Bloggfærslur mánaðarins, maí 2012
Rétt skal með farið
21.5.2012 | 17:55
Maður skyldi ætla að þegar blaðamenn skrifa grein í blaðið að þeir viti eitthvað um það sem þeir eru að tala um. Hér virðist það ekki vera tilfellið. Það er vísað í að ;
Í síðasta mánuði gerði bandaríski bóksalinn Barnes & Noble samning við Microsoft um að selja Nook-lesvélina frá fyrirtækinu í búðum sínum.
Þeir sem hafa eitthvað fylgst með þessum málaflokki vita það mæta vel að Nook er lesvél sem er búin til og þróuð af Barnes & Noble undanfarin 3-4 ár. Og seld í versunum B&N. Nú hefur hinsvegar Microsoft fjárfest í þessu verkefni og fyrirtækin munu í sameiningu þróa þetta bretti.
http://en.wikipedia.org/wiki/Nook
Gramsað eftir rafrænum bókum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)