Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008
Hulusvipting
29.2.2008 | 14:52
Bush segir "að Obama ætti að einbeita sér að kosningabaráttu sinni við Clinton fremur en að tjá sig fram og til baka um hugsanleg forsetaverk sín enda hafi hann enn ekki verið útnefndur forsetaefni demókrata".
Hér staðfestir Bush að kosningabarátta í hans huga snúist ekki um að greina kjósendum frá því hvað maður hyggist fyrir ef maður yrði kosinn, heldur einfaldlega að leggja andstæðinginn.
Þarna talaði Skreppur Seiðkarl af sér. En við vissum þetta nú öll.
Bush setur ofan í við Obama | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Örstutt ágrip af sögu Palestínu
29.2.2008 | 11:32
Það er enginn vafi á því að gyðingar tóku þetta land á sínum tíma eftir skærur við aðra þjóðflokka og gerðu mikið mál úr því að ÞETTA væri þeirra land. Þeir felldu það meira segja inn í trúarrit sín. Kannski ekki af ástæðulausu, því það hafði verið soldill lausagangur á gyðingum (eins og með ýmsa aðra þjóðflokka). Þeir höfðu verið á flakki í Egyptalandi og víðar fyrir botni Miðjarðarhafs. Svo ákváðu þeir að þetta land væri þeirra land. Hinir þjóðflokkarnir voru nú kannski ekki á sama meiði en þeir fengu þá bara að kenna á herkænsku gyðinga.
Ekki leið þó á löngu áður en flakkaraeðli þeirra sendi þá út um alla jörð og á tiltölulega skömmum tíma voru þeir á bak og burt úr Palestínu, þ.e.a.s. fjöldi gyðinga á þessu svæði var hverfandi minnihluti íbúa. Svona var þetta í næstum tvöþúsund ár og friður ríkti meðal íbúa Palestínu.
Svo gerist það, í stuttu máli, að gyðingar ákveða að koma aftur og endurvekja þessa hugmynd um að þetta sé þeirra land, enda standi það í biblíunni. Þeim tekst svo með hryðjuverkum, fjöldamorðum og og valdaklækjum að koma á stofn þessu ríki með stuðningi SÞ og USA og fengu 55% af Palestínu úthlutað fyrir sig og restina gátu arabarnir fengið að skipta á milli sín. En það fannst þeim ekki nóg, enda var þetta allt saman ÞEIRRA land í þeirra huga og leynileg plön voru gerð um það hvernig væri hægt að bola þessum aröbum hægt og rólega út.
Þetta plan hefur gengið mjög vel hingað til og nú er þess væntalega ekki langt að bíða að hægt sé að innlima restina af Palestínu í Ísrael, gyðinghreinu Ísrael.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
BEINT símasamband?
29.2.2008 | 11:19
Skyldu þeir hafa haft ÓBEINT símasamband hingað til? Hringt í Pútín eða einhvern og beðið hann um að koma skilaboðum áleiðis? Hvað um það, nú hafa þeir allavega skipst á símanúmerum og ættu að geta slegið á þráðinn þegar þá lystir. ÞETTA eru framfarir ef einhver skyldi vera í vafa.
En hvað ætli þeir tali nú um í þessa beina símsambandi sínu? Veðrið?
Bandaríkja- og Kínaher koma á beinu símasambandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
478 lota
29.2.2008 | 08:44
Staðan í þessari lotu er :
Palestina 1 - Ísrael 32
Það lítur út fyrir að Ísraelsmenn fari með bæði stigin úr þessar viðureign, sem endranær. Spurningin er bara hvenær Palestínumenn falla niður um deild, eru ekki einhverjar reglur um það?
Ísraelar halda árásum áfram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vitgrannir hryðjuverkamenn
25.2.2008 | 13:55
Talibanar hóta fjarskiptafyrirtækjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Slæmar fréttir
22.2.2008 | 18:21
Vetrarbrautin er tvöfalt stærri en talið var | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Saga klósettpappírsins
21.2.2008 | 10:32
Eitt af þeim atriðum sem fáir gæta að í amstri hversdagsins er notkun klósettpappírs. Notkun þessarar vöru er nú orðin svo almenn að gera má ráð fyrir því að ekki fyrirfinnist sá íslendingur sem ekki notar hana. Ennfremur er þessi notkun umlukin þögn sem erfitt er að rjúfa. Þar sem þessi pappírsnotkun tengist saurláti er ekki hægt að tala um þetta málefni án þess að fólk fyllist viðbjóði, eða fari að flissa og haldi að maður sé að grínast. Sannarlega málefni sem erfitt er að rökræða án þess að verða fyrir barðinu á fordómum og móðgunum. Þess vegna vil ég í þessari grein fara nokkrum orðum um þetta og vona að þetta geti orðið til þess að vekja fólk til umhugsunar og eftirbreytni.
Heimildir um hreinlátsaðferðir að loknum saurlátum eru frekar takmarkaðar. Nokkuð öruggt er þó að fornmenn víðast hvar á jörð hafa ekki notað klósettpappír heldur notast við laufblöð, sand, trjágreinar og ekki síst skolun með vatni. Þessar aðferðir eru enn við lýði víða en hafa þó þokað umtalsvert undanfarin hundrað ár með tilkomu klósettpappírssins.
Elstu heimildir um notkun klósettpappírs eru frá árinu 589 og þá í Kína. Kínverjar virðast fyrstir manna hafa tekið upp þann sið að sleppa vatnsskolun, sem var um alla tíð um gervalla jörð útbreiddasta aðferðin til þessarar hreinsunar. Þetta virðist hafa breiðst um allt Kína því árið 851 getur arabískur ferðamaður þessa í annálum sínum:
"They (the Chinese) are not careful about cleanliness, and they do not wash themselves with water when they have done their necessities; but they only wipe themselves with paper."
Þess má geta að fólk í miðausturlöndum og suður-asíu notar enn hina upprunalegu aðferð og kvartar yfir því að vesturlandabúar, og aðrir sem hafa snúist til þurr-hreinsunar, lykti illa. Gera má ráð fyrir að þegar heil samfélög breyta hreinlætisvenjum sínum verði allir meira eða minna samdauna. Þetta leiðir hugann að því hvort lyktarskynið sé í raun menningarskilyrt að hluta til.
Elstu heimildir í evrópu um notkun pappírs við saurlát eru frá 16. öld í ritum François Rabelais, þar sem höfundur fer yfir helstu aðferðir klósetthreinsunar. Þar segir hann m.a. um pappírsnotkun;
"He who uses paper on his filthy bum, will always find his ballocks lined with scum"
Það var um svipað leyti að fyrsta klósettið með frárennsli var búið til og sett á markað. Elsti markaðsetti klósettpappírinn mun vera frá árinu 1857. Hann var auglýstur sem lyfjapappír (sjá auglýsingu til vinstri).
Þessi siður hefur breiðst út meðal vesturlandabúa og nú er svo komið að neysla á klósettpappír er eitt af þeim vandamálum sem eru hvað alvarlegust þegar kemur að umhverfisþáttum. Reiknað er með að samalögð pappírsneysla heimsins árið 2010 verði um 28 milljón tonn og af því er gróflega reiknað helmingurinn klósettpappír. Þessi markaður er risastór og geta má að bara í USA er hann talinn vera um 2,5 miljarðar bandaríkjadala á ári og fer vaxandi. Athyglisvert er að sjá að notkun klósettpappírs er mest í bandríkjunum, svo Bretlandi og Evrópu og notkunin á þessari vöru í Miðþausturlöndum er bara brot af því sem hún er á vesturlöndum.
Það er umhugsunarefni að þessi þáttur hreinlætis hafi þróast á þennan veg hjá okkur. Við, í okkar heimshluta, höfum tekið upp aðferð sem leiðir til lélegri hreinsunar, eyðir skógum jarðar á miklum hraða og veldur mikilli mengun sem kemur af stórkostlegum vöruflutningum og síðast en ekki síst endar þetta allt í náttúrunni. Allt þetta á meðan miðausturlandabúar segja að það sé skítalykt af okkur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Rótfylling
19.2.2008 | 14:50
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Getur verið...
19.2.2008 | 11:56
Nema þetta sé innrás Hægrifótanna, sem eru illskeyttar geimverur sem NASA hefur reynt að þagga niður alla vitnesku um. Allir vita að það var Hægrifótur sem drap Kennedy, og af hverju haldiði að John McCain sé svona haltur?
Þriðja fótinn rekur á land | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
annars brauð
19.2.2008 | 11:41
Ísraelskur lögmaður sveik bótafé út úr gyðingum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)