Mér að kenna?
30.11.2009 | 13:01
Þessi fullyrðing Tiger Woods kemur að miklum óvörum þar sem fullvíst var talið að brunahaninn og tréið sem hann lenti í árekstri við hefðu staðið á bak við þetta. Ennfremur vekur mikla athygli hið mikla hugrekki eiginkonu hans, sem fyrst kippti sér ekkert upp við þetta en þegar hún sá að Tiger var meiddur brást hún snaggaralega við og tókst að brjóta afturrúðu bílsins og draga mann sinn út úr bílnum, áður en brunahaninn og tréið náðu að kála honum algerlega.
Flestar eiginkonur hefðu ekki þorað í slíka áhætturaun, og ótrúlega glöggt af henni að taka eftir að Tiger var meiddur.
Allt er gott sem endar vel og þau hjón eiga mikinn heiður skilinn fyrir að halda okkur hinum upplýstum um alla málaliði. Ég var í miklum vafa og hefði eflaust átt erfitt með svefn ef þetta mál hefði ekki verið tekið jafn öruggum tökum, og ekki síst af Morgunblaðinu sem brást skjótt við. Takk.
Mér að kenna, segir Woods | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.