Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2009
Sumt sem ekki má segja
30.11.2009 | 15:49
Þetta var nú bara ansi heiðarlegt hjá Steingrími. Ekki hægt að tala um það á Alþingi. Þar höfum við það, og förum nú að hætta þessu þrasi um það sem hvort sem er ekki má nefna með sínu rétta nafni. En hjá mér vaknaði spurningin hvort það mætti segja frá þessu á öðrum vettvangi en á Alþingi, t.d. í sjónvarpinu eða á Kaffibarnum. Eða verður þetta alltaf leyndó? Kannski er hægt að hringja í Steingrím og fá þetta upplýst persónulega, fyrir þá sem hafa áhuga.
Það er náttúrulega tími til kominn að einhver taki upp hanskann fyrir hönd virðingu Alþingis og neiti að nota vafasamt orðafar í ræðustól Alþingis. Annars geti ekki þingmenn gert tilkall til titilsins háttvirtir.
Á hinn bóginn má segja að Steingrímur sé vonlaust lélegur að halda leyndarmáli.
Verður að klára Icesave af ótilgreindum ástæðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mér að kenna?
30.11.2009 | 13:01
Þessi fullyrðing Tiger Woods kemur að miklum óvörum þar sem fullvíst var talið að brunahaninn og tréið sem hann lenti í árekstri við hefðu staðið á bak við þetta. Ennfremur vekur mikla athygli hið mikla hugrekki eiginkonu hans, sem fyrst kippti sér ekkert upp við þetta en þegar hún sá að Tiger var meiddur brást hún snaggaralega við og tókst að brjóta afturrúðu bílsins og draga mann sinn út úr bílnum, áður en brunahaninn og tréið náðu að kála honum algerlega.
Flestar eiginkonur hefðu ekki þorað í slíka áhætturaun, og ótrúlega glöggt af henni að taka eftir að Tiger var meiddur.
Allt er gott sem endar vel og þau hjón eiga mikinn heiður skilinn fyrir að halda okkur hinum upplýstum um alla málaliði. Ég var í miklum vafa og hefði eflaust átt erfitt með svefn ef þetta mál hefði ekki verið tekið jafn öruggum tökum, og ekki síst af Morgunblaðinu sem brást skjótt við. Takk.
Mér að kenna, segir Woods | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Lesa marglyttur blöðin?
30.11.2009 | 12:27
Ég stóð í þeirri trú að hin margboðaða hnatthlýnun hefði enn sem komið er mælst aðallega í fjölmiðlum. Þess vegna kom það mér á óvart að þessar marglyttur hefðu í tilefni þessarar hnatthlýnunnar aukið kyn sitt með slíkum tilþrifum að skipaskaði yrði af. Við nánari lestur um þessar marglyttur komst ég að því mér til mikils léttis að stærð þessara marglyttna hefði ekkert með hnatthlýnun að gera, því ég var farinn að sjá fyrir mér marglyttur á stærð við flugmóðurskip þegar hnatthlýnunin berst af síðum æsifréttablaðanna í höf jarðar. Þessar marglyttur eru bara svona stórar, líka í venjulegu árferði. Hjúkk.
En það virðist samt ekki setja nein takmörk við gáfur þessara skepna. Þær eru vel að sér um umhverfismál og virðast hafa tekið forystuna í að hagnýta sér boðaða hnatthlýnun. Kannski ættu fjölmiðlar að fara varlegar í þessum fréttaflutningi sínum ef vera skyldi að fleiri dýrategundir liggi á hleri og bíði eftir tækifæri til þess að koma á okkur höggi. Svo ekki sé talað um náttúruöflin. Og hvað ef þessi hnatthlýnun skyldi ekki koma eins og efndir standa til? Þá má væntanlega reikna með því að þessar marglyttur fari í mál við okkur og krefji okkur um skaðabætur. Nei, ég tel að við ættum að halda kjafti um þessa hnatthlýnun og spara okkur svona vandræði og koma frekar heiminum á óvart með raunverulegri hnatthlýnun. Við missum alveg okkar "element of surprise" ef verið er að gaspra þetta í tíma og ótíma út um allar trissur. Veggirnir hafa eyru. Marglyttur lesa blöð.
Risamarglyttur ógna japönskum sjávarútvegi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ekki heimsmet
12.11.2009 | 10:08
Hér er mark sem er aðeins sneggra;
http://www.youtube.com/watch?v=BmN5rz92kxY&feature=related
Erfitt að slá þessu við.
Skoraði eftir 2 sekúndur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Galdrakarlinn Arsene
10.11.2009 | 02:11
Það hefur komið í ljós að Arsene Wenger er galdrakarl. Darren Flecher, skólastúlka frá Manchester, hefur heldur betur fengið að kenna á galdraþulum karlsins. Eftir að hún potaði aðeins í einn af lærlingum Arsene, fékk karlinn æðiskast og varpaði á hana hræðilegri álagaþulu. Álögin lýsa sér í því að henni hefur vaxið ljótur hali og veldur þessi hali henni miklum vandræðum og háði hvar sem hún fer.
Reyndar er hún ekki eina stúlkan í sínum bekk til þess að lenda í slíkum álögum. Allar stúlkurnar, að kennara sínum meðtöldum, hafa orðið fyrir miklum ofsóknum. Kennarinn telur að hér sé um skipulagða ofsóknarherferð að ræða og að það sé bara vegna þess að þær séu sætustu stelpurnar og sumir uni þeim ekki dýrðarljóminn. Kennarinn, Alex Ferguson, hefur því brugðið á það ráð biðja stelpurnar um að væla í kór sleitulaust uns andstæðingar þeirra gefast upp og leyfi þeim bara að vera sætustu stelpurnar. Hann segir að þær geti vælt eins lengi og þurfi, jafnvel til skólaloka.
Fletcher: Wenger hefur snúið dómurum gegn mér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Úps
6.11.2009 | 15:46
Krónan veikist | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)