Einfalt vandamál, einföld lausn
9.12.2009 | 00:47
Það kemur reyndar ekki fram í fréttinni hvað vandamálið við að vindorkubúum fjölgi svona mikið sé, en ef það er vandamál er lausnin einföld; bara rífa nokkur þeirra eða bara slökkva á þeim. Og svo geta þeir nú reynt að hugsa aðeins áður en þeir djöfla upp jafngildi 17 kárahnjúkavirkjana næst. Persónulega held ég að kínverjar séu á einhverju steraflippi. Einn daginn hefur enginn heyrt um þá, næsta dag eru þeir 1,5 miljarðar eða þarumbil. Einn daginn eru bandaríkjamenn bestir og ríkastir, næsta dag eiga kínverjar heiminn. Ekkert skrýtið eiginlega að þeir byggi OF mörg vindorkubú.
Vindorkubúum fjölgar of hratt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þeir hafa ekki undan með að tengja framleiðslustaðina, við dreifkerfið, þetta er "vandamál" sem leysist af sjálfu sér þegar flutningsgetan nær jafnvægi.
Bjössi (IP-tala skráð) 10.12.2009 kl. 00:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.