Kynhneigð forsætisráðherra
29.1.2009 | 12:50
Ég man ekki eftir því að kynhneigð forsætisráðherra hafi verið mikið rædd hingað til og mér finnst það skrýtið að gera þurfi slíkt að umræðuefni. Forsætisráðherra gegnir ekki hlutverki sínu af sökum kynhneigðar sinnar.
Í Noregi er Hægri maðurinn Per-Kristian Foss samkynhneigður í sambúð með öðrum manni. Hann var fjármálaráðherra 2001-5 og er mikið í sviðsljósinu. Aldrei verður norðmönnum þó kynhneigð hans tíðrædd, enda kemur hún málinu bara ekkert við. Hann er þar að auki mjög fær stjórnmálamaður, kemur vel fyrir og er flokki sínum góð auglýsing. En sem sagt; ekki af því að hann er samkynhneigður.
Jóhanna vekur heimsathygli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég var einmitt að tala um þetta, hvaða máli skiptir kynhneigð forsætisráðherra. Ekki þótti það fréttnæmt að fyrri forsætisráðherra væri karlmaður! Það væri jafn óviðeigandi að gera það að frétt. Það einnig alltaf verið að tuða yfir því að það séu fleiri karlmenn í lykilstöðum og þurfi að vera jafnrétti. Að mínu mati er jafnrétti að velja fólk eftir getu en ekki kyni. Þetta er mín skoðun og ég er kona.
Margo (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 12:58
Ég er sko sammála þér hvað þetta varðar. Hvað kemur kynhneigð fólks öðrum við? Jóhanna hefur haft minn stuðning frá upphafi og er frábær ráðherra og verður örugglega frábær forsætisráðherra. Áfram Jóhanna.
Solveig Theodórsdóttir (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 13:04
Mér finnst þetta vera sveitamennska að gera þetta að umræðuefni. Hallærislega gamaldags.
Eins þetta með flugfreyjutilvísunina, sem er reyndar af öðrum toga. Ef kemur í ljós að forsætisráðherra hafi eihvern tíman unnið við ræstingar, er þá rökrétt að titla hann (eða hana) ræstingartækni?
Þetta er frekar ómálefnalegt skítkast, og ég hélt að við íslendingar værum svo fá að við höfum ekki efni á að fara í svona manngreiningar í vali á hæfu fólki í stjórn landsins.
Jonni, 29.1.2009 kl. 13:12
ójá, svo sammala.. finnst þetta hallærislegt að draga þetta fram... mer er svo sama hvoru kyninu hún laðast að.
En mér finnst hún vera samt algjört æði :)
Irma (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 13:25
Irma; það er svo annað og óskylt mál.
Jonni, 29.1.2009 kl. 13:38
Ég held að menn séu óvenju viðkvæmir ef þeir eru að taka þessu sem skítkasti í garð Jóhönnu. Ég get ekki betur séð nema að flestir beri mikla virðingu fyrir Jóhönnu. Og ástæðan að það þyki fréttnæmt að hún sé lesbísk er líklegast sú að sökum fordóma í heiminum þá er ekki algengt að samkynhneigðir einstaklingar sinni æðstu valdastöðum hjá löndum. Persónulega pældi ég ekkert í kynhneigð hennar þegar ég heyrði fyrst að hún yrði líklegast forsætisráðherra (vissi samt að hún væri lesbísk). Reyndar hef ég ekki heyrt í neinum sem hefur haft einhverjar efasemdir um hæfileika hennar sökum kynhneigðar hennar. Enda held ég að íslendingar séu flestir komnir á það svið að kynhneigð skiptir ekki máli.
Og það að ítrekað sé minnst á flugfreyjuferil hennar held ég að sé einungis góðlegt grín. Og síðast þegar ég vissi var enn munur á skítkasti og gríni.
Sturla (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 13:40
Sturla; það má vera að góðlátlegt grín sé. Það hljómar allavega betur þannig.
Jonni, 29.1.2009 kl. 13:47
Hvað varð um kröfuna að fagfólk yðri sett inn þarna ?
FLUGFREYJA ! C´mon !
Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 14:03
Birgir; Ég reikna með að þú segir þetta í góðlátlegu gríni.
Jonni, 29.1.2009 kl. 14:22
Birgir, Jóhann hefur 30 ára reynslu, ekki svo gott að skrika yfir það sem léttvægt, sammála með þessa umræðu.
Flott persónulýsing!
Rut Sumarliðadóttir, 29.1.2009 kl. 14:27
Átti auðvitað að vera Jóhanna, úps.
Rut Sumarliðadóttir, 29.1.2009 kl. 14:27
Það, sem þykir fréttnæmt við þetta er að um er að ræða fyrsta opinberlega samkynhneigða forsætisráðherra veraldasögunnar. Þetta þykir því stór stundi í réttindabaráttu samkynhneigðra.
Það mun ekki vekja jafn mikla athygli næst þegar samkynhneigður einstaklingur verður forsætisráðherra.
Sigurður M Grétarsson, 30.1.2009 kl. 17:48
Vá... á eftir Haarde fengum við annan forsætisráðherra sem hefur auga fyrir konum.
Það hringdi eitthvað fífl á eina af útvarpsstöðvunum í dag og var að blanda kynhneigðinni inní umræðuna. Þáttagerðarmaður gaf honum loforð um að Jóhanna myndi bara nota skrifborðið sitt fyrir vinnu, þess vegna þyrfti ekkert að ræða einkalíf hennar, enda ætti "einka" parturinn af því orði að segja allt sem þarf.
Vignir (IP-tala skráð) 2.2.2009 kl. 23:07
Sagan segir að Geir sé gagnkynhneigður.
Þið farið ekki lengra með það en ólyginn sagði mér.
101 (IP-tala skráð) 4.2.2009 kl. 23:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.