Einmitt

Var það ekki óþægilegur sannleikur Al Gore að yfirborð sjávar myndi hækka allt að 7 metrum? Samkvæmt þessu á að hækka þetta í 21 metra núna. Ég myndi nú frekar kalla þetta óþægilegt bull, því eftir því ég sem ég get lesið mér til um þessar hrakfallaspár er reiknað með að yfirborð sjávar muni geta hækkað um 10-25 cm til næstu aldamóta. Hollendingar þurfa því að byrja að skipuleggja 1-2 cm hækkun á sínum varnargörðum á 10 ára fresti og veðja á að þessi spá sé í einhverjum tengslum við raunveruleikann.

Ég er farinn að gruna það illilega að þessi hrakfallaspá sé viðskiptalegs eðlis og miði að sölu fjölmiðla meira en nokkuð annað. Eins og fuglaflensu heimsfaraldurinn, og kannski núna þessi svínaflensa. Árlega látast 36.000 manns af völdum venjulegrar flensu í USA, hingað til er STAÐFESTUR fjöldi látinna af völdum svínaflensu 7.

Kannski er eina leiðin til þess láta ekki hafa sig að fífli að sleppa því algerlega að lesa fjölmiðla.


mbl.is Þrefalt meiri hækkun sjávar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Loftslag.is

Fjölmiðlar hér á Íslandi eru glórulausir (raunar af öfugum formerkjum en þú leggur út frá) og hvað svo sem má segja um Al Gore, þá er megnið af því sem hann segir í myndinni sinni satt og mikið af því hefur verið að koma fram undanfarin ár.

Sjávarstöðubreytingar hans eru þó mun hærri en vísindamenn tala um - en vísindamenn hafa ekki treyst sér til að meta hversu mikið Grænland og Suðurskautið munu bráðna á þessari öld.

Undanfarin ár hefur sjávarstaða hækkað um tæpan sentimetra á ári. Þótt hækkun sjávar verði eingöngu það á þessari öld, þá erum við að tala um einn metra og einn metri er talsvert fyrir þéttbýlustu svæði heimsins. Nú er allt útlit fyrir að Grænland og jafnvel Suðurskautið muni bráðna hraðar og því mun eflaust bætast töluvert við hækkun sjávar á næstu áratugum.

Loftslag.is, 29.4.2009 kl. 10:50

2 identicon

Al Gore er pólutískt idiot og það vita allir sem fylgst hafa með honum. Nóbelinn var hneyksli og skömm fyrir norðmenn. Það getur verið að sjáfarborð hækki, en þá mælist það í millimetrum á öldum. Hefur sjáfarborð lækkað frá landnámsöld. Það vita allir að það hefur kólnað síðan þá. Hitt er annað mál að allir vita um landris og landsig. Við landsig eins og í Flórens á Ítalíu, þá heldur "sumt" fólk eins og Al Gore að sjáfarborð hækki.

V. Jóhannsson (IP-tala skráð) 1.5.2009 kl. 19:16

3 identicon

Nóbelsverðlaunin eru sænsk....

The Kid (IP-tala skráð) 2.5.2009 kl. 21:02

4 identicon

Öll nema friðarverðlaunin. Norsk nefnd gefur þau í nafni Nóbelsverðlaunanna.

Jón (IP-tala skráð) 2.5.2009 kl. 23:29

5 Smámynd: Durtur

Miðað við að íshellan á Suðurskautinu heldur áfram að stækka og hitastig sjávar er að lækka held ég að það séu frekar litlar líkur á mikilli bráðnun suðurskautsins næstu andartökin. Kenningin um hitun Jarðarinnar af mannavöldum er ennþá sama vitleysan og hún var þegar hún var fyrst sett fram, skotin niður og dregin tilbaka á áttunda áratugnum, áður en fólk (ef maður flokkaði Thatcher sem "fólk") áttaði sig á að þetta gæti verið kröftugt pólitískt vopn í réttum höndum og fór að halda þessu fram aftur. Kolsýrumagn er ekki að stýra hita á jörðinni núna frekar en það hefur gert hingað til; hitastýringin er Gula Ógeðið sem vakti mig í morgun og mun halda fyrir mér vöku fram að hausti.

Stöðvum hnattræna hitun--segjum nei við Sólinni!

Durtur, 3.5.2009 kl. 13:11

6 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Ekki man ég til þess að Al Gore hafi sagt að það sjávarborð myndi hækka um 7 metra á næstu öld. Ég held frekar að hann hafi verið að gera sér í hugarlund einn af mörgum möguleikum langt fram í tímann. Kannski hægt að tala um ákveðið skáldaleyfi í því efni...

Annars eru vísindamenn þeir sem gera þessa skýrslu um þessa hækkun á næstu hundrað árum virtir og kunna sitt fag. Þetta er unnið út frá bestu fáanlegu gögnum sem til eru. Það er í raun undarlegt hversu margir eru til í að hunsa algerlega þetta álit virtra vísindamanna. Með rökum eins og t.d. þessum sem Durtur kemur með:

"Kolsýrumagn er ekki að stýra hita á jörðinni núna frekar en það hefur gert hingað til; hitastýringin er Gula Ógeðið sem vakti mig í morgun og mun halda fyrir mér vöku fram að hausti."

Fyrst og fremst er það koltvísýringur sem er sú gróðurhúsloftegund, sem hann hefur líklega ætlað að tala um. Númer 2 þá hafa gróðurhúsaloftegundir áhrif á hitastig jarðar, ef ekki væri fyrir þær, þá væri ólíft á jörðinni, vegna kulda. Þ.a.l. þá hefur magn gróðurhúsalofttegunda áhrif á hitastig jarðar...því meira sem er af því þeim mun heitara.

Önnur rök sem ég hef oft heyrt er að eldfjöll spúi hvort sem er svo miklum koltvísýringi að við mannfólkið höfum engin áhrif þar á. Það vill svo til að samkvæmt t.d. wikipedia þá stendur mannfólkið fyrir 130 sinnum meira magni í andrúmsloftið en eldfjöll ár hvert.

Ég hvet fólk til að skoða t.d. vef veðurstofunar og DMI í Danmörku til að leita sér upplýsinga. Reyndar eru til mörg góð vefsvæði um þetta efni, um að gera að gúgla þau ;-)

Sveinn Atli Gunnarsson, 3.5.2009 kl. 19:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband