Ef sendandinn væri Ísrael

Það sem Konungur Sádí-Arabíu er að gera er það sem Ísrael ÆTTI vera búið að gera. Þetta er lykillinn að varanlegum friði. Ég minnist þess ekki að ísraelsk yfirvöld hafi gefið út nokkra yfirlýsingu sem sýnir hina minnstu samúð með saklausum fórnarlömbum "helfarar" þeirra. Það er vegna þess að þeir hafa enga samúð með þeim. Svo einfalt er það og það er einmitt það sem gerir þeim kleyft að stunda þessa helför.

Ef Ísrael viðurkenndi og þyrði að horfast í augu við þær þjáningar sem palestínumenn hafa gengið í gegnum undanfarin 60 ár og tæki sína ábyrgð á þeim væri fyrsta og mikilvægasta skrefið í átt til friðar og fyrirgefningar tekið. Fyrr en þetta gerist mun allt sitja við það sama og allir búa við hrellingar og blóðsúthellingar. Að sama skapi þurfa palestínumenn að skilja hverjar fórnir ísraela hafa verið og taka ábyrgð á þeim.

Þessi helför hefur gert vonir um frið á þessu svæði að atlægi.


mbl.is Gefur milljarð dala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Án þess að vera með ísraelsmönnum þá finnst mér æði skrítið að hamas menn skjóti eldflaugum frá svæðum þar sem börn eru. Þetta eru reynadar sjálfsmorðs sveitar menn og fórna hverju sem er fyirir málstað. Hefur nokkur séð sprengum varpað innan um börn. Ég er bara ekki að ná þessari tölu með börnin en það er agalegt.

Valdimar Samúelsson, 19.1.2009 kl. 13:31

2 Smámynd: Jonni

Ég er alveg sammála því að sé það rétt að Hamas geri þetta vísvitandi er það að sjálfsögðu forkastanlegt og ekki samræmanlegt aðþjóðlegum sáttmálum um hernað. Hins vegar eru þetta fullyrðingar ísraelshers og ber að taka með mikilli varúð. Þeir hafa ekki getað sannað neitt í þessu sambandi og svo er það heldur ekki réttlætanlegt að svara slíkum sáttmálabrotum með enn verri sáttmálabrotum, þ.e. að sprengja saklausa borgara vegna þess að á meðal þeirra er hermaður. Þessu leika ísraelsmenn sér að án þess að blikna.

Svo er það líka annað mál að hvers konar hernað vilja ísraelsmenn eiginlega að palestínumenn stundi? Og hvað halda þeir að komi út úr þessum "aðgerðum"? Ég er hræddur um að við komum til með að sjá miklu verri hluti í framhaldinu.

Jonni, 19.1.2009 kl. 14:01

3 identicon

Óðinn gefi að Ísraelum takist að skipta á Gaza og varanlegum friði. Þeir tóku ræmuna í sex daga stríðinu, arabarnir vilja semja um varanlegann frið gegn því að Ísrael skili herteknu landi úr því stríði. Virðist augljóst að það besta að gera fyrir Ísrael er að skila Egyptalandi Gaza strönd. Það er ekki eins og þeir vilji nýta hana til neins. Nema sem flóttamannabúðir og til heræfinga :(

Tóti (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 19:10

4 Smámynd: Jonni

Þú gleymir gas-auðlindunum sem liggja fyrir utan strendur Gaza á yfirráðasvæði Gaza. Ég er ekki að grínast.

Jonni, 19.1.2009 kl. 19:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband