Ástandið í hnotskurn
23.3.2010 | 07:42
Þessi uppákoma er ekkert annað en grátbrosleg úr mikilli fjarlægð en að sjálfsögðu tragísk eins og allt annað sem gerist á þessum stað. Ísraelar gráir fyrir járnum að skjóta hvorn annan í fáti og fumi, þrír aumir og atvinnulausir palestínumenn að reyna að stelast í hlaupavinnu.
Einhvernveginn sé ég það ekki fyrir mér að þetta ástand á þessu fólki eigi nokkurn tíman eftir að breytast. Eftir fimmtíu ár verður þetta nákvæmlega eins. Ísraelsmenn verða auðvitað búnir að finna upp allskonar undratæki sem gera palestínumönnum lífið leitt og palestínumenn finna margar leiðir til þess að eyðileggja þessi tæki og kannski hrella almenna borgara í Ísrael (sem munu vera jafn ofstækisfullir í sínum skoðunum á því hvernig taka beri á þessum palestínumönnum).
Eftir fimmtíu ár munum við lesa nákvæmlega sömu fréttina. Ekki koma svo og segja að ég hafi ekki varað ykkur við.
Skutu ísraelskan hermann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.