Óvenjulegt en eðlilegt

Íslensk þjóðstjórn er í upplausn og aðstæður eru vægast sagt óvenjulegar. Við stöndum frammi fyrir stjórnmálalegri ringulreið sem getur orðið þessari þjóð dýrkeypt. Þess vegna er það eðlilegt og æskilegt að forseti gangi skörunglega fram og sýni sig sem verðugur og óflokksbundinn umboðsmaður þjóðarinnar. Mikilvægt er að íslendingar standi á bak við forseta sinn og veiti honum það siðferðislega umboð sem hann þarfnast til þess að sigla þjóðarskútunni í örugga höfn.

Ég skora á fólk að láta gamlar þrætur liggja milli hluta og fylkja liði bak við forseta sinn. Oft er þörf en nú er nauðsyn.


mbl.is „Óvenjulegt frumkvæði“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já er það ekki að "klappstýra" útrásarvíkinganna og fyrverandi stjórnmálaleiðtogi að kenna öðrum siðfræði.  Hans tiltrú er á sama plani eins og á Davíðs og forystu Seðlabankans, Foryrstu bankaeftirlits og stjórnvalda á algjöru núlli.

Já stunt frá þeim bæ eins og að hafna fjölmiðlafrumvarpinu hafa kostað þjóðina dýrt.

Hann ætti í raun að hunskast burtu.  Við þurfum forseta sem hefur tiltrú þjóðarinnar.

Gunnr (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 19:35

2 Smámynd: Jonni

Við höfum bara einn forseta. Við þurfum hann núna. Ef þú vilt öðruvísi forseta skalt þú kjósa þannig forseta næst. Á milli kosninga og sér í lagi núna er nauðsyn að standa við það umboð sem þjóðin hefur veitt honum.

Jonni, 26.1.2009 kl. 19:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband