frekar sorglegt fyrir þessa þjóð.
mbl.is Gamla Kaupþing skuldaði Nýja Kaupþingi fjármuni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til ábendingar óttaslegnum

Það virðist hafa gripið um sig mikill ótti hér á landi þess eðlis að formleg umsókn til Evrópubandalagsins jafngildi aðild.  Það má í þessu sambandi benda á að nágrannar okkar norðmenn hafa ekki minna en þrisvar sinnum skilað inn umsókn.  1963 var umsókn þeirra neitað af Frakklandi, 1972 var aðildarumsóknin felld í þjóðaratkvæðagreiðslu sem og 1994.  Gera má ráð fyrir að norðmenn hafa í þessum þjóðaratkvæðagreiðslum vitað hvað þeir voru að kjósa um.

Skyldi vera að þeir sem eru svo á móti því að send verði inn umsókn treysti ekki íslendingum fyrir því að geta kosið "rétt" í þjóðaratkvæðagreiðslu?  Kanski eru íslendingar svona vitlausir að ekki er hægt að treysta þeim fyrir sjálfum sér?


mbl.is Niðurstaða um ESB á hádegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband