Ögranir

Það er náttúrulega engin ögrun að hálfu BNA að vera með fyrirferðarmikinn flota á ferð og flugi um persaflóa eins og það sé þeirra eigin pollur, með allt þetta umstang í Írak og Afganistan og sífelldar hótanir í garð Írana. Nei nei, bara hreint eðlilegt fyrir þá allavega. Hvernig getur staðið á því að írönum sé svona í nöp við bandaríkjamenn og stressaðir á þeim? Getur verið að Íran sé algjörlega umkringt af BNA og að BNA fari ekkert í felur með að þeim langar alveg rosalega í smá geim?
Þá er það auðvitað hrein gjöf til bandaríkjmanna að einn íranskur hermaður á lítlum spíttbát segist ætla sökkva einu af herskipum BNA. Þá er loksins hægt að sýna heiminum hverjir eru vondu gæjarnir og kannski hægt að fara í stríð við þessa aumingja.
Ef BNA er svo umhugað um miðausturlönd eins og Condolezza lætur í verðri vaka, ættu þau kannski að átta sig á því að langstærsta og öflugusta ríki miðausturlanda er einmitt Íran og að láta hafa eftir sér að Íran sé "mesta hindrunin í í vegi fyrir því að Miðausturlönd þróist í þá átt sem Bandaríkjastjórn vilji sjá" vitnar um algjört skilningsleysi fyrir samvinnu á alþjóðavettvangi og sýnir hver hugur BNA í rauninni er í málum miðausturlanda; þeim er skítsama um hvað miðausturlandabúum finnst sjálfum og hugsa eingöngu um eigin hagsmuni í þessum heimhluta.

Áfram Condi, kill the bastards!


mbl.is Íranar varaðir við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fari þeir til helvítis, Georg "blóðþyrsti" Bush, Condoleeza Rice, og hvað þeir nú allir heita þeir stjórnmálamenn sem hrundu þessu af stað blindir á allt annað en áhrif og völd, lamaðir af ótta við Islam. Einnig á fyrrverandi Ríkisstjórn Íslands að skammast sín fyrir hlutskipti sitt 2001. Öll þau kurl sem þar leynast, og flokkast í dag sem ríkisleyndarmál, hafa svo sannarlega ekki komið til grafar. En vindurinn hvíslar þeim í gegnum þykka veggi seðlabankans og annara stofnana sem koma skríðandi á 4ra á ára fresti og óska sér atkvæða, með loforðum um betri tíð. Snúa sér svo undan þegar imprað er á ábyrgð þeirra, og treysta á gleymsku þjóðarinnar í flestu sem þeir hafa tekið sér fyrir hendur. Því miður fyrir þá, dýrið er dautt, og ljósið þola þeir ekki.

Blessuð séu USA (IP-tala skráð) 8.1.2008 kl. 10:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband