"Fréttaflutningur"?
28.1.2009 | 08:48
Mér finnst þetta vera lágkúrulegur "fréttaflutningur" morgunblaðsins. Hér er vitnað í nafnlausan gogg í Sjálfstæðisflokknum sem vill koma höggi á fyrrverandi meðstjórnarmenn. Kallast þetta góð blaðamennska? Hefði ekki verið nær að ná tali af nafngreindu fólki úr báðum flokkum og borið þetta undir þau til þess að þetta gæti talist blaðamennska?
Sama gamla sagan. Hefur morgunblaðið EKKERT lært af hremmingum undanfarinna mánuða?
„Ótrúlega ómerkilegt“ af Samfylkingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Af og til dettur maður í þá gryfju að vera með væntingar til moggans - um að vera annað en málgagn Flokksins
Þráinn Kristinsson (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 08:53
Og ég er viss um að ég mun sjá hliðstæða bloggfærslu hjá þér næst þegar moggin hefur eitthvað svipað eftir nafnlausum heimildarmönnum innan annarra flokka en D, eins og margoft hefur gerst....
Ég ætla rétt að vona það.
Egill Egilsson (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 09:07
Það er gott að heyra að einhver fylgist með mér og ber vonir í brjósti sér um framferði mitt. Ég ætla líka að vona að krafa mín til morgunblaðsins um að stunda alvöru blaðamennsku hafi ekkert með flokka að gera. Sérstaklega þegar haft er í huga að ég hef ekki nokkra trú lengur á þessu flokkakerfi og hallast ekki að nokkrum flokk í þessu kerfi.
Ég skora á alla lesendur mbl að kvarta yfir lélegri blaðamennsku þegar þeir sjá hana. Það skiptir ekki máli hvaða flokk þeir eru að reyna að selja með slúðursögum og flokkaáróðri. Aðalmálið er að lesendur fletti ofan af áróðri og aulablaðamennsku og þvingi þannig mbl til þess að sinna sínu hlutverki sem hlutlaus fréttamiðill
Jonni, 28.1.2009 kl. 09:38
Þessi Pétur Blöndal er ekki blaðamaður heldur talsmaður Sjálfstæðisflokkur...
Reynir (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 09:44
Pétur Blöndal starfar sem blaðamaður hjá Morgunblaðinu. Morgunblaðið birtir þessa "frétt" sem hann hefur skrifað. Hann má gera það sem hann vill í sínum frítíma og kjósa þann flokk sem hann vill í kosningum, það er kemur lesendum mbl ekkert við. En þegar hann skrifar "fréttir" í mbl getur hann haldið nærbuxum eiginkonunnar utan við, ef svo má komast að orði.
Morgunblaðið er stærsti og elsti fjölmiðill landsins og á að gæta að virðingu sinni í þessum efnum.
Jonni, 28.1.2009 kl. 10:16
Gott mál.
Mundu samt að aðstæður við stjórnarslit eru fréttnæm, og umræða um þau á svo sannarlega rétt á sér. Mér fannst þetta mjög áhugaverð frétt þó menn deili um það hvað rétt er í málinu.
Egill Egilsson (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 10:31
Þetta finnst mér góð athugsemd og rökstuðningur hjá þér Jonni. Ég vil líka benda á aðra grein, sem mér sýnist reyndar hafa verið fjarlægð. Þar var fyrirsögnin "vinnusöm en þröngsýn". Vitnað í Jón Baldvin um Jóhönnu. Þetta er svipað léleg blaðamennska þar sem tekinn er neikvæðasti punkturinn úr ákveðnu samhengi og slegið upp sem fyrirsögn. Nei, sjálfstæðisflokkurinn virðist nú grípa í öll sín síðustu hálmstrá, verst fyrir hann að þau eru öll jafn visin og léleg.
Þórir Jónsson Hraundal (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 10:34
Hvernig er þetta með ykkur, góðu menn? Hafið þið ekki lesið "blað", sem nefnist Fréttablaðið,(sem illa innrættir menn kalla Baugsmiðil) Þar er nú ekki aldeilis hlutlaus fréttamennska í heiðri höfð!! Sveiattann bara!
Högni V.G. (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 12:09
Högni; Fínt innskot. Það er mikið vandamál fyrir Ísland og íslendinga að það er EKKERT dagblað á þessu landi sem er verðugara en salernispappír. Hvað getum við gert? Jú við getum haldið þessum blaðamönnum við efnið þangað til þeir fara að átta sig á sínum eigin skort á fagmennsku.
Fréttablaðið sem og önnur blöð.
Jonni, 28.1.2009 kl. 12:30
Morgunblaðið breytir alltaf stefnu sinni þegar kosningarbarátta er að hefjast: frá að vera málgagn Sjálsfstæðisflokksins til að vera áróðursrit hans..
Reynir (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 15:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.