Sýndarveruleiki íslendinga
20.10.2008 | 09:36
Það hefur komið á daginn að íslendingar hafa lifað í eigin blekkingavef um áraraðir. Skellt hefur verið skollaeyrum við öllum tilraunum utan frá til þess að vekja þá frá þessum draumi. Fjölmiðlar á Íslandi hafa sannað getuleysi sitt til þess að sinna hlutverkinu sínu sem árvökull eftirlitsaðili. Ekki batnar þetta við samslátt Fréttablaðsins og Morgunblaðsins. Við íslendingar getum verið þakklátir fólki eins þessum sænska þingmanni og öðrum röddum að utan sem hafa fyrir því að segja okkur hvað það er sem þeir sjá. Glöggt er gestsins auga.
Annað sem mér finnst koma í ljós í þessum umbrotatímum er hvernig íslenskur veruleiki er gerspilltur. Öll frásögn og veruleikaskoðun er skilyrt flokkamengjum, klíkusamfélagi og annarri sveitapólitík. Kannski kemur þetta af smæð samfélagsins, ekki veit ég en hitt veit ég að íslendingar almennt mættu temja sér meiri auðmýkt gagnvart gagnrýni og slaka aðeins á sjálfshrósinu. Það yrði okkur ekki til minkunar, heldur þvert á móti og nauðsynlegt í því afvötnunarferli sem nú stendur fyrir dyrum.
Annað sem mér finnst koma í ljós í þessum umbrotatímum er hvernig íslenskur veruleiki er gerspilltur. Öll frásögn og veruleikaskoðun er skilyrt flokkamengjum, klíkusamfélagi og annarri sveitapólitík. Kannski kemur þetta af smæð samfélagsins, ekki veit ég en hitt veit ég að íslendingar almennt mættu temja sér meiri auðmýkt gagnvart gagnrýni og slaka aðeins á sjálfshrósinu. Það yrði okkur ekki til minkunar, heldur þvert á móti og nauðsynlegt í því afvötnunarferli sem nú stendur fyrir dyrum.
Áhyggjur af fjölmiðlum hér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.