Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008

Frábært!!

Úrslitaleikur straks í fyrsta leik, geri aðrir betur. En ætli okkar úrslitaleikur sé ekki frekar leikurinn við Slóvaka, og það er meira að segja leikur sem við eigum smá sjéns að vinna. Sá eini reyndar á þessu móti. Vonum að það gangi upp. Því ekki vinnum við Frakka, Svía, Þjóðverja, Spánverja og sennilega heldur ekki Ungverja. Neðsta sæti í milliriðli og leikur um 11-12.sæti við Dani eða Tékka sem við töpum sennilega líka. En til þess að ná þessum árangri verðum við að vinna okkar úrslitaleik við Slóvaka.
mbl.is „Úrslitaleikur við Íslendinga“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Brotin rökfræði?

11 ára fangelsi ef þú viðurkennir en dauðadómur ef þú neitar? Hmm.. það er víst best að játa á sig vitleysuna þó maður hafi ekkert gert. Getur einhver útskýrt þetta? Kannski vantar einhverjar upplýsingar í þetta hjá mogganum.
mbl.is Látinn laus eftir 21 ár á dauðadeild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ögranir

Það er náttúrulega engin ögrun að hálfu BNA að vera með fyrirferðarmikinn flota á ferð og flugi um persaflóa eins og það sé þeirra eigin pollur, með allt þetta umstang í Írak og Afganistan og sífelldar hótanir í garð Írana. Nei nei, bara hreint eðlilegt fyrir þá allavega. Hvernig getur staðið á því að írönum sé svona í nöp við bandaríkjamenn og stressaðir á þeim? Getur verið að Íran sé algjörlega umkringt af BNA og að BNA fari ekkert í felur með að þeim langar alveg rosalega í smá geim?
Þá er það auðvitað hrein gjöf til bandaríkjmanna að einn íranskur hermaður á lítlum spíttbát segist ætla sökkva einu af herskipum BNA. Þá er loksins hægt að sýna heiminum hverjir eru vondu gæjarnir og kannski hægt að fara í stríð við þessa aumingja.
Ef BNA er svo umhugað um miðausturlönd eins og Condolezza lætur í verðri vaka, ættu þau kannski að átta sig á því að langstærsta og öflugusta ríki miðausturlanda er einmitt Íran og að láta hafa eftir sér að Íran sé "mesta hindrunin í í vegi fyrir því að Miðausturlönd þróist í þá átt sem Bandaríkjastjórn vilji sjá" vitnar um algjört skilningsleysi fyrir samvinnu á alþjóðavettvangi og sýnir hver hugur BNA í rauninni er í málum miðausturlanda; þeim er skítsama um hvað miðausturlandabúum finnst sjálfum og hugsa eingöngu um eigin hagsmuni í þessum heimhluta.

Áfram Condi, kill the bastards!


mbl.is Íranar varaðir við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

12. sæti er gott

Undirbúningur liðsins ber þess merki að metnaðurinn er ekki upp á marga fiskana. Sé hugsað til þess hvað við erum í sterkum riðli má það teljast viðunnandi að komast í milliriðil og lenda kannski í neðsta sæti þar. Ef menn hefðu hug á því að komast eitthvað lengra en það held ég að vanda hefði mátt betur til undirbúnings. Stuttur undirbúningur, með örfáa leiki og þessi einkennilega skipting í A og B-lið sem ég fæ ekki séð neinn annan tilgang með en að stela tíma og orku frá skipuleggjendum og þjálfurum. 12. sæti er gott fyrir þetta lið, 11. sæti þrusugott og 10. sæti gjörsamlega óraunhæft.

Gerum betur næst HSÍ.


mbl.is Alfreð sendir sex leikmenn til Noregs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfri henni að kenna

Nokkuð augljóst að hún beitti mikilli kænsku til þess að láta drepa sig. Sama má reyndar segja um alla stjórnmálamenn sem hafa lent í svipuðum tilræðum. Ótrúlegt að menn hafi ekki séð þetta fyrr og það þarf djarfan mann eins og Musharraf til þess að benda á þetta. Svo vilja menn leita að sökudólgum hér og þar og sjá ekki að hinn raunverulegi sökudólgur er fórnarlambið, sem augljóslega vissi betur. Tilræðismennirnir eru í raun handbendi fórnarlambsins enda lá það alveg í kortunum að ef þeir fengju færi á henni yrðu þeir að drepa hana. Og hvað gerðist; hún gaf þeim dauðafæri og þá er ekki að sökum að spyrja. Ég votta tilræðismönnunum hérmeð mína samúð og vona að aðrir tilræðismenn þurfi ekki að lenda í sömu hremmingum. Niður með fórnarlömbin!
mbl.is „Bhutto bar fulla ábyrgð"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband