Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009
Einmitt
29.4.2009 | 08:16
Var það ekki óþægilegur sannleikur Al Gore að yfirborð sjávar myndi hækka allt að 7 metrum? Samkvæmt þessu á að hækka þetta í 21 metra núna. Ég myndi nú frekar kalla þetta óþægilegt bull, því eftir því ég sem ég get lesið mér til um þessar hrakfallaspár er reiknað með að yfirborð sjávar muni geta hækkað um 10-25 cm til næstu aldamóta. Hollendingar þurfa því að byrja að skipuleggja 1-2 cm hækkun á sínum varnargörðum á 10 ára fresti og veðja á að þessi spá sé í einhverjum tengslum við raunveruleikann.
Ég er farinn að gruna það illilega að þessi hrakfallaspá sé viðskiptalegs eðlis og miði að sölu fjölmiðla meira en nokkuð annað. Eins og fuglaflensu heimsfaraldurinn, og kannski núna þessi svínaflensa. Árlega látast 36.000 manns af völdum venjulegrar flensu í USA, hingað til er STAÐFESTUR fjöldi látinna af völdum svínaflensu 7.
Kannski er eina leiðin til þess láta ekki hafa sig að fífli að sleppa því algerlega að lesa fjölmiðla.
Þrefalt meiri hækkun sjávar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Þvílíkur hroki!
29.4.2009 | 07:41
Íslensk svín hafa aldrei greinst með inflúensu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Lengi má ljúga að sjálfum sér
25.4.2009 | 17:34
Tyrkir þverskallast enn og aftur að viðgangast ábyrgð á þessu þjóðarmorði. Það er hreint með ólíkindum að þeir geti upp með þennan hroka og sögufölsun. Lesið og fræðist;
http://en.wikipedia.org/wiki/Armenian_genocide
Hvernig hefði það verið ef Þýskaland hefði farið í samskonar þrætur um helför nasista? Það hefði væntanlega einangrað þá algerlega í alþjóðlegu samstarfi. Þjóðir hafa einangrast fyrir minni sakir, eins og td. Kúba. Ég mæli með því að tyrkir verði einangraðir þangað til þeir taka á sig sökina.
Tyrkir ósáttir við Obama | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Af hverju X-D
20.4.2009 | 15:42
Í fyrsta lagi;
það er ótrúleg ókurteisi að breyta lögum um seðlabanka.
Í öðru lagi;
íslenska krónan fellur auðvitað á meðan það er NORSKUR seðlabankastjóri.
Í þriðjalagi;
Það er alger skömm að forsætisráðherra Íslands skuli þiggja ráð frá öðrum ráðherrum.
Þar með er það ljóst að þessi ríkistjórn er með öllu óhæf og lýk ég hér máli mínu.
Kjósið SjálfstæðisFLokkinn!
Þvermóðska Jóhönnu gerði hana að forsætisráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Loksins
20.4.2009 | 08:40
Mig hefur lengi dreymt um að geta bannað lopapeysuna mína. Að þetta sé nú hægt að gera, og það á netinu er öllum vonum framar. Vonandi verður bráðum hægt að banna sokkana mína líka, því ekki veitir af því.
Yfir höfuð er það stórkostleg framför að einstaklingum sé nú boðið upp á að stunda persónulega löggjöf. Reyndar hefur það verið hægt, en með þeim annmörkum að enginn annar en viðkomandi einstaklingur hefur vitað af því. Núna get ég bannað lopapeysuna mína, og allir geta farið inn á netið og séð það með eigin augum; "Já, hann Jón er búinn að banna lopapeysuna sína".
Þetta á án vafa eftir að verða vinsæl þjónusta, og ekki síst á þessum krepputímum. Hvað er betra, þegar maður situr slyppur og snauður, atvinnulaus og aumur en að fara bara inn á netið og banna helvítis lopapeysuna?
Ég bara spyr.
Hægt að hanna sína eigin lopapeysu á netinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)