Færsluflokkur: Bloggar
Endlosung
28.4.2008 | 07:47
![]() |
Fjögur börn létust í árás Ísraelshers |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hóprefsingar
24.4.2008 | 13:14
Hóprefsingar ísraelsmanna eru kolólöglegar samkvæmt Genfarsáttmála og öðrum mannréttindasáttmálum og ekki síst stríða aðgerðir þeirra gegn almennri siðgæðisvitund heimsins. Það er alveg sama þótt andstæðingar þeirra búi til heimatilbúnar sprengjur; ekkert getur réttlætt það að halda heilli þjóð í gíslingu og reyna að hrella líftóruna úr henni.
Önnur hóprefsing er útganga nokkurra þjóða af þessum fundi öryggisráðsins, á forsendum þess að fulltrúi Líbíu hafi sagt eitthvað sem þeir eru ósammála. Þar með var ekki hægt að ræða þetta mál, og ber að líta á það sem framlengingu á hóprefsingum ísraela á palestínumönnum. Þetta er alger skömm og hreinasta svívirða.
![]() |
Hætta hjálparstarfi á Gaza |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Refurinn og ungar hans
18.4.2008 | 11:06
![]() |
Ísraelsher í aðgerðum í Nablus |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Landbúnað, ekki álver
15.4.2008 | 13:48
![]() |
Reikna með Helguvíkurálveri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Ástæðan
15.4.2008 | 10:21
ég skil ekki af hverju mbl getur ekki nefnt ástæðuna fyrir þessum uppsögnum. Það er skilmerkilega gert grein fyrir þessu í Dagens Næringsliv; ástæðan er að Kaupþing hefur tekið af starfsfólki bónuspott og eitthvað var víst ekki í lagi með hvernig var gengið að því máli. Þessvegna hafa háttsettir starfsmenn í Kaupþingi í Noregi sagt upp.
Eru blaðamenn morgunblaðsins svona latir eða er þetta bara vegna þess að þeir hafa ekki tíma til þess að sinna fréttaflutningi almennilega?
![]() |
Fleiri segja upp hjá Kaupþingi í Noregi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eitt er lausahestar
14.4.2008 | 13:24
![]() |
Lausir hestar skapa mikla hættu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Matarskortskreppan
14.4.2008 | 12:08
Það hefur mikið borið á fregnum undanfarið tengdum síhækkandi matverði á heimsmarkaði og tiltakandi matvælaskorti í mismunandi heimshlutum. Í pakistan hefur herinn verið settur til þess að standa vörð um hrísgrjónalagera og í Taílandi hefur borið á því að hrísgrjónaakrar sé hreinsaðir að nóttu til af ræningjum. Þar er nú bannað að aka landbúnaðarvélum um vegi að nóttu til þess að stemma stigu við þessu. Verð á hrísgrjónum hefur tvöfaldast á undanförnum þremur mánuðum óg ekkert útlit fyrir að þessi þróun stöðvist. Indland hefur lokað að mestu fyrir útflutning á hrísgrjónum og ekkert er sennilegra en að sá útflutningur sé úr sögunni. Þessi geysilega verðaukning á hrísgrjónum er eflaust óþægileg fyrir flesta neytendur í heiminum, en ekki sambærileg fyrir þann hluta heimsins sem vart hefur í sig og á. Þetta fólk er nú í verulegum vandræðum með að komast yfir nóg af matvörum til þess að lifa af og staða þess mun versna á næstu mánuðum. Ef ekki verður brugðist við þessu straks og með fullri alvöru munu vafalaust ófáar milljónir manns deyja hungurdauða. Fljótlega.
Í suður ameríku hefur verð á korni og maís tvöfaldast og frá Haiti berast fréttir af óeirðum og fjöldamótmælum. Samkeppni eldsneytisframleiðenda (framleiðsla á lífrænu eldsneyti) við matvælaframleiðendur hefur rýrt hlut korn og maísframleiðslu sem fer til manneldis og þvingað heimsmarkaðsverð á þessum afurðum upp í áður óþekktar stærðir. Matarbúr heimsins, hvort sem það er korn, maís eða hrísgrjón hefur snarminnkað að undanförnu.
Þetta er raunveruleg kreppa og við erum sennilega bara að sjá fyrstu drög hennar. Erfitt er að sjá fyrir hversu alvarlegt þetta mun verða en eftir því sem ég hef lesið eru ekki góðir tímar framundan og persónulega er ég að hugsa um að kaupa stóran sekk af hrísgrjónum á leiðinni heim úr vinnunni í dag. Spurning hvort það dugi nokkuð.
Hér er athyglisverð grein um þessi mál á bloggsíðu Marínó G. Njálssonar.
Einnig er hér grein í mbl um þessi mál.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bíddu við...
11.4.2008 | 11:55
Ég ætti að láta þennann mann fara yfir fjárhaginn minn, kannski er ég moldríkur ef reiknað er rétt.
![]() |
Ekki lengur skuldugasta þjóð í heimi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Jói á hakanum
10.4.2008 | 12:36
Þessir menn voru vanmetnir snillingar síns samtíma.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Gott mál
10.4.2008 | 11:22
Þar með virðist þessi tilraun hafa skilað stórkostlegum árangri. Ég er með tillögu um næsta skref í framtíðarrekstri strætókerfissins á höfuðborgarsvæðinu;
Ókeypis fyrir alla.
Varðandi rekstrargrundvöll með því fyrirkomulagi væri hægt að hugsa sér að borgin/bæjarfélögin borguðu strætófyrirtækinu ákveðið gjald fyrir hvern farþega sem ferðast með strætó. Þar með væri keppnisumhverfi þessa fyrirtækis tryggt þrátt fyrir einokun.
Það er hagur allra að sem flestir noti strætó. Þess vegna er ekkert óeðlilegt að skattgreiðendur og gjaldagreiðendur standi undir þessum kostnaði.
Eða hvað?
![]() |
Farþegum hefur fjölgað um eina milljón á ársgrundvelli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)