Getur einhver útskýrt þetta?
18.12.2008 | 00:43
Ég verð að viðurkenna að þessi FIFA-listi er skilningi mínum ofvaxinn. Fyrir þennan lista hefur íslenska landsliðið leikið einn landsleik; gegn Möltu á útivelli. Þann leik vann Ísland með einu marki. Árangurinn á þessum lista eru 2 stig í mínus, sem gefur fall um eitt sæti þar sem Líbýa skaust upp fyrir Ísland. Sem lék ENGANN leik í Nóvember. Og tapaði sínum eina leik leiknum í október; gegn Gabón.
Það má bæta því við að Malta, sem við unnum á útivelli fyrir þennan lista, tapaði einnig 2 stigum í nóvember, enda léku þeir ekki aðra leiki. Kannski ef þessi leikur hefði ekki verið leikinn hefði þetta komið mun betur út fyrir bæði Ísland og Möltu. Bæði liðin töpuðu 2 stigum. Reyndar hoppaði Malta upp um 3 sæti en það var nú ekki þeim að kenna.
Þetta eru skrýtnar reiknikúnstir. Kannski er hægt að fá reiknisnillinga FIFA í seðlabankann. Það eru nokkur erfið reiknistykki þar sem þurfa sérmeðferð.
Ísland niður um eitt sæti á heimslista FIFA | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.