Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

Jói á hakanum

Þessir menn voru vanmetnir snillingar síns samtíma. 


Gott mál

Þar með virðist þessi tilraun hafa skilað stórkostlegum árangri. Ég er með tillögu um næsta skref í framtíðarrekstri strætókerfissins á höfuðborgarsvæðinu;

Ókeypis fyrir alla.

Varðandi rekstrargrundvöll með því fyrirkomulagi væri hægt að hugsa sér að borgin/bæjarfélögin borguðu strætófyrirtækinu ákveðið gjald fyrir hvern farþega sem ferðast með strætó. Þar með væri keppnisumhverfi þessa fyrirtækis tryggt þrátt fyrir einokun.

Það er hagur allra að sem flestir noti strætó. Þess vegna er ekkert óeðlilegt að skattgreiðendur og gjaldagreiðendur standi undir þessum kostnaði.

Eða hvað?


mbl.is Farþegum hefur fjölgað um eina milljón á ársgrundvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hugrakkur maður

Það eru ekki margir sem þora að segja sannleikann í því andrúmslofti sem stjórn BNA og Ísraels hafa skapað um þessi mál. Það má gera ráð fyrir því að Ísraelar skelli skollaeyrum við þessum orðum eins og venjulega og vinni að þeim öllum sínum árum innan stjórnar BNA að þessum manni, þessari nefnd og þessum hluta Sameinuðu Þjóðanna verið úthúðað og bolað út í myrkur þagnarinnar. Á meðan að palestínuhelförinni verður haldið áfram af fullum krafti. Hér er greinin í BBC;

http://news.bbc.co.uk/2/hi/middle_east/7335875.stm

og hér má lesa um þennan merkismann á wikipedia;

http://en.wikipedia.org/wiki/Richard_Falk


mbl.is Ísraelar sagðir koma sér undan réttmætri gagnrýni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eyða fyrir samsæriskenningar

í boði morgunblaðsins.
mbl.is „Fimm loftsteinar eru ekki tilviljun"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Saga heimsálfu byrjar með kúki

Þetta er náttúrulega erfitt mál fyrir ameríkana, að eiga sér rætur í kúki. Við gætum þó lent í svipuðu máli ef þessir alræmdu vísindamenn skyldu finna steingerða kúka í Evrópu.
Ég tel að þetta sé fyrsta sinn sem morgunblaðið birtir mynd af kúki og það var þá auðvitað amerískur kúkur.
mbl.is Nýjar vísbendingar um fyrstu mennina í Ameríku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dónar

Ég verð líka alltaf mjög svekktur þegar löggan sektar mig fyrir mín lagabrot. Mín lagabrot eru þó alltaf mjög réttlætanleg og alveg stórfurðulegt að lögreglan skuli vera að eyða tíma sínum í RÉTTLÆTANLEG lagabrot. Um leið og ég losna ut af Hrauninu ætla ég að fara rakleiðis í dómsmálaráðuneytið og fremja nokkur vel valin og réttlætanleg lagabrot og vei þeim ljóta lögreglumanni sem dettur í hug að sekta mig í mínum sjálfréttlætanlegu afbrotum. Andskotans lýðræðisprumpusamfélag er þetta sem getur ekki unað við smá frekjulæti!!!
mbl.is Mikill hiti í bílstjórum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband