Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008

Hoax

Fyrir þá sem fygjast spenntir með fótamálinu er rétt að upplýsa um að sjötti fóturinn hefur reynst vera platfótur og kannski plattfótur þar að auki. http://www.ctv.ca/servlet/ArticleNews/story/CTVNews/20080619/sixth_bc_foot_080619/20080619?hub=TopStories
mbl.is Sjötti mannsfóturinn finnst í Kanada
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heimsmeistarar í væli

Tiltölulega fyrirsjáanlegt væl úr þessari átt. Eins og þegar Svíþjóð og Danmörk gerðu jafntefli 2-2. Hvenær læra þessir menn að halda kjafti og bara spila fótbolta eins og Hollendingar gera? Dómarar gera stundum mistök. Shit happens. Get over it. Svona væluskjóðuháttur er óíþróttamannslegur og dæmigerður fyrir spilltustu knattspyrnuþjóð í heimi.

Það má reikna með að nú fari ítalir að gera úr því skóna að hollendingar ÆTLI að tapa fyrir rúmenum til þess að losna við ítali. Vælivæli allir á móti okkur huhuhu. Svo tapa hollendingar auðvitað og ítalir fjúka í loft upp og hóta alls konar aðgerðum og lögsóknum. Á endanum reka þeir svo þjálfaran þegar enginn annar nennir að hlusta á þetta væl í þeim. Svo geta þeir farið heim að múta dómurum og finna upp ný bellibrögð.

Ég vona að hollendingar tapi fyrir rúmenum þótt ég haldi með þeim.


mbl.is Ítalir ósáttir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Brynvarðar jarðýtur og afhausunarvélar

Einhverntíman státuðu íslendingar sér af því að hafa fundið upp afhausunarvélina, sem hlýtur að skrifast í söguna sem dæmigerð íslensk uppfinning. Ég efast ekki um að ísraelar geti státað af fleiri uppfinningum en við íslendingar enda er þar framúrskarandi menntafólk á hverju strái. Ég tel hinsvegar að brynvarða jarðýtan hljóti að teljast vera svar ísraela við afhausunarvélinni og einstaklega dæmigerð ísraelsk uppfinning. Mér dettur ekki neitt annað í hug sem er dæmigerðara fyrir þetta land. Tillögur?
mbl.is Olmert: Nær átökum en friði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband