Góðar fréttir
3.3.2008 | 09:34
Þetta held ég að megi flokkast sem besta frétt frá Íslandi í mörg herrans ár. Ég vona að þetta brjóti í bága við glæpsamlegt viðskiptabann BNA gegn Íran, því það myndi sýna sjálfstæði Íslands í verki og að sjálfstraust íslenskra ráðamanna til þess gera rétta hlutinn sé á sínum stað.
Íran er stórt og mikið land, með náttúruauðlindir á hverju strái og íranska þjóðin er er stolt og ráðgott fólk með langa og ríka sögu. Við íslendingar erum heldur ekki lausir við kosti og enginn vafi er á því að samtarf milli þessara þjóða yrði báðum farsælt.
Stríðsæsingarprógramm BNA undanfarin ár og stefna þeirra gegn Íran síðan 1979 (eða á ég að segja 1953?) er hreinasta skömm og hefur haft afar slæmar afleiðingar fyrir írönsku þjóðina og ekki verið til þess fallið að koma á friði í mið-austurlöndum. Sumir halda því fram að BNA hafi ekki áhuga á því að skapa frið í mið-austurlöndum og sjá má öll merki um að það sé í raun stefna BNA að viðhalda stríðsástandi á þessu svæði.
Þar sem BNA bregðast algerlega sínu hlutverki sem "góði hirðinn" og stuðla að friði og farsæld þurfa aðrar þjóðir að gera það sem í þeirra valdi stendur til þess að vinna þessu málefni vegs og virðingar. Það gera íslendingar í þessu máli. Það er kominn tími til þess að íslendingar taki sjálfstæðar ákvarðanir í utanríkismálum sem og innanríkismálum og gerist ábyrg og fullorðin þjóð meðal þjóða. Auðvitað erum við lítil þjóð og takmarkað hversu miklu við fáum áorkað í heimsmálum en það getur samt ekki verið tylliástæða til þess að vera strámenn stórvelda.
Það er margt sem bendir til þess að "endurreisn" íslam sé í Íran. Endurreisn, í þessu sambandi, gefur að skilja með sama hætti og endurreisn kristinna trúarbragða. Það er nokkuð augljóst fyrir okkur sem sjáum íslam með augum vesturlandabúa að Íslam eru trúarbrögð sem eru á vegamótum og þarfnast sinnar endurreisnar hvað varðar stöðu trúarinnar gagnvart stjórnkerfi, lýðræði, mannréttindum og þar fram eftir götunum.
Þótt einstefnulegur fréttaflutningur undanfarin misseri gefi ekki slíkt til kynna, er vakstarbroddur endurreisnar-íslam í Íran. Íran er frá fornu fari menntaþjóð og er ekki byggt á ættflokkaskipulagi sem er tilfellið í arabalöndum. Það er öfl í Íran sem vinna að endurskoðun trúarstöðunnar og ef heimurinn getur álpast til þess að skilja þau ferli sem eru í gangi í Íran er hægt að stuðla að verulegri nútímavæðingu Íslam. Þetta yrði heimi öllum farsælt, en því miður virðist svo vera að stjórn BNA og þeirra bandamenn vilji ekki að þetta gerist. Þeirra svar er að halda heimi í hers höndum og einmitt að hindra að Íslam nái að þróast. Þess vegna eru t.d. Saudi Arabar þeirra bestu vinir og enginn hefur fett fingur út í þeirra forneskjulegu stjórnskipan.
Til hamingju Ísland.
Íran fagnar auknum samskiptum við Ísland | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég fagna þessum fréttum, afskaplega gleðilegar.
Rétt sem þú segir að Íran sé ekki byggt á ættflokkaskipulagi eins og hjá Aröbum, enda Íranir Persar :)
Spurning hvort Shita trú Írana gæti orðið nútímavæðingu Islam einhver fjötur um fót í Súnní nágrannalöndunum? Þekki málið ekki nógu vel...
Sveinn (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 10:21
Er ekki í lagi með þig??? Veistu ekki að Íransstjórn viðhefur viðbjóðslegar refsingar á þegnum sínum, t.d. það eitt að vera hommi er dauðarefsing þar í landi.
Konur eru grýttar opinberlega fyrir ætlaðar sakir eins og framhjáhald.
Íransstjórn viðhefur almennt sér mannréttindabrot eins og pyntingar og framkvæmir líkamlegar refsingar á fólki.
Að jafnrétti kynjana þekkist ekki í Íran.
Að dauðarefsing liggur við því að skipta um trú í Íran og að afneita Íslam.
Íran hefur opinberlega þá stefnu að Holocaust gegn Gyðingum hefur aldrei átt sér stað.
