Bloggfærslur mánaðarins, október 2009

Góð hugmynd

Ég get ekki betur séð en að þetta sé snjöll hugmynd sem komi efnahag allra íslendinga vel.  Hins vegar skil ég ekki þessi viðbrögð Lífeyrissjóðanna.  Það er eins og þetta komi þeim hreint ekkert við.  Það er oft hjakkast á hugtakinu "landráð" og mér finnst það vera frekar viðeigandi í þessu tilfelli.  Tilvalið að hjakkast soldið.

 


mbl.is Lán lækki höfuðstól Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki rétt tilvitnun

Rétt er að Maradonna sagði að þeir sem ekki höfðu haft trú á honum, og meðhöndlað hann sem rusl, gætu nú komið og sogið á honum tittlinginn.  Orðrétt tilvitnun;

 

"Yo tengo memoria, a los que no creían, a los que no creyeron... con perdón de las damas, que me la chupen, que me la sigan chupando. Yo soy o blanco o negro. Gris no voy a ser en mi vida. Ustedes me trataron como me trataron, sigan mamando. Ahora es otra película", se despachaba ufano media hora después sentado en la rueda de prensa. Por lo menos ya no lo hacía a brincos y gritos desgarrados. Pero seguía derramando aún más veneno y mentiras: "A los que me trataron como una basura, hoy estamos en el Mundial, adentro, sin ayuda de nadie, con todos los honores, le ganamos a un gran equipo como el uruguayo como hombres".

 

Maðurinn er óumdeilanlegur snillingur.  Mér verður orðafall.


mbl.is Maradona öskuillur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýmæli

Bandaríska jarðvísindastofnunin hefur tekið upp á þeim nýmælum að syngja tilkynningar sínar.  Þetta er gert til þess að mæta samkeppni annarra jarðvísindastofnanna, sem hefur farið mjög harðnandi undanfarið.  Ráðinn hefur verið tenór til þess að flytja þessar söngtilkynningar og mun hann í samráði við fyrrverandi lagahöfund Boyzone útfæra "lögin".  Vonast er til þess að það geti komið út úr þessu nokkrir smellir og jafnvel aðgengilegt á iTunes Music Store.
mbl.is Öflugur skjálfti í Suður-Kyrrahafi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Misskildu mig rétt

Ég sé að þetta hraðaupphlaup Framsóknarflokks í samkrulli með norskum þingmanni er að verða að mörgum hænum.  Ég hvet fólk til þess að lesa sjálft bréf Jóhönnu til Stoltenberg áður en hlaupið er til handa og fóta.  Ég sé ekki annað en að beðið sé með viðeigandi og kurteisum hætti um svar frá norsku ríkisstjórninni í þessu máli.  Hér er bréfið;

Kære Jens,

Jeg vil igen sige hjerteligt til lykke med resultatet i valget, her i Island har regeringen desværre mange svære saker at handle med.

Jeg beklager at tage op en sag som har fået relativt stor opmærksomhed i Island, d.v.s. Per Olav Lundteigens erklæring til en Althingsmand fra det islandske Fremskridtsparti, Senterpartiets søsterparti, om at Norge er villig til at låne Island 100 milliarder norske kroner. Vi ved godt at Lundteigen taler for egen regning og kender godt den norske regerings holdning men det gælder ikke for alle her i landet og Fremskridtspartiet i Island beskylder regeringen for ikke at følge op på deres initiativ.

Til at undgå fortsat tvivl, vil jeg gerne spørge om den norske regerings holdning kan blive videre klargjort i svar til Lundteigens udspil? Er hans udspil realistiskt?

Jeg ville gerne få svar fra dig så tidligt som muligt.

Jeg glæder mig til det nordiske møde i Stockholm i slutning af denne måned.

Med venlig hilsen,
Jóhanna.

Það er einkennileg rökfærsla að telja að orðaval spurningarinnar gæti haft afgerandi áhrif á afstöðu norsku stjórnarinnar í þessu máli.  Varast ber að falla í gildru stjórnmálaklækja Framsóknar og eins þingmanns í Noregi. Málið er að norska ríkistjórnin hefur margendurtekið sína afstöðu og hefur Kristin Halvorsen, fjármálaráðherra tekið þar dýpst í árinni;  hún vill ekki að norskir skattgreiðendur taki að sér að greiða fyrir íslenskar fjármálatilraunir.  Maður getur sagt það sem maður vill um þessi ummæli, en þetta er opinber afstaða norsku ríkistjórnarinnar, fyrir utan að tenging við afgreiðslu AGS á okkar lánum er forsenda fyrir lánum til Íslands.  Það er því ljóst að jólasveinninn kemur ekki frá noregi, heldur er hann í líki 13 pörupilta sem leynast í náttúru Íslands og þeir koma ekki færandi hendinni.  Þvert á móti hafa þeir rænt okkur nánast öllu sem við eigum.  Um hábjartan dag.

 

Það má bæta því við að þessi leikur Lundteigen gagnvart íslendingum er af hinu kaldrifjaða taginu.  Hann veit að það er ekkert lán í boði á þessum forsendum sem hann er að tala um, en notar þetta engu að síður sem lið í stefnuskrá Senterpartiet að halda Noregi utan ESB, og um þessar mundir þýðir það að halda Íslandi utan ESB.  Sama hvað hann segir veit hann að það er ekkert lán.  Allt í plati, rassgati, og Framsókn gengur þessa erindis og með leynimarkmið um að búa til vandamál fyrir ríkistjórnina.  Eins og það sé hörgull á vandamálum.


mbl.is Ekki þörf á norsku láni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er svo undarlegt með ýmsa menn

Mér finst það skrýtið þegar fólk vill gera þessa stjórn að hinu versta meini Íslands á síðari tímum. Þessi stjórn hefur ekki búið til þann vanda sem að steðjar og ég fæ ekki betur séð en að róinn sé lífróður til þess að bjarga þessu landi. Svo geta menn deilt um aðferðina og áherslurnar auðvitað. Mér finnst það ekki neinu skipta hvort við stjórnvölinn sitji Jóhanna, Geir, Bjarni Steingrímur eða hvað þetta fólk nú heitir og hvar í flokki það er skipað svo fremi sem unnið er að hagsmunum allra íslendinga og sér í lagi íslendingum framtíðarinnar.

Það væri mikið óhapp fyrir þetta land ef engin getur fengið vinnufrið til þess að sigla þessu fleyi í trygga höfn. En það virðist vera lenska hér að kenna ráðandi stjórnvöldum um allt sem illt er og væna þau um hin verstu vélráð gegn landi og þjóð. En samt er þetta fólk valið af þjóðinni til þess að vinna þetta verk fyrir okkur.

Þetta sífella væl og þras er sannkallaður íslenskur aumingjaskapur. Hvernig væri nú á þessari ögurstundu að reyna einhvern annan söng en væl og þras? Ég er feginn að vera ekki í þessu starfi fyrir íslensku þjóðina því vanþakklátara starf held ég að fyrirfinnist ekki.

Það er ekki endalaust hægt að hrópa helvítis fokking fokk og heimta afsagnir og nýjar stjórnir og guð má vita hvað. Það breytir engu þótt skipt sé um fólk. Engu. Núna er nýtt fólk í stjórn og það þarf að vinna sína vinnu vel. Alls ekki gagnrýnislaust, en það er munur á gagnrýni og einelti.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband