Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007
Nei takk
24.4.2007 | 10:18
Þetta er alveg ótrúlega fyrirsjánlegt. Það svíður í þjóðkenndina við þennan lestur að íslenskir ráðamenn skuli ganga að slíkum móðgunarsamningi við þessa norsku nískupúka. Þeir vilja sem sagt ekkert hafa með þetta að gera ef upp kemur stríðsástand. Þokkalegir vinir það. Það má alveg bóka það að fyrir þessa gjafmildu aðstoð þeirra ætla þeir sér að rukka okkur duglega fyrir, t.d. í samningum um fiskveiðar. Ef höfð er í huga framkoma norðmanna gagnvart íslendingum undanfarna áratugi er ekki erfitt að sjá fyrir norska nískuráðamenn nudda saman höndum með þetta kort á hendinni. Í rauninni er þetta engin aðstoð við okkar varnir heldur fá þeir nýjan æfingavöll fyrir herinn.
Ef einhver dugur væri í þessum aumingjum myndu þeir bjóða okkur skilyrðislausan stuðning, ekki síst á ófriðartímum. Ég skora á íslenska ráðamenn að þiggja ekki þessa nískulegu gjöf.
Samstarf við Norðmenn um öryggismál gildir aðeins á friðartímum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fyrsta bloggfærsla
9.4.2007 | 21:32
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)