Opinber stefna Írans eru að þurrka eigi Ísrael af yfirborði Jarðar með manni og mús og þar með að drepa þær 7 mio. gyðinga sem þar búa. Þar með bætti Íransstjórn um betur "afrek" Nazista í seinni heimstyrjöldinni þegar þeir myrtu 6 mio. gyðinga, (sem Íransstjórn afneitar að átt hafi sér stað).
Örlygur Jóhannesson (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 10:33
Það er rétt að innan íslam greinast tráurbrögðin í mismunandi "skóla". Stærstu hóparnir eru shia (sem er sú túlkun sem er iðkuð í Íran og víðar) og sunní (arabalönd að mestu leiti). Þetta er gömul skipting og endurtúlkun meðal shía-múslima skilar sér ekkert endilega til sunní. Ég held þó að ef endurtúlkun eigi sér stað í Íran muni það ýta af stað breytingum sem á endanum muni skila sér með einhverju móti meðal annarra múslima. Einhverstaðar þarf þetta að byrja.
Jonni, 3.3.2008 kl. 10:34
Rétt er það Jonni.
Auðvitað er ástand mannréttinda vægast sagt bágborið í þessum heimshluta, en það er enginn bættari ef vioð snúum við þessum þjóðum bakinu því þá munu þær aldrei komast á sama stig og Vesturlönd hafa náð.
Sveinn (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 10:52
Vissulega er ástand mannréttinda í Íran ekki gott, allavega ef miðað við okkur. En ef við förum aðeins að horfa á söguna þá er ekki mikið meira en 20 ár síðan hommar urðu fyrir aðkasti almennings hér á Íslandi, fyrir 40-50 árum síðan máttu konur varla fara út á vinnumarkaðinn heldur áttu þær að vera heima og gæta bús og barna. Það hefur ekki verið almennilegt trúfrelsi á Íslandi í mikið meira en örfáa áratugi. Ef maður horfir svo lengra aftur þá má sjá svæsnari dæmi. Það er hæpið að dæma allan heiminn út frá okkar sjónarhorni þar sem mismunandi ríki hafa mismunandi venjur og sögu.
Gestur Pálsson (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 11:52
Örlygur; dæmið ekki manninn af klæðunum segir einhverstaðar. Að sama skapi finnst mér að ekki eigi að dæma Íran út frá fréttaflutningi undanfarinna missera, því sá fréttaflutningur er að miklu markaður af ásetningi BNA til þess að skapa sér grundvöll til þess að fara í stríð við Íran.
Rétt skal það vera að mannréttindastefnu stjórnvalda í Íran er mörgu áfátt en ef skoðað er undir yfirborðið á þeim fréttum sem okkur eru bornar kemur í ljós mun margflóknari veruleiki en það öfgasamfélag sem oft er látið liggja að. Þess vegna er það réttur og sterkur leikur að hálfu íslenskra stjórnvalda að skeyta engu stríðsæsing og tala frekar við Íran um uppbyggilega hluti, nokkuð sem þeir hafa miklu meiri áhuga á og kost af en t.d. BNA.
Það er ekki rétt með farið að Íran vilji þurrka Ísrael af yfirborði jarðar og heldur ekki að þeir afneiti því að Holocaust hafi átt sér stað. Hins vegar viðurkennir ekki Íran Ísrael (réttilega að mínu mati eins og staðan er) og rétt er að forseti Íran (sem fer oft með sitt eigin persónulegu skoðun í fjölmiðla) hefur sett fram efasemdir um að holocaust hafi verið eins og gyðingar halda fram. Þetta hefur hann gert, held ég, vegna þeirrar þráhyggju Ísraela að nota Holocaust sem siðferðislegt verkfæri til þess að níðast á andstæðingum sínum. Það er marg sem sýnir að Ísrael ýkir Holocaust í þessum tilgangi. Það er virðingarleysi við þá gyðinga sem fórnuðu lífi sínu í Holocaust að misnota söguna með þessum hætti.
Jonni, 3.3.2008 kl. 12:05
Hér má lesa um "afneitun" Írana á Holocaust. Eins og sjá er þetta ekki opinber stefna Írans og eins er það að teygja það frekar langt að fullyrða að Ahmadinejad afneiti Holocaust. Það er æsingur að gera slíkt.
http://en.wikipedia.org/wiki/Holocaust_denial#Iranian_President_Ahmadinejad
Jonni, 3.3.2008 kl. 12:28
Ég held að Íran sé þrátt fyrir allt með opnari múslimalöndum. Persneskar konur eru til dæmis ekki neyddar til að bara í tásíðum búrkum, tja, allavega ekki í stærri borgum.
Hvað heitir hún aftur þessi íslenska sem býr/bjó í Íran og bloggaði um land og þjóð?
Sveinn (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 13:30
Ég verð nú að viðurkenna að ég hef ekki rekist á hana, en ef einhver veit um hana væri gaman að lesa hennar skrif.
Jonni, 3.3.2008 kl. 13:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.