Að búa á eyju.

Það getur verið að ég sé að móðga einhvern, en er það ekki eðlilegt hlutskipti þeirra sem kjósa að búa á lítilli eldfjallaeyju í miðju hafi að samgöngur séu háðar aðstæðum?  Mér finnst skrýtið að þetta fólk "lamist" falli ein eða tvær ferðir út.  Mér vitanlega hefur enginn verið þvingaður til þess að búa í eyjum, þó hugmyndin sé kannski freistandi.  Það hefur kannski farið fram hjá eyjamönnum að hér á "fastlandinu" ríkir kreppa og pest og kannski best að sleppa þessum ferðum ef út í það er farið. 
mbl.is Vestmannaeyjar án sjósamgangna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Býrð þú ekki sjálfur á Eyju eða ertu kanski landflótta ?

Níels A. Ársælsson., 15.9.2009 kl. 12:32

2 Smámynd: Jonni

Skarplega athugað, en breytir ekki samt ekki kjarna málsins. Hlutskipti eyjaskeggja er hið sama.

Jonni, 15.9.2009 kl. 12:42

3 identicon

Það tók mig 45 mín að komast 7 km vegalengd  í Reykjavík kl 8 í morgun.

Axel (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 12:44

4 identicon

Og afþví að fólk býr á eyju, vinnur þar og borgar sína skatta þá má það ekki fá almennilegar samgöngur??? Það getur ekki talist eðlilegt né sanngjarnt að sá samgöngumáti sem eyjmönnum er boðinn uppá hefur í dag klikkað í 75% ferða frá því að hann kom og verðurspain framundan gerir ráð fyrir því að sú tala fari ekki lækkandi! Svo er ekki hægt að setja samansem merki á milli þess að einhver sé 45 mín að fara tiltekna vegalengd á móti því að geta alls ekki farið eitt né neitt!!!

Gummi (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 13:03

5 identicon

OO einn enn svona vitleysingurinn. "Af hverju eruð þið að búa á eyju" bla bla bla... Já þú værir geggjað sáttur ef t.d Miklabrautin væri lokuð svo dögum skipti. Svo heimskulegt af þér að láta þett út úr þér.....

Sjonni (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 13:04

6 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Það er eftirsóknarvert fyrir okkur öll, að það fólk, sem vill búa í Eyjum, geri það. Samgöngur á okkar allra kostnað og eins góðar og framast er unnt eru sjálfsagðar. Við erum ekki að tala hér um eyðivík á Hornströndum.

Sigurbjörn Sveinsson, 15.9.2009 kl. 13:11

7 identicon

@ Sjonni

Ef Milkabrautin væri lokuð þá færi ég aðra leið. Það er flug milli lands og eyja. Learn to live with it.

YggY (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 13:14

8 identicon

Málið er bara að við erum föst hérna. Komumst hvorki lönd né strönd. Og við eigum alveg jafnan rétt og aðrir, sem þér þykir greinilega yfir okkur eyjaskeggja hafinn, að fá að komast leiðar okkar ef við þurfum að sækja á stærri eyjuna. Því að þú vinur býrð einmitt líka á eyju bara aðeins stærri en við.

Svo er líka annað í þessu. Hér verður vöruskortur ef ferðir falla niður trekk í trekk og þeir sem vinna hér við útflutning bæði á ferskum fiski og matvælum geta ekki sent vöruna sína upp á land. Þannig að málið snýst ekki einungis um það Jonni að við eyjaskeggjar þurfum svo mikið að komast í Kringluna heldur bara þau mannréttindi að við fáum mjólk og getum sent okkar afurðir frá okkur meðan þær eru enn ferskar.....

Sjonni (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 13:18

9 Smámynd: Jonni

Ef eina færa leiðin milli miðborgar og Elliðaár væri yfir opið haf myndi ég hugsa mig um tvisvar sinnum aður en ég búsetti mig í Árbæ. Og ef ég gerði það myndi ég varla væla í hvert skipti sem Herjólfur væri í slippnum. Ég myndi bara rölta upp í Herjólfsdal og hlusta á Árna taka lagið. Hver var annars þessi Herjólfur?

Jonni, 15.9.2009 kl. 13:18

10 identicon

Já Jonni nákvæmlega ef Miklabrautin er lokuð þá ferðu aðra leið. Við getum ekki farið aðra leið. svo einfalt er það. Ef þú ert að meina að við eigum öll að fljúga þá hef ég ekki séð nokkra flugvél sem tekur bíla með. Og svo kostar bara djöfuldóm að fara með flugi. Held þú værir ekki sáttur að þurfa að borga 9,400 fyrir að keyra frá Elliðaánum og niður á Laugarveg. Vá þú ert svo barnalegur ! Hvað ertu 12 ára?? á myndinni virðistu nú kominn með skegg en skrifin benda til þess að þú sért 12 ára....

Learn to live with it hahahaah.... svo glataður

Sjonni (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 13:25

11 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Auðvitað getur þessi staða komið upp.

Spurningin er hversu lengi Herjólfur er í slippi og hversu mikið hefði kostað að fá sambærilegt skip í leigu þann tíma.

Ef kostnaðurinn er óheyrilegur, þá skil ég svo sem að Baldur hafi verið fenginn í djobbið.  Verst með bræluna. 

Eru ekki aðrar leiðir í neyð? Og flug?

Ólafur Þórðarson, 15.9.2009 kl. 13:26

12 identicon

Já það er nefnilega alveg gefina að fljúga með fjölskylduna uppá land ... og svo er svo lítið mál að koma bílnum með í flug er það ekki!

Sjonni (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 13:29

13 identicon

I'm 12 years old and what is this?

YggY (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 13:32

14 identicon

Eins og bent er á hér að ofan snýst þetta ekki bara um samgöngur farþega.  Í Vestmannaeyjum eru framleiddar matvörur sem koma þarf til útflutnings.  Það getur orðið óafturkallanlegur fjárhagslegur skaði, að ekki sé talað um viðskiptavild í útlöndum.

Ég hefði haldið að það væri eitthvað sem þyrfti að standa vörð um, þ.e þá staðreynd að sumir Íslendingar búa til raunveruleg verðmæti og koma þeim í verð erlendis.

Guðrún (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 13:32

15 Smámynd: Jonni

Sjonni; Nei, ég skil það að það sé ekki tekið út með sældinni að búa í eyjum. En þið búið þar og ekki við Elliðaárnar. Auðvitað hefur það sína ókosti, vilji maður fara til Reykjavíkur annan hvern dag.

Jonni, 15.9.2009 kl. 13:34

16 Smámynd: Rúnar Ingi Guðjónsson

Fyrst þú spyrð um Herjólf, þá var hann Bárðarson og er einn af frumbyggjum þessa lands.

 Hann er talinn hafi verið fyrstur manna til að hafa búsetu í Heymaey, en fundist hafa rústir í Herjólfsdal, sem þú getur skoðað næst þegar þú ferð á þjóðhátið vestmannaeyja.

Baldur aftur á móti er einn af norrænu Goðunum, bróðir þórs. sem nota bene var líka heiti á einu af íþróttafélaginu í eyjum, sem hefur nú gengið inní hið stórbrotna ÍBV.

Rúnar Ingi Guðjónsson, 15.9.2009 kl. 13:36

17 identicon

Aftur kemurðu með svona svar sem er út í hött. Hver er að tala um að fara annan hvern dag??? Það er rétt sem Guðrún bendir á og ég hér að ofan að hér er líka verið að vinna fisk og tilbúin matvæli. Það er mjög slæmt þegar stöðvarnar og martvælaframleiendur koma ekki sínum vörum frá Eyjum. Það kallar á fjárhagslegt tjón. Svo er líka annað sem ég er líka búinn að segja áður að hér verður skortur á ýmsum nauðsynjum ef þetta heldur áfram. En hvernig átt þú svosem að skilja þetta. Ef mjólkin er búin í Hagkaup þá bara keyrirðu í Bónus eða Nettó eða Samkaup eða ..... þú ert svo sjálfselskur að þú getur ekki sett þig í okkar spor....

Sjonni (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 13:39

18 Smámynd: Jonni

Rúnar; Takk fyrir fróðlegar upplýsingar. Ég hef nú ekki enn gerst svo frægur að ferðast til Vestmannaeyja (kannski svo hræddur um að verða veðurtepptur hehe).

Athyglisverð tenging þarna við Baldur. Kannski maður skelli sér í pakkaferð til eyja næsta sumar til þess að kynna sér staðhætti og heilsa upp á eyjaskeggja. Tek með mér nokkrar bækur ef vera skyldi að Herjólfur fari í slipp.

Jonni, 15.9.2009 kl. 13:44

19 identicon

Æ vertu ekkert að koma.

Sjonni (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 13:45

20 Smámynd: Jonni

Sjonni; bara svona létt spurning; eru engar kýr í eyjum?

Jonni, 15.9.2009 kl. 13:46

21 Smámynd: Jonni

Jú, ég kem með vídeómyndavélina mína og geri fræðslumynd um þessa afskektu eyju. Tek viðtal við Sjonna (með túlk).

Jonni, 15.9.2009 kl. 13:47

22 identicon

@ Sjonni

Hahaha, talandi um barnaskap.

YggY (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 13:48

23 identicon

Nei kýrnar dóu í eldgosinu og hafa ekki verið fluttar hingað aftur : )

Túlk??? Þú ert spes....

Sjonni (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 13:49

24 Smámynd: Árni Sigurður Pétursson

Nú vinn á á fiskmarkaði Vestmannaeyja, og þú talar um annan ferðamáta, t.d. flug.

getur þú sagt mér hvernig ég á að koma þessum 19 tonnum af fisk sem að ég seldi í gær uppá land, vegna þess að ekki fer það í flugfrakt.

nú ef að þú græjar það, þá kannski græjaru flutninga fyrir t.d. eitthvað af þessum 24 tonnum af fisk sem að Godthaab í nöf keypti í gær uppi á landi, græjar það kannski þannig að það komist í dag eða kvöld (einsog eðlilegt væri) þannig að ekki falli niður vinna hjá fyrirtækinu á morgun vegna hráefnisskorst, einsog staðan er í augnablikinu.

Árni Sigurður Pétursson, 15.9.2009 kl. 13:57

25 Smámynd: Jonni

Eftir fræðandi viðræður við eyjaskeggja hef ég komist að því að þetta er hörmungarástand sem er ekki nokkurri þjóð sæmandi. Ég krefst þess að fluttar verði út í eyjar 400 kýr svo ekki sé hætta á hungursneyð í illu árferði. Eins legg ég til þess að einhver taki að sér að kenna einhverjum eyjaskeggja að baka brauð og komið verði út í eyjar hveitiforða. Þetta er hneyksli!

Jonni, 15.9.2009 kl. 14:00

26 identicon

Kýrnar dóu í gosinu og það hefur ekki mátt flytja þær hingað aftur. Hefur eitthvað að gera með sóttvarnarlínu eða hvað það heitir.  Þannig að ekki getum við fengið mjólkina okkar þannig.

Ásta (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 14:01

27 identicon

Nákvæmlega Árni! Þetta er það sem ég er að reyna að koma inn í hans þvera haus. Fyrirtæki sem senda frá sér ferskar afurðir eða þurfa að fá til sín afurðir geta það einfaldlega ekki. Grímur kokkur getur t.d. ekki sent frá sér nokkuð af sinni framleiðslu. Það er allt sent ferskt uppá land. Þetta þýðir auðvitað fjárhagslegt tjón fyrir fyrirtæki hér í Eyjum. Það er ekki bara það að við þurfum að komast til læknis eða í Kringluna heldur er þetta aðal málið. Það virðist vera rosa erfitt að skilja það. En þegar menn eru svona eigngjarnir og sjálfselskir þá er það rosa erfitt....

Sjonni (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 14:02

28 identicon

Jonni þú ert greinilega alveg bráðfyndinn náungi.  En hvernig svararðu þessu með útflutning matvæla?

Guðrún (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 14:03

29 identicon

Jonni ertu í alvöru ekki að grínast??? Þessi síðustu ummæli þín sýna bara eitt. Að þú veist EKKERT í þinn haus. Held þér sé ekki viðbjargandi í eigin heimsku. Mundi ekkert vera að tjá mig meira um þessi mál ef ég væri þú.

Sjonni (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 14:08

30 Smámynd: Árni Sigurður Pétursson

Jonni ég hef nú takmarkaðar áhyggjur af því að við deyjum úr hungri, en það breytir því ekki að hér gæti vantað ýmsar vörur.

þú ert kannski einn af þeim sem að drekkur bara mjólk og borðar bara nautakjöt og þess vegna mundi ein belja duga þér, en það er bara svo einfalt að það þurfa/vilja flestir hafa hlutina aðeinsfjölbreytnari en það.

en já, áfram að þessum vinnustað hjá mér.

fyrir utan það að þetta með seinkunina á þessum fiski uppá land héðan frá okkur og hingað til eyja fyrir G.Í.N. þá er það nú líka þannig að við einfaldlega höfum þurft í sameiningu við skipstjóra og fiskkaupendur þurft að vísa bátum héðan í burtu.

ætli það sé ekki eitthvað hátt í 80 - 100 tonn sem að hefur verið landað annar staðar vegna þess að þetta blessaða skip baldur er við siglingar hér (eða frekar ætti að vera við siglingar)

þess má geta að ágústmánuð seldum við rétt rúm 200 tonn og var það einn besti ágúst mánuður á þessari öld, þannig að þessu fyrirtæki veitir ekkert af þessum 100 tonnum til viðbótar.

og já, þetta skip byrjaði bara að sigla hérna í gær, á víst eftir að vera í 2 vikur, og nú þegar eru 80 - 100 tonn farin...

spurning hvað það verður mikið þetta blessaða tjón.

Árni Sigurður Pétursson, 15.9.2009 kl. 14:08

31 Smámynd: Jonni

Tja þetta með úflutning matvæla var verra mál. Kannski myndi það bæta úr ef framleiðsla útflutnings yrði flutt til lands?

Jonni, 15.9.2009 kl. 14:09

32 identicon

Jonni ! Þér er ekki viðbjargandi það er greinilegt. Ekkert hægt að rökræða við tóma tunnuahhahaha....flytja allt upp á land einmitt þú ert svona fyndinn.

Vil ekki eyða meiri orku í svona heimskan hund eins og þig. Þú getur ekki skilið þetta.... Vona bara að þú komir ekki hingað. Held þú sért ekki velkominn....

Sjonni (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 14:14

33 identicon

Ok tökum nærtækara dæmi fyrir þig. Hugsaðu þér að þegar þú myndir líta út um gluggan væri búið að reisa vegg kringum húsið þitt. Þú kemst ekki lönd né strönd. En þú ætlaðir að fara í búðina vegna þess að maturinn þinn er að verða búinn. Úps hvað myndir þú gera ? Hinu megin við vegginn liggur ættingi þinn að svelta en þú getur ekki rétt honum brauðbita svo hann haldi lífi. Þið deyjið báðir.

Sjáum þetta svo frá eyjamönnum. Eyjan er lokuð vegna þess að samgönguæðin okkar er í sundur og pengingarnir (sem btw fara í það að hluta til að borga undir þitt rassgat líka með sköttum og tollum) þeir blæða í hafið því við getum ekki flutt fiskinn okkar út til fólksins sem kaupir hann. fólkið úti getur ekki fengið fiskinn okkar og við peningana til baka og vörurnar (sem margar hverjar eru búnar til í rvk) komast ekki til okkar (sem við borgum með laununum okkar). Þetta er allra tap. Tökum eitt dæmi: hver eyjafjölskylda kaupir eitt oststykki (1000), 2L mjólk (200), 5 jógúrt (500) það gera þá 1700kr sinnum 1000 (reiknað með 4 í fjölskyldu +/-) = 1.700.000,- kr á dag. ég held að sumum fyrirtækjum í rvk veitti ekki af þessarri summu dag hvern. Ímyndum okkur að matarpokinn kosti 5000 á fjölskyldu => 5000*1000 = 5.000.000,- á dag sem eyja menn kaupa í matinn fyrir að MINNSTA kosti. 

Ég vona að þú sjáir núna hversu mikilvægar samgöngur er til eyja! 

Birkir Ingason (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 14:18

34 identicon

Íbúar Vestmannaeyja hafa um áratuga skeið borgað mun meira til ríkisins í formi skatta en höfuðborgarbúar. Bara vegna þess eigum við heimtingu á að komast til og frá Eyjum þegar við kjósum hvorts sem er vegna læknisferða, útflutningsverðmæta eða af því bara!!!

Ég hélt að Höfuðborgarbúum væri það ljóst að peningarnir verða ekki til í Seðlabankanum - heldur hjá Eyjabúum o.fl. sem nenna að veltast um á sjó og vera fjarri heimahögum svo dögum skipti..

 kveðja frá Eyjunni fögru

Ragnheiður (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 14:20

35 identicon

Þú veist ekkert í þinn haus

Eeee (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 14:29

36 identicon

sjáðu nú til afhverju heldur þú að Vestmannaeyjar hafi verið og ef ekki er ennþá stærsta verstöð íslands? jú það er vegna þess að allt í kringum eyjar er allt morandi af fiskimiðum. Bátar frá snæfellsnesi og alla leið austur fyrir hornafjörð sigla á eyjamið til að veiða. Það er ekki að ástæðulausu heldur vegna þess að þetta er síðasta stoppistöð fragtara eimskips og samskips á leið út í heim. Svo með að landa í eyjum ertu að landa ferskasta fiskinum og hann fer beina leið til kaupanda úti í heimi. eftir mestalagi 5 daga frá því að fisk er landað í eyjum er hann kominn út til englands/þýskalands/USA eða þaðan af lengra og kominn ofan í maga. þú færð það ekki ferskara. Hver klukkutími frá því að fiskur er kominn um borð í skip og hann snæddur skiptir miklu máli. Þess vegna landa margir bátar í eyjum. 80-100tonn af fiski sem tapast frá eyjum núna sem árni var að tala um er hrikalega góð upphæð og grátlegt að sjá hana þurfa leita annað.

Birkir Ingason (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 14:30

37 identicon

úff... ekkert svar. Það kemur eitthvað heimskulegt bráðum við bíðum spennt....

Þvílík umræða um þig Jonni á facebook. Ég vona að þú komir ALDREI til Eyja. Værir sko EKKI velkominn hahahahahahha

Sjonni (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 14:33

38 identicon

Þetta er heilalaus hálviti sem heldur enþá að peningarnir verði til í bankanum og svo eigingjarn og sjálfselskur að honum er nákvæmlega sama um samlanda sína.

Sigurður Guðmundsson (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 14:36

39 identicon

Tek undir með síðasta ræðumanni. Efast samt ekki um að Jonni komi með eitt gullkorn í restina. Þó að hann sé hálfviti og allir séu búnir að átta sig á því þá kórónar hann heimsku sína aftur og aftur með einhverju fáránlegu kommenti sem er út í hött....

Sjonni (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 14:38

40 identicon

Heyrðu gaur...þú ert greinilega fæðingar hálfviti....guð sé lof að þá sé ekki að finna í eyjum...'Eg vorkenni mönnum eins og þér,með svona fáranlega skoðanir....Þetta er barnalegt.reyndu nú að þroskast og hættu að vera fæðingarhálviti

Eyjamaður (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 14:39

41 identicon

Æji greyið mitt, ég vorkenni þér nú eiginlega bara.

Alveg hrikalega illa gefinn!!!!

Gunnhildur (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 14:39

42 identicon

Jabb... þetta er fífl.

Sjonni (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 14:41

43 identicon

Svona svona. Hann hefur bara sofið hressilega yfir sig í samfélagsfræðitímum þegar hann var yngri. Eins hefur hann dottað líklega yfir fréttunum síðasta árið því hann heldur ennþá að pengingar verði til í banka. Eða kannski á trjám. Verst bara hvað maðurinn er tregur til að taka sönsun.

Birkir Ingason (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 14:44

44 identicon

Svo spyr hann hér fyrir ofan hver var Herjólfur...þvílíkur fáviti,og svo gleymir þessi útrásarsonur og fæðingar hálviti að við borgum mun skatta eins og hver annar íslendingur...og hvað með allan fiskinn sem við borgum með halda uppi svona fífli.

Eyjamaður (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 14:48

45 identicon

Vonandi sturtar Guð honum niður klósettið!

Eeee (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 14:50

46 identicon

Til að slá á léttari strengi langar mig að bæta við upplýsingum um kostnað skattborgaranna við niðurgreiðslur á samgöngum við Vestmannaeyjar- árið 2008 mun ferjan hafa kostað ríkið tæplega 500millj og flugið rúmlega 100 mill. samtals um 600 kúlur. Þeir sem nota svo rútuna Þorlákshöfn - Reykjavík fá líka smá stuðning.

EJ 

Eiríkur Jónsson (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 14:58

47 identicon

Æji greyið eyjamenn, af hverju flytjiði bara ekki hingað upp á land og fáið vinnu í banka eða eitthvað eins og allt eðlilegt fólk? Þið þarna kvótasynir og fleiri vitið ekkert í ykkar haus og hafið fengið öll þess "verðmæti" upp í hendurnar frá ríkisstjórninni. Og hvað tókst ykkur að gera? Glutra því öllu niður, veðsetja kvótann og annað til að kaupa hlutabréf í Glitni, veðsetja þjóðarauðlindir... það er siðferðislega rétt er það ekki?

Ef þið viljið ekki líða skort á matvörum og annað flytjið þá bara til Reykjavíkur, eins og einhver sagði: ef það vantar mjólk í bónus þá fer ég bara í hagkaup. Það er enginn að neyða ykkur til að búa í eyjum er það?

Dæmigerðir eyjamenn: "BLABLABLA VIÐ VEIÐUM FISKINN BLABLABLA VIÐ BORGUM UNDIR RASSGATIÐ A ÞER BLABLA!!" lesið fréttir eða bók eða eitthvað áður en þið skrifið comment á síður annara.

