Haukur í sauðargæru
4.3.2008 | 13:13
Það sem Condi talar ekki um í þessu sambandi er hvert sé hlutverk BNA í þessu ferli. Hér er athyglisverð grein i Vanity Fair um leynileg plön BNA-stjórnar í Palestínu og hvernig þessi plön hafa gert ástandið mun verra en efni stóðu til;http://www.vanityfair.com/politics/features/2008/04/gaza200804?currentPage=1
Athyglisvert er tilvitnun í fyrrverandi ráðgjafa Dick Cheney í málefnum miðausturlanda, David Wurmser;There is a stunning disconnect between the presidents call for Middle East democracy and this policy, he says. It directly contradicts it.
David Wurmser sagði upp starfi sínu í mótmælaskyni og er reyndar ekki sá fyrsti meðal starfsmanna Hvíta Hússins sem gerir það á undanförnum misserum. Hann segir vera mikinn ágreining innan stjórnar BNA og ásakar forsetann um hræsni. Sjá einnig; http://www.aftenposten.no/nyheter/uriks/article2291927.ece
Það má gera ráð fyrir því að það detti fleiri beinagrindur út úr skápnum á komandi árum. Það verður spennandi að sjá hverjir eftirmálarnir af stjórnarbrögðum stríðshaukanna verða.
Hamas heldur friðarferlinu í gíslingu" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég persónulega held að "haukarnir" séu ekki að fara neitt og ætla að gerast svo djarfur að spá því að það verði framkvæmt nýtt hryðjuverk í Bandaríkjunum einhverntímann á árinu áður en gengið verður til kosninga, herlög verða sett og kosningum frestað um óákveðinn tíma þannig að Blóð-Busi mun sitja áfram um sinn, heimsmarkaðskreppa og hrun millistéttarinnar sem mun missa allt sitt með tilheyrandi ólgu(þá komast FEMA fangabúðirnar 800 í gagnið), ráðist inn í Íran...
Vonandi þarf ég að éta þetta allt ofaní mig aftur eftir nokkra mánuði...og skal glaður gera það ef rangt reynist, þetta er ekki atburðarás sem mig langar að horfa uppá.
Georg P Sveinbjörnsson, 4.3.2008 kl. 13:49
Já ég vona það nú líka með þér. Reyndar er kominn tími á að þeir geri eitthvað stönt, því það þarf að viðhalda ógninni og hræðslunni. Mér finnst líklegt að eitthvað gerist fyrir kosningar, eitthvað sem geti tryggt McCain sigur í kosningum. Það á sér stað mikill bardagi innanhúss í Hvíta húsinu og allt eins getur þetta ráðabrugg haukanna verið komið í ráðaþrot nú þegar. Við sjáum hvað setur.
Jonni, 4.3.2008 kl. 13:56
Úff, hvað ég vona að Georg hafi rangt fyrir sér!
Greta Björg Úlfsdóttir, 4.3.2008 kl. 22:33
Set tengil hér á síðu með þýðingu á vídeói sem nú er búið að taka út.
Greta Björg Úlfsdóttir, 4.3.2008 kl. 22:57
Já, þeir vilja ekki að alltof margir séu að sjá þennan hrylling Gréta.
Georg P Sveinbjörnsson, 7.3.2008 kl. 01:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.