Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Leynisamningur

Almenningi til upplýsingar; Þessa dagana er verið að semja við IMF. Gerður er tveggja hæða samningur: annars vegar með lausum skilyrðum sem kasta glæsilegu ljósi á gerendur samningsins (ríkistjórn, seðlabankastjóra og IMF) og almenningi vel þóknanlegur. Kjallarahlutinn, sem aldrei kemur fyrir augu almennings, er hins vegar hin blákalda rassríðing IMF, breta, hollendinga og annarra sem hafa áhuga, á Íslandi og íslenskum almenningi. íslensk stjórnvöld verða bundin á höndum og fótum og laflausir leppar kapítalafstyrmisins IMF, en á yfirborðinnu virðist sem þessir glæpamenn hafi bjargað landinu úr miklum háska.

Það er augljóst að það þarf að skipta um stjórn eins fljótt og auðið er. Ég legg til þess að ráðið verði fagólk í næsta skipti.


mbl.is Við munum ekki láta kúga okkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Athyglisvert

Hvað skyldu þessir menn hafa gert sem íslenskir bankamenn gerðu ekki og öfugt; hvað gerðu þeir ekki? Kannski það væri ráð að senda bankastjóra nýju bankanna í námsferð til Handelsbanken. Það gæti verið að þeir lærðu eitthvað hagnýtt á þeim bæ.
mbl.is Handelsbanken stendur vel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar er þetta bréf Steingríms?

Ég hef leitað hátt og lágt í Aftenposten en hvergi sést til Steingríms. Getur einhver fundið þetta fyrir mig eða er þetta eins og Rússlalánið hans Davíðs?
mbl.is Steingrímur J: Biðlar til norskra stjórnvalda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sýndarveruleiki íslendinga

Það hefur komið á daginn að íslendingar hafa lifað í eigin blekkingavef um áraraðir. Skellt hefur verið skollaeyrum við öllum tilraunum utan frá til þess að vekja þá frá þessum draumi. Fjölmiðlar á Íslandi hafa sannað getuleysi sitt til þess að sinna hlutverkinu sínu sem árvökull eftirlitsaðili. Ekki batnar þetta við samslátt Fréttablaðsins og Morgunblaðsins. Við íslendingar getum verið þakklátir fólki eins þessum sænska þingmanni og öðrum röddum að utan sem hafa fyrir því að segja okkur hvað það er sem þeir sjá. Glöggt er gestsins auga.
Annað sem mér finnst koma í ljós í þessum umbrotatímum er hvernig íslenskur veruleiki er gerspilltur. Öll frásögn og veruleikaskoðun er skilyrt flokkamengjum, klíkusamfélagi og annarri sveitapólitík. Kannski kemur þetta af smæð samfélagsins, ekki veit ég en hitt veit ég að íslendingar almennt mættu temja sér meiri auðmýkt gagnvart gagnrýni og slaka aðeins á sjálfshrósinu. Það yrði okkur ekki til minkunar, heldur þvert á móti og nauðsynlegt í því afvötnunarferli sem nú stendur fyrir dyrum.
mbl.is Áhyggjur af fjölmiðlum hér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

En Davíð sagði...

að þetta væri vís fengur. Nú eru þeir búnir að tala í allan dag og ekkert komið á borðið. Hljómar ekki eins og rússar séu með útrétta hönd eins og sumir hafa viljað láta. Köllum þessa nefnd heim áður en rússinn tekur þá og okkur öll í bóndabeygju. Við þurfum að fara að huga að mannorði okkar.
mbl.is Ekkert liggur fyrir í Moskvu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flottur

Alltaf jafn flottur hann Davíð. En sjaldan hefur einn maður valdið einni þjóð jafnmiklum skaða með jafnfáum orðum, þetta viðtal er í sjálfu sér nóg til þess að komast á þann verðlaunapall. En hafi maður í huga allt hitt sem þessi maður hefur komið í verk með orðum og gjörðum er nokkuð ljóst að hann á sér enga samkeppni um þennan titil.

Ég vona samt hans vegna að ummæli hans í Kastljósi hafi ekki verið hans uppfinning heldur samantekin leikflétta ríkistjórnar og Seðlabanka. Það myndi létta farginu af honum aðeins. Vonandi fáum við svör áður en yfir lýkur hvernig þetta atriði var skrúfað saman.


mbl.is Hvað sagði Davíð?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skikkaðir inn

Verður Ísland fyrsta landið til þess að vera skikkað inn í evrópusambandið. Þetta eru athyglisverðar reifanir.
mbl.is Tímaspursmál hvenær leitað verður til IMF
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vanda ber vinaval

Í þeirri umræðu sem nú fer fram um hverjir séu hinir sönnu vinir íslendinga er eitt atriði sem hefur valdið mér hugarbrotum. Íslensk stjórnvöld hafa aflýst eigin gjaldþroti með því að lýsa yfir algjöru ábyrgðarleysi gagnvart erlendum kröfuhöfum bankanna. Þeir mega bara éta það sem úti frýs. Það má snúa spurningunni við og spyrja sig hvers konar vinur Ísland er þegar svona er er tekið á málunum.
Það er álit marga "vina" okkar erlendis að íslendingar hafi farið mjög illa að ráði sínu. Núna ætla íslendingar sem sagt að hlaupa frá skuldbindingum sínum og svíkja alla sem hafa átt í viðskiptum við þá (þe. íslensku bankana).

Þokkalegur vinur.


mbl.is Ekki lengur hætta á þjóðargjaldþroti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bank of England?

Eru bretar í þessum hópi "fyrrverandi" vina? Er þessi staða ekki ágætis átylla fyrir breta til þess að vera Seðlabanka liðlegir með gjaldeyrislán? Kannski eru þeir ennþá svekktir á þorskastríðinu og finnst að við eigum bara að steikjast í eigin fitu. Sterkur leikur hjá Pútín, en er ekki líka hægt að tala við Ahmadinejad? Hann vantar vini um þessar mundir.
mbl.is Ernst&Young tekur yfir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ábyrgð

Eftir spurningunni um það hvernig við íslendingar björgum okkur út úr þessari klípu, kemur væntanlega spurningin um hverjir bera ábyrgð á þessum ófærum. Verður hægt að draga menn fyrir rétt og dæma? Ég trúi ekki að íslendingar láti hafa sig að fíflum og kenna heimskreppunni um hvernig málin standa. Ekki var það heimskreppan sem gerði íslenskum bönkum það kleift að taka lán að jafngildi 12-faldrar þjóðarframleiðslu. Heimurinn hlær að okkur.
mbl.is Skuldir bankanna þjóðinni ofviða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband