Loksins
20.4.2009 | 08:40
Mig hefur lengi dreymt um að geta bannað lopapeysuna mína. Að þetta sé nú hægt að gera, og það á netinu er öllum vonum framar. Vonandi verður bráðum hægt að banna sokkana mína líka, því ekki veitir af því.
Yfir höfuð er það stórkostleg framför að einstaklingum sé nú boðið upp á að stunda persónulega löggjöf. Reyndar hefur það verið hægt, en með þeim annmörkum að enginn annar en viðkomandi einstaklingur hefur vitað af því. Núna get ég bannað lopapeysuna mína, og allir geta farið inn á netið og séð það með eigin augum; "Já, hann Jón er búinn að banna lopapeysuna sína".
Þetta á án vafa eftir að verða vinsæl þjónusta, og ekki síst á þessum krepputímum. Hvað er betra, þegar maður situr slyppur og snauður, atvinnulaus og aumur en að fara bara inn á netið og banna helvítis lopapeysuna?
Ég bara spyr.
Hægt að hanna sína eigin lopapeysu á netinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.