Endalaust tjón
5.8.2009 | 15:01
Það lítur út fyrir að þessi harmleikur endi með því að það komi hér erlendur lögreglustyrkur og handtaki fjárglæframenn og meðseka stjórnmálamenn. Það er ekki nokkur von eftir til þess að stjórnvöld hérlendis hafi áhuga á að hreinsa upp ógeðið sem hefur verið steypt yfir þessa þjóð. Greinilegt að íslensk stjórnmál og fjárglæframál eru svo samofin og að hvert sem litið er vaði menn sorann upp að eyrum svo ekki sé okkur viðbjargandi.
Hvers vegna er ekki búið að leggja fram eina einustu ákæru? Hvers vegna ganga þessir glæpamenn ennþá lausir og stunda sömu glæpina? Hvað ætlar þessi þjóð að láta draga sig á asnaeyrum lengi?
Vegna þess að íslenskir stjórnmálamenn eru óhæfir og getulausir með öllu. Það er það versta í þessu öllu saman. Gott og vel að fé hafi tapast og skuldir þurfi að greiða, en að við séum með öllu rúin fólki sem getur stjórnað þessu landi með ábyrgum hætti er hinn raunverulegi harmleikur.
Stórskuldug aflandsfélög í eigu hluthafa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ja, það skyldi þo ekki vera að við þyrftum erlenda lögreglu til að hirða glæpapakkið ?
Við lifum á svo furðulegum tímum að ekkert er í raun skrýtið lengur né lygilegt nema ef vera kynni sannleikurinn sjálfur.......
Ína (IP-tala skráð) 5.8.2009 kl. 15:55
Sem betur eru núna erlendar rannsóknarstöðvar að rannsaka t.d. Kaupþingsglæpareksturinn. Joly bindur vonir við að erlendir rannsóknaraðilar muni leiða ýmislegt í ljós. Ég trúi henni betur en íslenskum ráðherrum, FME-Andersen og Sérstökum. Sjáum til.
Rósa (IP-tala skráð) 13.8.2009 kl. 11:36
Ég er sammála. Hjálpin kemur ekki innanlands, heldur frá útlendingum. Því miður. Við erum búin að ljúga hvert annað full um stórkostlega hæfileika okkar um áratugi og nú þurfum við að hlusta á óþægilegan sannleika um vanhæfni okkar til þess að stýra þessu landi með ábyrgum hætti. Og við þurfum að læra af því.
Jonni, 13.8.2009 kl. 12:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.