Brotin rökfræði?

11 ára fangelsi ef þú viðurkennir en dauðadómur ef þú neitar? Hmm.. það er víst best að játa á sig vitleysuna þó maður hafi ekkert gert. Getur einhver útskýrt þetta? Kannski vantar einhverjar upplýsingar í þetta hjá mogganum.
mbl.is Látinn laus eftir 21 ár á dauðadeild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Efast um að það vanti mikið hjá mogganum þó það sé möguleiki, þetta hljómar bara eins og amerískt réttarríki í hnotskurn.

karl (IP-tala skráð) 8.1.2008 kl. 13:43

2 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

þetta er spurning um stolt og að standa við sannfæringu sína. þú kannast ekki við svoleiðis?

Brjánn Guðjónsson, 8.1.2008 kl. 13:46

3 Smámynd: Jonni

Ég var nú ekki að hugsa um sannfæringu greyið mannsins, heldur afstöðu dómstólanna.

Jonni, 8.1.2008 kl. 14:23

4 identicon

Ef hann hefði samið við ákæruvaldið hefði hann fengið 11 ára dóm, það var um samning að ræða, en fyrst hann neitaði að semja var gengið alla leið og mælt með því að hann fengi dauðadóm..

 Ef hann hefði samið hefði það þýtt 11 ár, en hann tók áhættuna í þeirri von um að verða sýknaður.

 Fullkomlega lógískt, líkt kerfinu hér heima, nema hvað að hann hefði fengið 2 ár þar af 20 mánuði skilorðsbundna, það er íslenskt kerfi í hnotskurn karl.

Jon (IP-tala skráð) 8.1.2008 kl. 14:56

5 Smámynd: Arnþór Guðjón Benediktsson

Þetta er algengt, að brotamanni sé boðið að játa verknaðinn gegn vægari refsingu annars verði farið frammá þyngstu refsingu. Eitthvað hafa þeir haft á hann til að halda honum í öll þessi ár. Ég veit að réttarkerfið í USA er ekki gallalaust en hvaða réttarkerfi er það? Réttarkerfin endurspegla venjulega fólkið í landinu og ekki koma íslendingar sérstaklega vel út í þeirri samlíkingu.

Arnþór Guðjón Benediktsson, 8.1.2008 kl. 17:01

6 Smámynd: Sævar Einarsson

Ef maður er saklaus, á maður þá að játa á sig glæp sem maður framdi ekki bara til að sleppa við dauðadóm og dúsa inni í x mörg ár blásaklaus ? Sem betur fer er réttarfarið hér á Íslandi öðruvísi en í USA, þar í landi kemur líka fyrir að morðingjum og öðrum óþjóðalýð er sleppt vegna þess að sönnunargagna var aflað ólöglega ...

Sævar Einarsson, 8.1.2008 kl. 23:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband