Umhverfisbót
25.9.2009 | 07:41
Því má bæta við að þetta rafmagnssæti er ákaflega umhverfisvænt enda búið til úr úrvals gæðaplasti og notar eingöngu hreint og ómengað rafmagn. Annar mikilvægur umhverfisvinningur er minna slit á skófatnaði, og svo má gera ráð fyrir að notendur sætissins þurfi ekki að borða jafn mikið kjöt og gamaldags fótgangandi "ráparar".
Samgöngumáti framtíðarinnar? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvaða dónaskapur er þetta hjá þér að fá ekki leyfi til þess að nota mynd eftir mig á blogginu þínu?? Auk þess hefur þú skorið nafnið mitt af myndinni sem er merkt inn á Flickr!
Hrannar Örn Hauksson (IP-tala skráð) 25.9.2009 kl. 22:10
Ég biðst velvirðingar á þessum dónaskap í mér. Myndin hefur verið fjarlægð. En þetta var bara falleg mynd, og ég er nú ekki að græða neina peninga á þessa bloggi. Ef ég væri í hefðbundinni útgáfustarfsemi væri ekkert sjálfsagðara en að finna höfund myndarinnar og biðja hann um leyfi.
Ef ég væri áhugaljósmyndari og birti myndir mínar á netinu myndi ég ekki telja það dónaskap að einhver notaði mína mynd með þessum hætti. En það' er kannski alveg rétt hjá þér að ég hefði átt að biðja um leyfi, en er það venjulegt að fólk sem notar þínar myndir með þessum hætti biðji um leyfi?
Ég leitaði að mail-adressu á Flicr-síðunni þinni en fann enga. Þess vegna verð ég að svara þér hér.
Jonni, 26.9.2009 kl. 12:28
Skoða "creative commons", það er fjöldin allur af myndum sem hægt er að byrta án leyfis sértu ekki að græða peninga á myndinni, en það er líka ágætis kurteysi að vísa í höfund og/eða þann stað sem myndin er híst/birt með hlekk.
Afsakið villur, þær eru ekki viljandi.
Sveinn Ríkarður Jóelsson, 26.9.2009 kl. 19:45
Það er því miður enginn heiður í því fyrir mig ef notar mynd eftir mig án þess að það komi fram að ég hafi tekið myndina. Það er reyndar nokkuð algengt að fólk sendi skilaboð á Flickr og biðji um að fá að nota myndirnar mínar. Ég hef gefið það með því skilyrði að nafn mitt komi fram ef um non-profit dæmi er að ræða. Ég sel hins vegar töluvert af myndum bæði beint og í gegnum Getty Images, á vefi, blöð, augýsingar og prent upp á vegg. Ég hef þvi töluverðra hagsmuna að gæta þó ég sé "aðeins" áhugaljósmyndari.
Ég tek afsökun þína gilda og ætla ekki að gera meira veður út af þessu. Þú getur fengið að nota myndina áfram á blogginu mín vegna en auðvitað með því skilyrði að nafn mitt komi fram.
Netfang mitt er hrannarh@gmail.com en einnig er einfalt að senda skilaboð í gegnum Flickr.
Kv. Hrannar
Hrannar Örn Hauksson (IP-tala skráð) 26.9.2009 kl. 23:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.