Hóprefsingar

Hóprefsingar ísraelsmanna eru kolólöglegar samkvæmt Genfarsáttmála og öðrum mannréttindasáttmálum og ekki síst stríða aðgerðir þeirra gegn almennri siðgæðisvitund heimsins. Það er alveg sama þótt andstæðingar þeirra búi til heimatilbúnar sprengjur; ekkert getur réttlætt það að halda heilli þjóð í gíslingu og reyna að hrella líftóruna úr henni.

Önnur hóprefsing er útganga nokkurra þjóða af þessum fundi öryggisráðsins, á forsendum þess að fulltrúi Líbíu hafi sagt eitthvað sem þeir eru ósammála. Þar með var ekki hægt að ræða þetta mál, og ber að líta á það sem framlengingu á hóprefsingum ísraela á palestínumönnum. Þetta er alger skömm og hreinasta svívirða.


mbl.is Hætta hjálparstarfi á Gaza
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband