Hræsnari

Þetta hlýtur að vera hámark hræsninnar. Ég á ekki orð yfir þessum ummælum.

„Sorg okkar er sönn og mun raunverulegri en uppgerðarsorg hryðjuverkasamtakanna sem stofna fólki sína í slíka hættu,”

Sannleikurinn er sá að ísraelski herinn skaut flugskeyti á hús þessarar fjölskyldu sem lét lífið en enginn "vígamaður". Þau sátu og snæddu morgunmat í ró og næði, fjögur börn og móðir þeirra. Ennfremur segir þessi maður að hermenn hans hafi verið "að reyna" að vernda ísraelska borgara. Til þess að vernda ísraelska borgara þarf greinilega að drepa konur og börn í palestínu. Það fylgir sögunni að enginn ísraeli var í hættu staddur fyrir utan einn hermann sem meiddist lítilega.

Hér fylgir ljóð sem bloggvinur minn Svartagall fann fyrir okkur;

Slysaskot í Palestínu (Í víngarðinum) eftir Kristján frá Djúpalæk

Lítil stúlka. Lítil stúlka.
Lítil svarteyg dökkhærð stúlka
liggur skotin.
Dimmrautt blóð í hrokknu hári.
Höfuðkúpan brotin.

Ég er Breti, dagsins djarfi
dáti, suður í Palestínu,
en er kvöldar klökkur, einn,
kútur lítill, mömmusveinn.

Mín synd er stór. Ó, systir mín.
Svarið get ég, feilskot var það.
Eins og hnífur hjartað skar það,
hjarta mitt, ó, systir mín,
fyrirgefðu, fyrirgefðu,
anginn litli, anginn minn.

Ég ætlaði að skjóta hann pabba þinn.

Þetta ljóð sýnir okkur að þetta er ekkert nýtt í Palestínu, nema hvað hér má skipta út Breta með ísraela.


mbl.is Olmert vísar allri ábyrgð á Hamas
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ísleifur Egill Hjaltason

Man eftir þessu ljóði úr grunnskóla, með þeim fáu sem manni fannst ná til sín.

Ísleifur Egill Hjaltason, 29.4.2008 kl. 14:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband