Heimsmeistarar í væli

Tiltölulega fyrirsjáanlegt væl úr þessari átt. Eins og þegar Svíþjóð og Danmörk gerðu jafntefli 2-2. Hvenær læra þessir menn að halda kjafti og bara spila fótbolta eins og Hollendingar gera? Dómarar gera stundum mistök. Shit happens. Get over it. Svona væluskjóðuháttur er óíþróttamannslegur og dæmigerður fyrir spilltustu knattspyrnuþjóð í heimi.

Það má reikna með að nú fari ítalir að gera úr því skóna að hollendingar ÆTLI að tapa fyrir rúmenum til þess að losna við ítali. Vælivæli allir á móti okkur huhuhu. Svo tapa hollendingar auðvitað og ítalir fjúka í loft upp og hóta alls konar aðgerðum og lögsóknum. Á endanum reka þeir svo þjálfaran þegar enginn annar nennir að hlusta á þetta væl í þeim. Svo geta þeir farið heim að múta dómurum og finna upp ný bellibrögð.

Ég vona að hollendingar tapi fyrir rúmenum þótt ég haldi með þeim.


mbl.is Ítalir ósáttir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Markið var löglegt en réttlætir ekki stanslaust nöldur í Ítölum.  Þetta er voðalega leiðinlegt og þreytandi hjá þeim.

eikifr (IP-tala skráð) 14.6.2008 kl. 14:57

2 Smámynd: Kristján Magnús Arason

Já, markið hjá Toni hefði átt að standa en það er samt nokkuð langt í það að dómarinn hafi "stolið" sigrinum af þeim.  Þá hefði það eiginlega þurft að vera vísvitandi.  Svo gat dómarinn ekki séð þetta, það var í raun línuvörðurinn sem brást.  Varðandi vítið, þá er yfirleitt ekki dæmt á þetta en alveg réttlætanlegt samt.  Panucci var með handlegginn um hálsinn á Rúmenanum og dró hann niður með sér.

Svo minnist enginn af Ítölunum (eða aðdáendum þeirra) á það að dómarinn í leiknum á móti Hollandi þverneitaði að dæma aukaspyrnur á Ítala rétt fyrir utan teig þegar Hollendingar voru hakkaðir niður.  Og það var oftar en einu sinni.  Ef eitthvað var, hallaði á Hollendinga í þeim leik.

Já, Jonni, Ítalirnir fara bráðum að væla yfir því að Hollendingar muni tapa viljandi fyrir Rúmenum.

Kristján Magnús Arason, 14.6.2008 kl. 16:12

3 identicon

ég er algjörlega sammála þér með þessa DJÖ..... Ítali, þeir fundu upp þennan leiðinlega sið sem að er búið að eyðileggja fótboltan, það er að seiga að henda sér niður og láta sem að þeir séu stórslasaðir. þeir væla alltaf manna mest af öllum, og svo þegar þeir hagnast á dómgæslu þá er það bara hluti af leiknum, fyrir þetta finst mér Ítalir og Argentínumenn með leiðinlegustu knatspyrnliðum í heimi. get aldrei haldið með þessum tveim liðum. Ég hef og mun alltaf haldameð þjóðverjum, en ég er nokkuð viss um að Holland vinni hana, alla vegna eiga þeir það skilið, þeir nöldra aldrei að mótmæla dómum, og vara mannabekkurinn hjá þeim sýnir enginn viðbrögð nema þegar Holland skora, og það hversu markir hafa skorað fyrir Holland þá sýnir það bara breiddina hjá þeim. því seigi ég þó að ég sé þjóverjadýrkandi "Áfram Holland"

Steini Tuð (IP-tala skráð) 14.6.2008 kl. 16:30

4 Smámynd: Boston Red Sox

Þó að Abate kallinn sé ósáttur þýðir það ekki að hann endurspegli skoðun hins almenna borgara. Þeir Ítalir sem ég hef heyrt í viðurkenna bara að þeir hafi verið lélegir. Þeir eru þó flestir sammála um að Holland muni tapa fyrir Rúmenum, eðlilega. Enda slá þá Hollendingar úrslitaliðin úr síðustu heimsmeistarakeppni úr keppni.

Þetta væl er nú bara aðallega í þér Jonni.

Boston Red Sox, 14.6.2008 kl. 17:15

5 identicon

þeir ættu að skammast frekar á  gjöfinni  sem Sambrotta gaf Rúmenum.Menn gleyma því að það sé hluti af leiknum,eða telja það eðlilegt.En ekki hjá dómurum.

Halldór Jóhannsson (IP-tala skráð) 14.6.2008 kl. 19:00

6 Smámynd: Björgvin

Toni var klárleg réttstæður. Algjör aulaháttur dómaranna þarna á ferð.

Auðvitað eru þeir svekktir með óréttlætið. Það myndi allir vera það.     

Björgvin, 14.6.2008 kl. 19:31

7 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

ER ekki Abeta að kvarta svo Ítalska þjóðin fyrirgefi honum (þeim).Þetta var greinilega rangt hjá dómaranum og hefur sést margoft áður,er hvimleitt.Ég tók eftir í leik Ítala við Rúmena er Ítalir einusinni sem oftar voru dæmdir rangstæðir að fætur þess dæmda voru fyrir innan eða alla vega jafnfætis varnarmanni en hann hallaði sér framfyrir tilbúinn í sprettinn og ég efaðist rétt eins og sá sem lýsti leiknum,dómgæsla er vandaverk þessvegna veljast aðeins þeir bestu eins og okkar maðurí hópnum Kristinn.

Helga Kristjánsdóttir, 15.6.2008 kl. 02:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband