Glæsilegt
31.3.2010 | 10:00
Glæsilegur árangur, en samt töluverður spölur upp til Kýpverja (70. sæti), sem eru okkar helstu andstæðingar í undankeppni EM. Raunhæf markmið landsliðsins eru að verða fyrir ofan kýpur í riðlinum og gott má vera ef það tekst. Ekki myndi skaða ef okkur tækist að stela stigi af af stóru strákunum en ekki má stressa strákana of mikið á því. Mikilvægt að koma með reisn úr þessu dæmi og ekki þeirri skömm að halda að við séum eitthvað númer á þessum vettvangi og tapa svo öllum leikjunum með glans. Sannleikurinn er sá að FIFA-listinn setur okkur í langsíðasta sætið og þættu það stórmerki að okkur tækist að hnika því.
ÁFRAM ÍSLAND!!
Ísland í 90. sæti á lista FIFA | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.