Borgarbarn (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 14:59

48 identicon

Æi við þurfum nú samt ekki að leggjast niður á hans plan. Getum við ekki reynt að vera málefnaleg og hætt að úthrópa manninn sem fífl og fávita?  Held að það hjálpi ekkert málstaðnum að láta svoleiðis.

Eyjamaður (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 15:00

49 identicon

Æi blessað borgarbarnið lifir í þeim misskilningi að okkur langi öll að búa í Sódómu Reykjavík. Vinna eðlilegir menn í banka?? Nei þarna skaustu þig heldur betur í fótinn eða frekar hausinn hahhahaha....

Sjonni (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 15:06

50 identicon

Vestmannaeyjar eru ekki með nógu mikið graslendi fyrir 400 kýr þannig að það er ómögulegt að flytja 400 kýr þangað. 

Svo má benda á að Vestmannaeyjar eru ein stærsta og mikilvægasta verðstöð Íslendinga, þar eru unnin ótrúleg verðmæti sem skila sér til allra íslendinga í formi gjaldeyris og skatttekna. Þessar tekjur eru í hættu ef samgöngur þangað lamast. En við borgarbúar eigum erfitt með að skilja það enda höldum við að peningar verði til í bönkum landsins. Sjáið hvert það hefur leitt okkur!

Það er líka hægara sagt en gert að flytja þessa framleiðslu upp á land og myndi kosta milljarða ásamt slatta af svita og tárum. 

Reyndar er þetta hugarfar sem Jonni sýnir hérna mjög skiljanlegt og er þetta svipað hugarfar og Evrópubúar hafa í mörgum tilvikum gagnvart okkur íslendingum. 

Við ættum kannski öll að pakka saman og flytja til Evrópu og Ameríku enda algjör vitleysa að púkka upp á nokkrar hræður á einhverju eldfjallaskeri út í miðju Atlandshafi.

Bjöggi (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 15:07

51 identicon

Uffff einn af þessum.Illa upplýstur.

Ástþór Jónsson (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 15:19

52 identicon

Hverjir settu landið á hausinn? Það voru ekki útgerðarmenn. Þó þeir séu ekki barnanna bestir með sína hluti marga hverja. Þeir sem settu landið á hausinn voru útrásarvíkingar sem hafa aldrei gert handtak í lífinu. Þeir héldu að þeir gætu grætt meira en sjávarútvegurinn en það varð ekki raunin. Allir peningarnir sem áttu að vera til voru bara tölur á blaði sem þeir lærðu að reikna í Versló. Þeir sem settu landið á hausinn eru útbrunnir vatnsgreiddir verslóhommar úr borginni.

Talandi um að við fáum niðurgreitt hitt og þetta. 600millj. Þá skal þess getið að sá peningur rennur ekki inn um bréfalúguna hjá Elliða Bæjó í ráðhúsinu. Fyrirtækin fá þetta. Eimskip og Flugfélag Íslands. Við flytjum út fisk það eru um það bil 12 skip sem landa í eyjum í gáma í hverri viku. segjum Salan hjá einu skipi sé 12 milljónir 12*12=144 milljónir 600/144= 4,166... við erum í mánuð að fiska fyrir niðurgreiðsluna +/-. 144*12 = 1728millj. sem við fiskum fyrir á ári. Hér erum við bara að tala um togskip eyjamanna. Þessarri summu fylgja gríðarlegir tollar og gjöld sem renna til ríkissins.

Birkir Ingason (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 15:23

53 identicon

Vá trúi ekki öðru en að þið Vestmannaeyingar eruð nógu heimskir til að lenda í vandræðum með ruslpóstvörnina hérna fyrir ofan comment gluggann, það er kannski ástæðan fyrir að hver einn og einasti eyjamaður er ekki að commenta núna "DUHHH HVAÐ ER SUMMAN AF SEX OG NÚLLI DÖÖÖ". Enginn var að segja að þeir héldu að peningar yrðu til í banka, en þeir verða ekki bara til út á sjó er það? Ekki setja ykkur á svona háan hest þó að það sé veiddur fiskur í Vestmannaeyjum. Það er veiddur fiskur annarsstaðar líka.

Var ekki til sérgrúppa um að Vestmannaeyjar vildu sjálfstæði? Getiði þá ekki sýnt smá fordæmi fyrir því með því að sjá um þessi mál sjálf en ekki að vera að grenja í fjölmiðlum um að þið fáið ekki nógu stórt og gott skip til að flytja ykkur á milli lands og eyja. "Búhú aumingja eyjamenn fá ekki lystisnekkju með öllum heimsins þægindum til að sigla 3 tíma milli lands og eyja" Ef þið eruð svona miklir sjómenn þá ættuð þið að þola nokkura klukkutíma ferð í smá óveðri.

Borgarbarn (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 15:23

54 identicon

já við þolum alveg velting. En þessi trilla sem við fengum þorir ekki út í þetta veður. Eða öllu heldur einhver skrifstofukall sem hefur aldrei á ævinni tekið bryggjurúnt segir að skipið megi ekki sigla á milli. Og hann er áskrifandi af launum sínum eins og þið borgarbörn bara mætið og eruð ráðin upp að öxlum því það er ekki hægt að ætlast til að þið hugsið í reykvísku samfélagi. Þessum gæja er slétt sama hvort hann láti okkur fá almennilegt skip eða trillu eins og baldur. Sem er "innfjarðabátur". Eða er það of flókið orð fyrir þig? Prufaðu að googla það, svo þú þurfir ekki að reyna hugsa. Við erum reið vegna þess að við erum svift lífsafkomu okkar.

Birkir Ingason (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 15:35

55 identicon

Smá munur að þola nokkura tíma sjóferð í óveðri, og að komast bara alls ekki afþví skipið er svo lítið og ömurlegt að það FER EKKI!!

Margrét (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 15:35

56 identicon

held þú verðir að lesa umræðuna aðeins betur. Held að enginn Vestmannaeyjingur sé að kvarta yfir því að fá ekki lystisnekkju með öllum heimsins þægindum til að sigla á milli lands og eyja. Heldur er verið að kvarta yfir því að fá ekki bát sem getur siglt á milli lands og eyja. Þýðir lítið að vera með bát hérna til að leysa Herjólf af sem situr svo við bryggju allan þennan tíma.

Ásta (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 15:39

57 identicon

Hva. viljiði ekki bara fá GÖNG?!?! Jesús minn, það má aldrei neinn hafa aðra skoðun á hlutunum en Vestmannaeyingar þá verður allt bara brjálað. Staðreyndin er sú að það búa bara 4000 manns þarna, hvers vegna á það að vera í forgang að borga undir rassgatið á 4000 manns meðan það búa töluvert töluvert töluvert fleiri á höfuðborgarsvæðinu? Hvað á að gerast? Hverju stingið þið uppá? Að íslenska ríkið smíði nýjan bát í hvelli sem þjónustar Vestmannaeyjar rétt á meðan Herjólfur er í tveggja vikna slippi?

Gaman að fá rök ykkar við þessu!!

Borgarbarn (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 15:47

58 identicon

Já Borgarbarn, myndum þola það ef fjandans skipið myndi sigla!!

GM (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 15:48

59 identicon

Þessi borgarbörn hafa aldrei þurft að hafa fyrir lífinu. Vinna bara á kassa í bónus. (einhver þarf að taka við peningunum okkar eyjamönnum þegar við verslum í bónus áður en við förum í sumarbústaðinn) fjarri rvk ;) Ahh já peningunum sem við unnum okkur inn við að skapa gjaldreyristekjur fyrir Ísland. Íslendingar hanga framaf bjargbrún og núna þurfum við sjávarþorpin að bjarga rvk upp aftur og Vestmannaeyjar eru rosalega stór og sterkur hlekkur í keðjunni. Svo ég mæli með því að þið hjálparþurfi látið okkur fá almennilegt skip svo við getum togað ykkur upp ..áfram.

Birkir Ingason (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 15:49

60 identicon

Það er ekki hægt að smíða skip frá grunni á svo stuttum tíma ef þú pantar vél núna í skip þá er um 3 ár í bið eftir vél. Svo þetta er fallið um sjálft sig. Við 4100 manns sem búum í eyjum erum einn af fáu hlutunum í íslensku vélinni sem stóðu það af sér þegar vélin bræddi úr sér.

 Borgarbarn. Hvar vinnur þú ? 

já komdu svo undir nafni eða skríddu ofan í holuna þína aftur ef þú þorir ekki að opinbera þig. 

Birkir Ingason (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 15:53

61 identicon

Vinur minn, ekki vera að setja alla Reykvíkinga undir saman hatt. Við erum ekki allir eins og þú lýsir því og það er alls ekki frekar okkar sök en þín að Ísland er á kúpunni, veit ekki betur en einn af ykkar kvótaprinsum hafi verið einn af stóru köllunum í þessu, svífandi á þyrlu, rosa greifi. Mér finnst ég hafa staðið það af mér þegar "íslenska vélin" bræddi úr sér. Ég skulda engum neitt nema þá í þessu Icesave máli eins og allir aðrir, ég keypti engin hlutabréf og tók engin myntkörfulán. Ég hef aldrei unnið á kassa í Bónus og þó ég hefði gert það þá er það ekkert til að skammast sín fyrir, ég giska á að þú myndir frekar vilja vera á bótum og lifa á ríkinu? Á ég að setja alla eyjamenn undir sama hatt? "Eyjamenn eru skítugir svetalubbar sem eru alltaf fullir og alltaf í slagsmálum, ef þeir eru ekki á sjó þá eru þeir sauðdrukknir í herjólfsdal og eru til vandræða." Þetta er varla sanngjarnt er það?

 Hvaða lausn á þessu máli býðuru fram frekar en ferjuna Baldur?

Borgarbarn (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 16:00

62 identicon

Þú talar næstum því afturábak þú ert svo steiktur

Eeee (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 16:04

63 identicon

Þetta er skondin umræða sem vert er að skoða betur og sjá hvað fólk hefur að segja um eyjamenn, það er mjög upplífgandi að sjá hversu sumir eru mikill borgarbörn eða hvað maður á að kalla það, aldrei myndi mér detta það í hug að útiloka einhvað samfélag út frá örðu... það er hugulsamt af ykkur þarna fáfróða fólki að hugsa svona um samlanda ykkar

eyjar !! (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 16:05

64 Smámynd: Jonni

Ég vil biðja menn og konur að haga sér skikkanlega hérna. Ég var nú bara svona létt að stríða ykkur þarna í eyjum. Ég hef ekkert sakmælt við eyjamenn en stóðst ekki mátið þegar ég las þessa grein að setja inn smá stríðni. Ég taldi eyjamenn hafa húmor fyrir þessu. Man það næst.

Vonandi verður settur inn betur bátur en Baldur næst.

Jonni, 15.9.2009 kl. 16:06

65 identicon

Það er nú enginn að tala um að smíða nýtt skip til að leysa Herjólf af á meðan hann er í slipp. En aftur á móti er eðlileg krafa að biðja um skip sem er fært um að sigla á milli lands og eyja.

 Held að ég fari nú allveg rétt með það að það hefur nú ekki mikið af peningum úr ríkiskassanum farið í eyjarnar síðustu árin. Við borgum okkar skatta rétt eins og fólkið í borginni og eigum því rétt á að fá okkar skerf úr honum rétt eins og fólkið í borginni. 

Ásta (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 16:09

66 identicon

Nei ég myndi taka þá vinnu sem mér byðist ef ég væri að leita. Allt nema lifa á ríkinu. Eyjamenn eru hreinlátt fólk og stillir drykkju sinni vel í hóf miðað við aðra íslendinga. Ég hef aldrei á ævi minni séð unglinga vera drekkja á götum úti á virkum dögum þegar skólatíð er hafin. En það sá ég í rvk. En nóg um það. Talandi um að sjómenn séu fyllibyttur. Æjj svona barnaleg ímynd af sjómönnum. Sjómenn drekka ekkert meira en aðrir íslenndingar við erum á sjó oftast um helgar þegar annað fólk fer út að skemmta sér. Svo þegar við komum í land á virkum dögum og læðumst inn á Pizzastað og fáum og sneið og bjór þá erum við fyllibyttur hehe. En nóg um það. Maggi Kristins. Jájá hann má muna sinn fífil fegri greyjið. Hann vildi vera einn af þessum stórlöxum. Hann féll á því. Enda erum við eyjamenn ekki mikið stoltir af honum því miður. Hann á enn sína útgerð og rekur 3 togskip í eyjum Vestmannaey, Bergey og Smáey. Og ekkert út á það að setja. Hins vegar kemur eyjamönnum ekkert við að hann hafi keypt Toyota umboðið á íslandi, motormax og Domino's. Ég er ekki að verja hann á neinn hátt. Hann vinnur úr sínum málum alveg óháð okkur hinum eyjamönnum.

Birkir Ingason (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 16:11

67 identicon

Ef þú ættir stóran 7 mann bíl svo þú gætir skutlað konunni og börnum í skólann, en bíllinn væri alltaf bilaður og þú fengir bara aygo á sumardekkjum til að skutla börnunum og konunni á morgnanna en það væri allt á kafi í snjó og aygoinn væri bara fastur yrðir þú ekki fúll ?

Birkir Ingason (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 16:19

68 identicon

Hvað eiga eyjamenn engan pening eftir söluna á Hitaveitunni til að smíða eins og einn nýjan bát? Seldu hitaveituna til útlanda bara sísvona og græddu helling á því. Byrjuðu þar með á þeirri tísku að selja auðlindir íslendinga til útlanda. Eruð það ekki þið sem krefjist þess að við förum í ESB til að opna fiskimiðin fyrir Íslendingum! Þannig í raun er það ykkur að kenna að Icesave málið fellur á Íslendinga?

Borgarbarn (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 16:23

69 identicon

Birkir: Jú auðvitað yrði ég fúll en maður getur varla kvartað ef ég er að "fá" sjö manna bíl og hann bilar í 2 vikur og sá sem skaffaði mér 7 manna bílnum getur bara ómögulega boðið eitthvað betra en aygoinn þá get ég varla verið að kvarta? það er skárra en að fá ekkert.

Borgarbarn (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 16:26

70 identicon

Held að ég geti með sanni sagt að ég þekki ekki þann Eyjamann sem vill fara í ESB.

Ásta (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 16:31

71 Smámynd: Árni Sigurður Pétursson

Borgarbarn ef að ég man rétt þá var okkar hlutur í Hitaveitu Suðurnesja seldur þarna upp til íslands, gott ef ekki hafnarfjarðarbæ, án þess þó að ég lofi neinu um það.

en Jonni

þú mátt eiga það að þú ert gott tröll

alltaf gaman að gefa þeim að borða :)

Árni Sigurður Pétursson, 15.9.2009 kl. 16:40

72 identicon

Þetta blogg biður um viðbrögð og það hörð.

Að tala um "Þetta fólk" er vægast sagt niðrandi og á engin skilið.

Ég mæli með því að þú komir með afsökunarbeiðni í stað þess að slá fyrir þig "húmor" Þetta er lífsins alvara fyrir fólk sem býr á eyjunni og hún er hlut af okkar samfélagi. Ef þú getur ekki sætt þig við það þá lýsir það í sjálfum sér engu en eigin fötlun.

Ég fer árlega til eyja og finnst skammarlegt hvernig samgöngum er háttað, ég hef undantekningarlaust lent í vandræðum með að komast þangað eða frá, en fegurð eyja og mannlífs er þess virði.

Heimir (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 16:41

73 Smámynd: Jonni

nammi namm

Jonni, 15.9.2009 kl. 16:42

74 identicon

Kæri Jonni, vinur og félagi...

það er ekkert eðlinlegra að samgöngurnar til og frá heimilum okkar séu háðar aðstæðum og málið snýst ekki um það að við séum að missa okkur yfir því að það falli ein eða tvær ferðir niður, það hefur alveg gerst að Herjólfur sitji hér við bryggju í tvo daga vegna vinda og veðra án þess að nokkur maður barmi sér...

 Við erum meira að missa okkur yfir því sem okkur er boðið upp á í staðin fyrir Herjólf, bát sem einfaldlega ræður illa við vinda og veður því er fyrirséð að samgöngurnar á milli lands og eyja verði frekar stopular á næstu vikum og fyrir vikið verður fjárhagslegt tjón bæði hérna í eyjum og uppi á landi...

Við getum þegar til þess viðrar farið upp á land með flugi sem er ekki á hverjum degi, þó það sé að einhverju leiti niðurgreitt þá er það töluvert kostnaðarsamara en að fara með bátnum, það er ég viss um að ef strætisvagnar Reykjavíkurborgar færu allir í viðgerð á sama tíma og fólk yrði þess vegna að taka leigubíl þegar það þyrfti að komast á milli staða myndi heyrast hátt í borgarbúum...

mér finnst svolítið skondið að sjá hvernig fólk er að haga sér í þessu spjalli, borgarbörnin og landsbyggðarpakkið að takast á með nafnaköllum og leiðindum ;)

að vinna á kassa í Bónus er ekki verri vinna en hver önnur og það eru ekki allir bankastarfsmenn þrjótar og fúlmenni, við eigum okkar kassadömur í Krónunni og bankastarfsmenn hérna í eyjum...

Jonni og borgarbarn, það eru ekki allir eyjamenn á því að þið ættuð ekki að stíga fæti á eyjuna okkar fögru, mér fynndist þið geta gert margt vitlausara en að koma hingaði í svolítinn tíma og upplifa mannlífið og náttúruna á Heimaey og þar sem eyjamenn eru höfðingjar heim að sækja er ég sannfærð um að þið yrðuð ekki fyrir vonbrigðum, veljið bara rétta veðrið svo þið komist örugglega til baka aftur...

Brynja Bjarnason (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 16:47

75 Smámynd: Jonni

Brynja; Ég kem dulbúinn undir fölsku nafni. Með vídeómyndavélina og bækur. Værir þú til í að hylma yfir mig ef í svartan ber?

Jonni, 15.9.2009 kl. 16:55

76 identicon

Hæ Jonni. Ég bý í Borgarfirði

Brúnkolla (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 18:25

77 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

Ja hérna, hefur einhverjum dottið í hug að kvarta við veðurguðina?

Sigríður Jósefsdóttir, 15.9.2009 kl. 18:33

78 identicon

já, Jonni minn ef í harðbakkan slær ertu velkominn...

 hér þarf hins vegar enginn að sigla undir fölsku, það er eitt af því betra við mannlífið hérna að hér má maður bara vera eins og maður er og þó einhverjir eyjamenn hafi bitið frá sér hérna á síðunni þinni eru þeir ljúfustu og skemmtilegustu einstaklingar sem finnast þegar í návist er komið...

Brynja Bjarnason (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 19:37

79 identicon

Ef Eyjar færðu ekki sinn stóra hlut til þjóðarbúsins hvort sem er innan sjávarútvegsins eða annarar matvælaframleiðslu, ef á þessari eyju byggju bara atvinnulausir aumingjabótaþegar, þá myndi ég skilja þetta barnalega nöldur þitt.

Gísli Friðrik Ágústsson (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 20:29

80 Smámynd: Jonni

Þessi heillandi umræða um Vestmannaeyjar hefur opnað augu mín fyrir hversu sérstakur staður þetta er og ekki skaðar að innfæddir eru hinir hressustu. Það er næsta víst að ég kem til eyja, ég bara skil ekki hvernig mér hefur misfarist hingað til að sjá þennan stað á landakortinuí könnunum mínum á þjóðarbrotum og afkimum þessa heimshluta.

Takk fyrir skemmtilegar athugasemdir, ég hélt fyrst að allir væru eitthvað að misskilja glensið en svo áttaði ég mig á því að ég féll á eigin bragði; fattaði ekki húmorinn. Svona getur maður verið vitlaus.

Jonni, 15.9.2009 kl. 22:58

81 identicon

He he þú kannt að snerta viðkvæma strengi Jonni.  Er Eyjamaður sjálfur og það eru nokkrir félagar mínir í Eyjum ekki par-hressir að komast ekki á milli.  Það verður nú vonandi bragarbót á þessum málum þegar höfnin er klár í Bakkafjöru en skiljanlegt að núverandi ástand pirri enda Eyjamenn vanir MUN betri samgöngum en þetta í gegnum tíðina.

Jón Óskar Þórhallsson (IP-tala skráð) 16.9.2009 kl. 12:40

82 identicon

Rosa sniðugur Jonni að bera fyrir þig kímni þegar búið er að taka þig í bakaríið.

Þegar þú getur engu svarað og ekkert komið með á móti nema heimskuleg svör þá er bara ágætt að þykjast vera að "djóka"....

Sjonni (IP-tala skráð) 16.9.2009 kl. 15:00

83 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll og blessaður Jonni, ég vona að dónaskapurinn í sumum bloggurum slái þig ekki út af laginu, það er greinilegt að sumir eru eitthvað viðkvæmir, en Jonni þú ert velkominn að heimsækja okkur hingað á Heimaey, ég get lofað þér því að það verður gaman.

Kær kveðja frá Eyjum.

Helgi Þór Gunnarsson, 16.9.2009 kl. 20:45

84 Smámynd: Jonni

Sjonni; Partíið er búið. Allir farnir heim. Þetta var mjög gaman og vonandi getum við endurtekið þetta bráðum. Núna veit ég hvar ykkur eyjamenn kítlar.

Bestu kveðjur og von um betri Herjólfsdallinn.

Jonni, 16.9.2009 kl. 20:58

85 Smámynd: brahim

Rúnar: Heimaey er bara með einu y ekki tveim. Og þar sem þú ert eyjamaður er lágmark að þú kunnir að skrifa nafn eyjar þeirrar sem þú býrð í.

brahim, 17.9.2009 kl. 00:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband