Vanda ber vinaval

Í þeirri umræðu sem nú fer fram um hverjir séu hinir sönnu vinir íslendinga er eitt atriði sem hefur valdið mér hugarbrotum. Íslensk stjórnvöld hafa aflýst eigin gjaldþroti með því að lýsa yfir algjöru ábyrgðarleysi gagnvart erlendum kröfuhöfum bankanna. Þeir mega bara éta það sem úti frýs. Það má snúa spurningunni við og spyrja sig hvers konar vinur Ísland er þegar svona er er tekið á málunum.
Það er álit marga "vina" okkar erlendis að íslendingar hafi farið mjög illa að ráði sínu. Núna ætla íslendingar sem sagt að hlaupa frá skuldbindingum sínum og svíkja alla sem hafa átt í viðskiptum við þá (þe. íslensku bankana).

Þokkalegur vinur.


mbl.is Ekki lengur hætta á þjóðargjaldþroti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

thjódin er kannski ekki gjaldthrota en ég var med aleiguna af nýlegri fasteignasölu í peningabréfum sem getur varla talist til áaettuhegdunar og sé fram á ad standa uppi med 200.000 isk og í thokkabót staddur erlendis í námi, á madur ekki alla vega rétt á áfallhjálp einhvers stadar, og kannski gaeti féló komid til adstodar, ég á fyrir mida heim og búid

haley (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 09:40

2 identicon

Ef ríkið ætlar að standa við þessar skuldbindingar þýðir það að ég og þú þurfum að borga þetta.  Það mun ekki bara hafa áhrif á mig og þig heldur einnig á börnin okkar og barnabörn.  Þetta eru svo gríðarlega háar upphæðir.  Af hverju ættum við að bera ábyrgð á skuldbindingum einkarekinni fyrirtækja.  Við gætum framselt mennina sem bera ábyrgðina og þeirra eigur, látið þá taka ábyrgð.  En það sem gerist örugglega eins og svo oft áður er að enginn mun taka ábyrgð.  Fjárglæframennirnir sem komu okkur í þessa stöðu benda á ríkið eða á aðstæður í heiminum og svo halda þeir áfram að vera ríkir og fá góðar stöður.

Ég skil þetta samt ekki.  Það var alltaf talað um að bankarnir ættu svo miklar eignir erlendis.  Af hverju er ekki hægt að láta eitthvað af þeim eignum ganga upp í erlendu skuldirnar?

Heiðrún (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 10:39

3 Smámynd: Jonni

Spurt er; af hverju eigum við að bera ábyrgð á skuldbindingum enkarekinna fyrirtækja? Svarið er að þessar skuldbindingar voru ekki mögulegar nema íslenska ríkið gengist í ábyrgð fyrir þessu.

Ég er alveg sammála þér Heiðrún að mig langar ekkert til þess að borga þetta og vil heldur ekki að þjóðin sé hneppt í áratugalangt skuldafnagelsi. En það hafa yfirvöld þessa lands samt gert. Eigum við að leyfa þeim að hlaupa frá þessum skuldbindingum gagnvart fólki og fyrirtækjum erlendis eins og þjófar að nóttu? Það er tvennt sem er í hættu; sparifé okkar og orðstýr okkar sem þjóð. Sparifé okkar er lítils virði ef litið er á okkur sem ræningja af öllum öðrum. Ráðamenn Íslands þurfa að bjarga báðum þessum atriðum svo vel skuli vera. Ef það er ekki hægt að bjarga báðum, þá þarf að hugsa vel um hvort er meira virði.

Jonni, 8.10.2008 kl. 12:12

4 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

úff

Guðborg Eyjólfsdóttir, 8.10.2008 kl. 12:29

5 identicon

En nú er talað um að bankakerfið hafi verið 12 sinnum stærra en íslenska ríkið/hagkerfið.  Er það samt svo að íslenska ríkið hafi verið í ábyrgð fyrir öllum þessum lánum?  Eða var það þannig að erlendir bankar lánuðu íslensku bönkunum vitandi það að ríkissjóður stæði vel og gæti því borgað, sem var reyndar rangt.  Hvort sem við viljum borga þetta eða ekki þá bara getum við það ekki.  Þetta lán frá Rússlandi snýst bara um að halda okkur á floti núna af því að við stöndum illa.  Við erum að reyna að halda lífi.

Ég hef sjálf alltaf borgað mínar skuldir og menn og ríki eiga að standa við skuldbindingar sínar.  Ég hef borgað samviskusamlega af húsnæðisláni í 4 ár og samt er lánið orðið hærra en það var þegar ég tók það(íslenskt lán).  Á ég núna líka að blæða fyrir það að bankarnir fóru illa að ráði sínu? 

Vilt þú að þessu sé öllu skellt á íslenskan almenning og að þeir sem raunverulega ábyrgð bera gangi frá þessu og snúi sér að næsta máli?

Heiðrún (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 13:38

6 Smámynd: Jonni

Mér finnst ekki að velta eigi þessu fargi á almenning á Íslandi, en hverjir eru kostirnir í stöðunni?

1. Hlaupa frá ábyrgð íslendinga í útlöndum og vona að við komumst upp með það með e-h hætti.

2. Semja við erlendar ríkistjórnir/seðlabanka um þessar ábyrgðir. Það getur kostað en sjálfsagt minna en kostur 3.

3. Taka risastórt rússneskt lán og standa við okkar skuldbindingar.

Afleiðingar;

1. Ekki er víst að við komumst upp með það. Það má reikna með málaferlum og milliríkjadeilum og varla er hægt að reikna með samúð neinna í því ferli. Við endum sem Ræningjaþjóð sem allir vilja hengja.

2. Við höldum reisn og orðstýr að mestu. Með góðum samningum við vinveitt lönd getur verið að reikningurinn verði ekki svo stór.

3. Við höldum andlitinu en erum öreigar sem þjóð um langa framtíð. Móðuharðindi.

Jonni, 8.10.2008 kl. 14:25

7 identicon

Já ætli kostur nr.2 sé ekki skárstur.  Ég er sammála því að það er ekkert vit í því að fá aðrar þjóðir upp á móti okkur.  Ég vona samt að það sé rétt að eignirnar séu það miklar að þær geti gengið nokkuð vel upp í skuldirnar.

Heiðrún (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 15:32

8 Smámynd: Katala

Kæri Jonni, vil bara benda á að ef allar skuldir bakanna væru greiddar af ríkinu þá væru það u.þ.b. 12fallt íslenska fjárlagafrumvarpið 2008.

Málið er að þeir geta það einfaldlega ekki.

Katala , 9.10.2008 kl. 11:31

9 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Íslenska ríkið ber aðeins ábyrgð á venjulegum innlánsreikningum samkvæmt alþjóðalögum. Það hefur ekkert annað komið fram en að við það verði staðið. Reyndar vilja menn meina að í þrotabúi Icesave sé til fyrir þeim skuldum.

Allt öðru máli gegnir um skuldabréfaútgáfur bankanna. Íslenska ríkið tók aldrei að sér ábyrgðir gagnvart þeim eftir að bankanrir voru seldir til einkaaðila. Íslenska ríkinu ber því engin skylda til að greiða slíkar skuldir bankanna og ætlar ekki að gera það.

Sigurður M Grétarsson, 11.10.2008 kl. 08:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband