Hafa ber i huga
12.8.2008 | 15:13
að íslenska liðið fer alltaf erfiðustu leiðina. Í þessu tilfelli hlýtur það að innibera töp í næstu leikjum og hangandi hár að komast áfram. Ég vona þó ekki að svo sé heldur haldi þessir drengir ótrauðir áfram á sigurbrautinni. Kannski fáum við verðlaunapening í þetta skiptið? Enda búnir að bíða lengi.
Ísland fór hamförum gegn Þjóðverjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Nú er ég þér ekki sammála... Jonni
Það er virkilega jákvætt hugafar í liðinu og eins og Óli Stef að hver leikur í riðlakeppninni væri æfing fyrir áttaliða úrslitin... þar sem menn æfðu sig í hugarfarinu að keppa upp á líf eða dauða. Ég spái því að við eigum séns á að vinna alla leikina sem eftir eru Þó svo þeir gætu alveg eins tapst því liðin eru svo jöfn í þessum riðli.
Brynjar Jóhannsson, 12.8.2008 kl. 15:30
Hafa ber einnig í huga að við vorum manni fleiri nánast frá miðjum fyrri hálfleik :)
En þetta var massagóður leikur okkar manna og þeir eiga sína möguleika líkt og aðrir á mótinu.
Steini Thorst, 12.8.2008 kl. 15:34
Svo þurfum við kannski að læra- og temja okkur þá mannasiði að standa með íþróttamönnum okkar þó illa gangi. Reynslan hefur sýnt að á erfiðum tímum hjá þeim er oft stutt í ósmekklegar athugasemdir frá þjóðinni. Vonandi fer því að linna. En nú sendir stolt þjóð þeim hlýjar kveðjur.
Árni Gunnarsson, 12.8.2008 kl. 16:55
Nei Þorsteinn, það er nefnilega held ég frekar algengur misskilningur. Ef þú færð rautt spjald í handbolta færð þú vissulega ekki að halda áfram leiknum, en eftir tvær mínútur kemur einhver annar inná í þinn stað. Öðruvísi en í fótboltanum:)
Dísa (IP-tala skráð) 12.8.2008 kl. 17:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.