Mikil er skömmin
28.9.2009 | 13:31
Í Sviss er það greinilega mjög slæmur verknaður að handtaka mann fyrir að hafa mök við 13 ára gamla stúlku. Stúlkan hefði mátt vita betur. Og svo þegar allir eru búnir að gleyma þessum mistökum hennar hlaupa menn til handa og fóta Í ÚTLÖNDUM og handtaka greyið manninn sem bara ætlaði að taka við verðlaunum. Ekki reyndar fyrir sama verknað, en samt!
Það vita allir svisslendingar að samvinnuþýða er hinn versti eiginleiki mannskepnunnar og bara hundum sæmandi. Maður hélt nú að árið 2009 væri svona viðbjóðsleg samvinna óhugsandi. Sennilega sjá svisslendingar eftir því að hafa veitt konum atkvæðarétt árið 1980 því samhengið er augljóst.
Svisslendingar skammast sín | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hafa skal það sem sannara reynist. Kosningaréttur kvenna í Sviss gékk í gildi 7. febrúar 1971.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 28.9.2009 kl. 14:09
Það breytir nú allri sögunni, en rétt skal rétt vera. Enn eina ferðina verð ég að éta ofaní mig eigin vitleysu hérna á blogginu. En það geri ég með gleði því betri vitleysa er vandfundin ;-)
Jonni, 28.9.2009 kl. 14:21
fámennur hópur listamanna segir þetta skömm en flestir heiðvirðir Svisslendingar eru stoltir af framgöngu laganna varða sem handtóku nauðgarann. Sama hver maðurinn er þá var hann uppvís á að nauðga barni, ógeðfellt og verðskuldar mikla refsingu
Baldur (IP-tala skráð) 28.9.2009 kl. 14:59
Það er samt alveg óhugnalegt að svona hugsunarháttur viðgangist hjá fræga og fína fólkinu. Það er líkt og reglur og lög eigi ekki við þegar þú ert stjarna.
Það breytir engu þótt liðin séu 30 ár frá því að dómurinn féll, stúlkan er skemmd til lífstíðar og hann hefur ekki fengið viðeigandi refsingu. Hann á ekkert skilið að vera eitthvað stick free af því hann er frábær leikstjóri.! Hann verður bara að taka sig til í andlitinu og bera ábygð á gjörðum sínum!
Sólveig (IP-tala skráð) 28.9.2009 kl. 15:35
Þetta einskorðast ekki við "fámennan hóp listamanna". Það virðist sem ríkisstjórnir Frakklands og Póllands krefjist þess að honum sé sleppt. Ég vitna í Aftenposten sem vitnar í franska utanríkisráðherran;
Avisen siterer den franske utenriksministeren Bernard Kouchner fra et radiointervju, der han sier følgende: "Det er ikke internasjonal rett vi angriper, men måten dette blir gjort på. (...) Denne saken er litt sørgelig, ærlig talt. En mann med et sånt talent, anerkjent i hele verden, anerkjent spesielt i landet som arresterte ham."
Þetta mál er hið ótrúlegasta.
Jonni, 29.9.2009 kl. 00:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.