Rangfærslur mbl

Það eru rangfærslur í þessari grein mbl. Ekki kemur skýrt fram hvort allur tekstinn er þýðing úr Haaretz eða bara hluti af honum, en morgunblaðið hlýtur að bera ritstjórnarlegaábyrgð á innihaldi hans engu að síður. Rangfærslan sem ég vil benda á er sú staðhæfing að Palestínumenn hafi brotið vopnahléið á þeim forsendum að það væri útrunnið. Rétt er að Ísrael hafði brotið skilmála um að þeir skyldu aflétta farbanni og aðflutningi nauðsynja til Gaza. Þetta skapaði neyðarástand á Gaza og ber að jafna við árás á óbreytta borgara. Að auki sendu þeir hermenn inn á svæðið í "aðgerð" sem kostaði 6 palestínumenn lífið þann 5.nóvember. Enn hafði engin skotið neinu skoti að Ísrael.

http://www.guardian.co.uk/world/2008/nov/05/israelandthepalestinians

http://www.timesonline.co.uk/tol/news/world/middle_east/article5089940.ece

 

Þetta "vopnahlé" virtist því bara gilda fyrir palestínumenn og Ísrael virtist að engu bundið af þessu samkomulagi. Í ljósi þessa lýstu palestínumenn vopnahléið ógilt, enda til mikilla ókosta fyrir þá. Það er auðvitað ekki málið "hver skaut fyrst" enda hafa menn skotið taumlaust þarna í bráðum 100 ár. Hins vegar réttlæta ísraelsmenn þau skipulögðu fjöldamorð og stríðsglæpi sem þeir eru núna að framkvæma með þeirri staðhæfingu að Palestínumenn hafi brotið vopnahléið. Það er röksemdafærsla sem er í besta falli röng og einungis hluti af þeim lygavef sem þeir spinna af miklum móð um þessar mundir. Morgunblaðið ber ritstjórnarlega ábyrgð á því efni sem er birt þar. Það er ekki hægt að fela sig á bak við þýðingu úr erlendum fjölmiðlum. Það má benda á að allir fjölmiðlar í Ísrael eru undir ritskoðun um þessar mundir. Allt efni sem varðar Gaza þarf að senda til hersins fyrir birtingu og ekki er hægt að birta efnið fyrr en samþykki fæst frá hernum. Af þessum sökum eru ísraelskir fjölmiðlar frekar lélegur pappír í þessu samhengi. Þetta hlýtur morgunblaðið að vita. Þar hljóta að vinna alvöru blaðamenn sem hægt er að treysta að vinni ekki í þágu einhverra annarlegra afla. Eins og t.d. ísraelska hersins.


mbl.is Ísraelar vilja ótímabundið vopnahlé
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hamas hætti aldrei vopnasmygli eða eldflaugaárásum þannig að þeir stóðu ekki við sinn hlut. Einnig voru þessir 6 Palestínumenn sem voru drepnir að grafa göng inní Ísrael.

Gilbert (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 11:39

2 Smámynd: Páll Jónsson

Ah, svo þau 300 flugskeyti sem skotið var á Ísrael frá lokum vopnahlésins og þar til Ísrael gerði gagnárás voru svar við árásinni 5. nóvember? Ég skil.

Eins mætti spyrja af hverju Morgunblaðið hefur ekki séð sér fært að birta fréttir af opinberum yfirlýsingum Hamas liða um að þeir noti börn og konur sem mannlega skildi (sem krefst tja, 5 mínútna leitar á youtube)?

Og hvað með sífelldar fréttir um að Ísraelar neiti hinum og þessum vopnahléstillögum án þess að minnast á að Hamas neitar þeim vitanlega einnig? Hamas var ekki nefnt á nafn í sambandi við vopnahlé fyrr en fram kom tillaga Egypta sem þeir gátu hugsað sér að samþykkja með nokkrum breytingum, engar fréttir komu sem sagt af endurteknum neitunum þeirra en það fór strax á forsíðu þegar vottaði fyrir einhverri jákvæðni af þeirra hálfu.

Ég er ekki að segja að Mogginn dragi taum Hamas, alls ekki, og ég er sammála þér um að fréttaflutningurinn hérna geti verið frekar villandi. Mig grunar hins vegar að það sé ekki vegna þess að menn séu hlutdrægir... þetta eru bara almennt grunnar fréttir.

Páll Jónsson, 16.1.2009 kl. 11:44

3 identicon

Já hvor er vondi maðurinn, sá sem skýtur flugskeyti frá leikvelli vitandi að skotið verði rakið og skotstaður reiknaður út á 90 sekúndum, eða hinn sem lætur það ekki stoppa sig í að hefna með mótárás?

Tóti (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 11:48

4 Smámynd: Jonni

Þessar upplýsingar sem þú kemur með hér, eru einmitt fullyrðingar ísraelshers. Kannski er eitthvað til í þessu en ég tel fulla ástæðu til þess að taka öllum upplýsingum frá áróðursmeisturum IDF með miklum varnöglum.

Ég er ekki að segja að palestínumenn séu neinir englar sjálfir. En það er kannski óraunhæft að ætlast til þess að þeir hagi sér sem englar gagnvart þeirri meðferð sem þeir lúta af hálfu ísralesmanna.

Ef Ísrael vill binda enda á rakettusendingar má benda þeim á betri aðferðir, því það er nokkuð öruggt að eftir þessi fjöldamorð munu "herskáir" leita allra tækifæra til þess að koma fram hefndum. Segja má að Ísrael hafi framlengt "áskriftina" að áframhaldandi erjum með þessari "aðgerð".

Jonni, 16.1.2009 kl. 11:49

5 Smámynd: Jonni

Páll; ég er sammála þér að fréttaflutningurinn er grunnur og flausturslega unninn. Ég tel ekki að mbl sé í vasanum á IDF. Það er hins vegar ábyrgðarlaust af mbl að þýða fréttir úr erlendum fjölmiðlum gagnrýnislaust.

Svo tel ég heldur ekki að sendingar Hamas eftir að þeir lýstu vopnahléið ógilt hafi verið í þeim eina tilgangi að hefna fyrir aðgerðina 5.nóvember. Heildarsamhegið er stærra og líta verður á aðgerðir Hamas í ljósi skorts á samningsrými gagnvart ísrael. Ísrael hefur ýtt Hamas út í horn þar sem ekkert rými er til annars en örvæntingarfullra tilrauna til þess að skapa sér samningsstöðu. Og það er EINMITT það sem gerðist og það er EINMITT það sem IDF vildi.

Jonni, 16.1.2009 kl. 12:01

6 Smámynd: Páll Jónsson

Tóti: Ég veit ekki hvað þú varst að reyna að draga fram með þessu kommenti en ég treysti mér a.m.k. varla til að setja þann sem svarar árásinni á neitt hærri stall. Ísrael töpuðu í mínum huga mestu af móralskri forystu sinni á Hamas þegar þeim fór að vera sama þótt Hamas notaði mannlega skildi.

Páll Jónsson, 16.1.2009 kl. 12:12

7 Smámynd: Torfi Kristján Stefánsson

Ég sé reyndar ekki að það séu neinar fullyrðingar um að Palestínumenn hafi rofið vopnahléð heldur einungis að þeir hafi talið það vera útrunnið. Flestir eru sammála um að Ísraelar gerður fyrstu árásirnar, þ.e. daginn sem kosningarnar voru í USA.

Mér var að berast þetta skeyti frá Noregi, frá kunningja mínum sem vinnur á hæli fyrir flóttamenn þar sem margir Palestínumenn eru. Einn þeirra er reyndar farinn að vinna þarna enda hefur hann búið í Noregi í mörg ár. Viðbrögð Norðmannsins eru dæmigerð fyrir almenningsálitið í Noregi þessa daganna. Hvernig heldurðu þá að Gazabúar hugsi:

Jeg fikk akkurat vite at foreldrene til Ehab som jeg jobber sammen med, er bombet i småbiter av Israels "arme". Han har hatt fritt i januar måned og jobbet for å få dem over grensen og i sikkerhet ut av Gaza. Det skjedde i går eller i dag, er ikke sikker.

Den satans staten Israel; Guds eget folk - måtte noen radere disse terroristene bort fra jordens overflate en gang for alle. 

Torfi Kristján Stefánsson, 16.1.2009 kl. 12:17

8 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Eg segi fyrir minn hatt að eg er búinn að gefast upp á mogga viðvíkjandi fréttafluttning af umræddu máli.  Það sem maður hefur lært er,  að alls ekkert mark er takndi á fréttaflutningi mogga (en einhverjir munu segja að það séu engin ný tíðindi)

Það verður náttúrulega að hafa í huga að moggi hefur alla tíð stutt framferði Israela.  Fyrst og fremst 3 ástæður.  Í fyrsta lagi tengsl Sjalla við Israel.  Thor Thors lék hlutverk við stofnun ríkisins en í annan stað (og það sem skipti meira máli) er að Mogginn segir bara það sama og US segir viðvíkjandi mál er gera utanlands.  Hefur ekki sjálfstæða skoðun sem kunnugt er.  Í þriðja lagi eru blaðamenn sem skrifa greinarnar sumar augljóslega fylgjandi framferði israela.

Eg er hissa á að moggin skuli nú á upplýsingatímum láta hafa sig í að selflytja propagandaþvælu israela hingað upp.  Mjög hissa.  

Ómar Bjarki Kristjánsson, 16.1.2009 kl. 12:28

9 Smámynd: Jonni

Annað atriði sem ekki er fjallað mikið um er forsendur þær sem lagðar eru til grundvallar nýs vopnahlés. Ísraelar neita að ganga að vopnahléi sem gerir kröfur til þeirra. Hamas neita að ganga að samkomulagi sem setur þá í sömu vonleysisstöðu sem fyrr.

Sko hér er verið að brytja niður Hamas og saklausa borgara í hundruðatali, og ekki hefur fallið nokkur ísraeli fyrir hönd Hamas í langan tíma. Samt neita þeir vopnahléstillögum. Af hverju? Hvers vegna segja ekki fjölmiðlar frá því?

Jonni, 16.1.2009 kl. 12:30

10 identicon

Álit mitt á ísraelsher og stjórnvöldum for niður á soldið lágt plan þegar ég las fréttir um notkun DIME sprengja sem eru í raun míni kjarnorkusprengjur.

http://blogs.creativeloafing.com/politicalwhore/2009/01/14/is-israel-using-two-illegal-weapons-in-gaza-assault/

Ég er ekki að bera blak af neinum, þetta er viðbjóður á alla kannta og báðir aðilar hafa slæman málsstað, Hamas fyrir að kalla yfir sig árásir til að fá ljósmyndir af sundursprengdum börnum í áróðursstríði, Ísrael fyrir að láta það eftir þeim.

Tóti (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 12:36

11 Smámynd: Páll Jónsson

Torfi: Svo kunningi þinn mælir fyrir um útrýmingu milljónaríkis vegna þess að þeir hafa fellt 600 saklausa borgara í hernaðaraðgerð?

Ég er hreinlega ekki viss um að það sé með nokkru móti verjanleg afstaða. Burtséð frá því að Bandaríkin, Bretland, Sri Lanka og stór hluti Afríkuríkja myndu falla á sama prófi. 

Síðan á hádegi í gær hafa fleiri en það látist úr eyðni í Suður-Afríku einni saman og er frumstæðum viðhorfum ríkisstjórnar landsins þar um að kenna að miklu leyti. Fjöldamorðin leynast víða.

Páll Jónsson, 16.1.2009 kl. 12:40

12 Smámynd: Páll Jónsson

Ísraelar neita að ganga að vopnahléi sem gerir Hamas kleift að endurvígbúast - Hamas neitar að ganga að vopnahléi sem gerir þeim ókleift að endurvígbúast.

Páll Jónsson, 16.1.2009 kl. 12:43

13 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Einmitt.  Israel ætlar bara að halda áfram að sjúga blóðið hægt og rólega úr gaza búum (þe. ef þeir fást til að lítillæti sýnu að hætta að fjölhryjuverkamyrða þá.

Þeir ætla að gea það blósugurnar.

Held nefnilega að þeir ætli að hluta gaza í sundur (sviðað og vesturbakkann.)

Búa til minni gettó til að bóðsugustarfið verði fljótlegra og þægilegra.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 16.1.2009 kl. 12:53

14 Smámynd: Jonni

Það er rétt Páll að fjöldamorðin leynast víðar en í Ísrael og eru með mörgum hætti. En fá fjöldamorð eru jafn skipulögð og "vel" framkvæmd og þau sem eru gerð í nafni þjóðaröryggis Ísrael. Og það er það sem við erum að ræða hér. Ekki alnæmi í Suður Afríku.

Ég fæ hroll við þá tilhugsun að þetta geðsjúka ríki, sem Ísrael í réttri raun er, hafi yfir að ráða meira en 200 kjarnorkusprengjum.

Jonni, 16.1.2009 kl. 12:54

15 Smámynd: Torfi Kristján Stefánsson

Baggalútur er með bestu lausnina á málinu. Má ekki segja að þar sem sé málið úr sögunni því stuðningurinn við Ísrael í hinum kristna heimi byggist jú á hinni biblíulegu mýtu að Ísraelar séu guðs útvalda þjóð?:

Guð Almáttugur, skapari, hefur sagt skilið við Ísraelsmenn sem sína útvöldu þjóð, frá og með hádegi á morgun. Ástæðuna segir Guð einfaldlega þá að Ísraelsstjórn sé einfaldlega skipuð „of miklum fábjánum“ fyrir sinn smekk.

Segist hann þegar hafa fundið sér nýja skjólstæðinga, enga aðra en Færeyinga, sem hann telur afar ólíklegt að verði til mikilla vandræða næstu árþúsundin. Auk þess séu eyjaskeggjar „ofsalega trúaðir og meðfærilegir“ – en þó „á góðan hátt“.

Þrátt fyrir þessa ákvörðun Guðs segist hann enn mjög mikill aðdáandi Woody Allen.

Torfi Kristján Stefánsson, 16.1.2009 kl. 13:54

16 Smámynd: Jonni

Ágætis tilraun hjá Baggalút, en ég er ansi hræddur um að ísraelsmenn myndu ekki una svo vel við þetta. Hætt er við að Færeyingar væru í mikilli hættu.

Það kom annars spámaður til þeirra gyðinga með ný skilaboð frá Guði fyrir rétt um 2000 árum, en þeim þótti engin ástæða til þess að taka mark á því, frekar en nokkru öðru sem við þá er sagt svona annars. Ég er viss umað þótt gervallt mannkyn stæði við landamærin og öskraði á þá að nú sé nóg komið þá myndu þeir ekki kippa sér neitt upp við það og kalla það áróðursbrellu.

Jonni, 16.1.2009 kl. 14:04

17 identicon

Við megum heldur ekki gleyma að takmark og opinber yfirlýsing Hamas er að eyða Ísrael og öllum gyðingum, óháð hversu mikið land ísraelar skila palistínumönnum. Besta lausnin væri að sjálfsögðu að palistínumenn sjálfir uppræti Hamas, þangað til verða ísraelsmenn víst að gera það sjálfir.

Brynjar (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 14:11

18 Smámynd: Jonni

Það er nú ekki takmark Hamas að eyða öllum gyðingum. Það er misskilningur. Hamas viðurkennir ekki Ísraelsríki. Svo má ekki gleyma því að Hamas er óskilgetið barn zíonistanna. Illa upp alið og ástlaust. Er ekki kominn tími til þess að þeir gangist við faðerninu?

Jonni, 16.1.2009 kl. 14:17

19 identicon

Ég sem hélt að Hamas væri velskilgreint barn Allah, en Allah hefur á stefnuskránni (kóran) að eyða öllum gyðingum hvar sem til þeirra finnst. Kynntu þér hvað Hamasmenn kalla til gyðinga þegar þeir gera árásir, til að minna þá á daginn sem Múhameð hjó á háls 900 gyðinga, og seldi konur og börn í þrælahald og vændi árið 629.

Brynjar (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 14:29

20 Smámynd: Jonni

Ég ætla nú ekkert að fara í varnir fyrir Múhammeð, en þetta með útrýmingastefnu múslima gagnvart gyðingum þarft þú nú aðeins að kynna þér betur. Gyðingar hafa löngum staðið í þakklæti til múslima fyrir að skjóta yfir þá skjólshúsi á meðan ofsóknum kristinna öfgamanna á hendur gyðingum stóð yfir.

Múhammeð var mjög hrifinn af gyðingum annars og því sem stóð í gamla testamentinu. Hans aðal innspírasjón reyndar fyrir utan raddir í höfðinu.

Jonni, 16.1.2009 kl. 14:43

21 identicon

Nákvæmlega, ætlaði að fara að skrifa það. Íslam, kristni og gyðingdómur eru kölluð systurnar þrjár, eiga sameiginlega alla goðafræði frá Adam til Móses, svo skilja leiðir ca. 2000 árum síðan. Trúarbrögðin eru semsagt í megin atriðum sammála um hver guðinn er og hvað hann heitir en greinir þannig á um að múhameðstrúarmenn segja Jesú hafa verið spámaður en svo komn annar honum meiri sem hét Múhameð, upplærður af Gabríel erkiengil fyrir hönd guðs. Kristnir segja Jesú ekki spámann heldur son guðs eingetinn sem guð leyfði mönnum að pynnta og drepa svo hann þyrfti ekki að eyða mannkyni með nýju syndaflóði (hvernig sem það meikar sens) og svo eru það gyðingar sem segja son guðs ekki enn kominn fram, bíða ennþá.

Þetta eru semsagt frændvíg, frændur eru frændum verstir, mikið til í því greinilega.

Tóti (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 16:43

22 Smámynd: Páll Jónsson

Jonni: Ég lái nú ekki gyðingum það að taka ekki mark á hinum nýja spámanni, meðal yndislegra hluta sem hann boðaði ber m.a. að nefna endalausar kvalir í helvíti fyrir þá sem ekki eru honum að skapi... M.a.s. hinum refsiglaða Drottni gamla testamentisins datt þvílík grimmd ekki í hug.

Páll Jónsson, 16.1.2009 kl. 17:58

23 Smámynd: Páll Jónsson

Og Jonni: Það er fremur hæpið að segja annað en að eyðing Ísraels sé takmark Hamas.

Ég hvet menn til að lesa þó ekki sé nema útdráttinn efst í skjalinu. 

Páll Jónsson, 16.1.2009 kl. 18:06

24 identicon

Hvurslags vitleysa er þetta í þér brynjar Kóraninn leyfir ekki morð og/eða níðingar (annað en biblían).

Það fyrsta sem kóraninn segir er að menn eigi að leita sér þekkingar, læra.
og Kóraninn kennir að menn eigi að umbera aðra trú (annað en biblían(sem segir alla vera heiðingja).

Þegar múhammeð breyddi út íslam og hanns herir hertóku hin og þessi smá og borgríki.  Þá leyfðu þeir ALLTAF innra kerfi þeirra landa og borga halda sér, ef menn voru með einhverja aðra trú en íslam, þá var það bara þeirra mál, og máttu þeir iðka sína trú í friði.

Og bara svo að við höfum það á hreinu með Hamas, að þeir voru nánast byggðir upp af Mossad (leyniþjónusta ísraels) þegar plo var sem sterkast.
Það var gert til að reyna að brjóta niður samstöðu palestínumanna, því að það var farið að þrengja full óþægilega að Síonistunum.
Og Hamas hafa gert meira en að vera "hryðjuverkamenn" þeir hafa byggt upp skóla, sjúkrahús verið með hin ýmislegu góðgerðarstörf og margt fleira.
Menn verða að taka niður þykku U$A síonistagleraugun og horfa aðeins í kringum sig annað slagið.

Jón Ingi (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 20:23

25 identicon

Svo vil ég mæla með einni skemmtilegri æfingu, farið á fréttamiðil sem hefur slóð pr355tv punktur 1r (tölustafir lesist sem bókstafir líkastir þeim) og segið eitthvað sniðugt, sjáið hversu lengi sumt fær að hanga inni og annað ritskoðað burt af einhverjum þarna í persalandi ! :)

Tóti (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 20:33

26 identicon

Mæli með að mæla og taka svo afrit hjá w3bc1t4t10n punktur 0rg strax á eftir, bera saman aðeins seinna.

Tóti (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 20:35

27 Smámynd: Páll Jónsson

Jón Ingi: Hættu þessu síonistakjaftæði, má ekkert segja annað en "Hamas eru frelsishetjur" án þess að vera sakaður um að vera innvolveraður í alheimsgyðingasamsæri?

Páll Jónsson, 16.1.2009 kl. 20:50

28 identicon

Semsagt voru þá þeir sem börðust á móti hernámi nazista í seinni heimsstyrjöldinni Hryðjuverkamenn.

Rífðu U$A leppana eða  Júðagleraugun í burt.
Finnst þér virkilega allt í lagi að þeir fari með oforsi um miðausturlönd taki land af kúgaðri þjóð og segja það vera í "öryggisskini" og byrja svo að nema land þar.   Ha? ... finnst þér virkilega allt í lagi.

Það er einmitt svona ferkanntað lið eins og þú sem fær mann til að verða reiðann.

Jón Ingi (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 21:32

29 Smámynd: Páll Jónsson

Kallinn minn, mér finnst engan veginn í lagi það sem Ísraelar eru að gera, ekki á nokkurn hátt. Eins og ég hef sagt áður, ég hef alltaf haft mikla samúð með Ísrael og mikla fyrirlitningu á Hamas, sérstaklega notkun þeirra á mannlegum skjöldum (sem er ekki leyndarmál, þetta viðurkenna þeir blákalt í viðtölum á Al Jazeera).

En samúð mín með Ísrael hverfur þegar þeir segja "ok, þeir eru með mannlega skildi og við erum búnir að fá nóg, sprengjum þá samt".

Öll mórölsk forysta sem Ísrael hafði hvarf þegar þeir fóru að skjóta þá samt.

Eins og staðan er í dag þá virðist ein skotárás frá Hamas réttlæta allt. Þegar Ísraelar ákváðu að skjóta bara samt á skólana og neyðarbyrgin þá hvarf mín samúð frekar fljótt.

Fyrirlitning mín á Hamas er nánast botnlaus. En virðing mín fyrir Ísraelskum hermönnum sem eru reiðubúnir að svara skotárás frá skóla með sprengjuárás úr flugvél? Engin.

Ekki nokkur. Þetta er óréttlætanlegt með öllu, þetta er hrikalegt og það var rétt hjá utanríkisþjónustunni að afþakka komu ráðherrans hingað. Það er engin spurning.

Ég taldi mig (og tel mig enn, innst inni) vera vinstrimann. Mér verður óglatt þegar ég sé stuðninginn við viðbjóðinn í Hamas vaða uppi hér á landi. En gagnaðilinn virðist gera sitt besta til að tapa mínum stuðningi og þeim gengur bara vel. 

En orðalag eins og "júðagleraugun" hljómar frekar rasískt. Það sem vantar er alvöru vinstriflokkur. Ekki svona kjaftæði.

Páll Jónsson, 17.1.2009 kl. 02:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband