Misskildu mig rétt
12.10.2009 | 09:36
Ég sé að þetta hraðaupphlaup Framsóknarflokks í samkrulli með norskum þingmanni er að verða að mörgum hænum. Ég hvet fólk til þess að lesa sjálft bréf Jóhönnu til Stoltenberg áður en hlaupið er til handa og fóta. Ég sé ekki annað en að beðið sé með viðeigandi og kurteisum hætti um svar frá norsku ríkisstjórninni í þessu máli. Hér er bréfið;
Kære Jens,
Jeg vil igen sige hjerteligt til lykke med resultatet i valget, her i Island har regeringen desværre mange svære saker at handle med.
Jeg beklager at tage op en sag som har fået relativt stor opmærksomhed i Island, d.v.s. Per Olav Lundteigens erklæring til en Althingsmand fra det islandske Fremskridtsparti, Senterpartiets søsterparti, om at Norge er villig til at låne Island 100 milliarder norske kroner. Vi ved godt at Lundteigen taler for egen regning og kender godt den norske regerings holdning men det gælder ikke for alle her i landet og Fremskridtspartiet i Island beskylder regeringen for ikke at følge op på deres initiativ.
Til at undgå fortsat tvivl, vil jeg gerne spørge om den norske regerings holdning kan blive videre klargjort i svar til Lundteigens udspil? Er hans udspil realistiskt?
Jeg ville gerne få svar fra dig så tidligt som muligt.
Jeg glæder mig til det nordiske møde i Stockholm i slutning af denne måned.
Med venlig hilsen,
Jóhanna.
Það er einkennileg rökfærsla að telja að orðaval spurningarinnar gæti haft afgerandi áhrif á afstöðu norsku stjórnarinnar í þessu máli. Varast ber að falla í gildru stjórnmálaklækja Framsóknar og eins þingmanns í Noregi. Málið er að norska ríkistjórnin hefur margendurtekið sína afstöðu og hefur Kristin Halvorsen, fjármálaráðherra tekið þar dýpst í árinni; hún vill ekki að norskir skattgreiðendur taki að sér að greiða fyrir íslenskar fjármálatilraunir. Maður getur sagt það sem maður vill um þessi ummæli, en þetta er opinber afstaða norsku ríkistjórnarinnar, fyrir utan að tenging við afgreiðslu AGS á okkar lánum er forsenda fyrir lánum til Íslands. Það er því ljóst að jólasveinninn kemur ekki frá noregi, heldur er hann í líki 13 pörupilta sem leynast í náttúru Íslands og þeir koma ekki færandi hendinni. Þvert á móti hafa þeir rænt okkur nánast öllu sem við eigum. Um hábjartan dag.
Það má bæta því við að þessi leikur Lundteigen gagnvart íslendingum er af hinu kaldrifjaða taginu. Hann veit að það er ekkert lán í boði á þessum forsendum sem hann er að tala um, en notar þetta engu að síður sem lið í stefnuskrá Senterpartiet að halda Noregi utan ESB, og um þessar mundir þýðir það að halda Íslandi utan ESB. Sama hvað hann segir veit hann að það er ekkert lán. Allt í plati, rassgati, og Framsókn gengur þessa erindis og með leynimarkmið um að búa til vandamál fyrir ríkistjórnina. Eins og það sé hörgull á vandamálum.
Ekki þörf á norsku láni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
http://www.abcnyheter.no/node/97373
Meia að segja nojarar eru að kalla hana neikvæða og ruglaða.
Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 12.10.2009 kl. 15:42
"Nojarar" í þessu tilfelli er einn maður að nafni Per Olav Lundteigen, sem er um þessar mundir að slá pólitíska mynt úr þessu máli sjálfur sér til skemmtunar. Hann veit það sjálfur að þetta lán er ekki til umræðu fyrr en AGS gefur grænt ljós. Það vita það allir, en hann bregður á smá leik í léttri fléttu með framsóknarflokki.
Allt í lagi með smá hraðaupphlaup endrum og eins en núna þurfa íslendingar að hafa fókus á raunveruleikanum og láta ekki plata sig upp úr skónum.
Jonni, 12.10.2009 kl. 19:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.