Landbúnað, ekki álver
15.4.2008 | 13:48
Ef matvælaframleiðendum þessa lands væri boðin raforka á sömu kjörum og álframleiðendum held ég að væri hætt við því að íslenskur landbúnaður myndi taka mikinn kipp, störf skapast, verðmætasköpun aukast og íslendingar betur í stakk búnir gegn væntanlegum matvöruskorti og yfirhöfuð betur í stakk búnir gegn hvaða vá sem þessi heimur otar að okkur. Hvað eru menn annars að hugsa með þessa ál-þráhyggju sína? Vaknið íslendingar!!!
Reikna með Helguvíkurálveri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Nei! um að gera að virkja hvern einasta poll á Íslandi! Þetta er náttúrulega algjört kjaftæði og þessi álþráhyggjuþröngsýni er að fara alveg með okkur!
Viddi Sig (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 14:10
Ok. Það vill svo til að ég veit hver þessi kostakjör eru sem að álverin fá. Ég nefninlega þekki aðeins staðreyndir en það er orð sem að umhverfivendarsinnum er voðalega illa við.
1. Álverin skuldbinda sig til þess að kaupa orkuna, hvort sem að þau nýta hana eða ekki. Ætli hinum venjulega notanda þætti ekki skýtt að þurfa að borga fyrir raforku, alveg sama hvort að það sé kveikt á perunni eða ekki?
2. Orkan er ódýr, en verðð á orkunni sveiflast eftir álverði. Ætli bændur myndu ekki kvarta ef að hækkun á verði á mjólk eða kjöti yrði til þess að raforkureikningurinn hækkaði?
3. Eina verðið sem að gefið hefur verið upp svo ég viti er 2,1 króna kílowattstundinn. Það hljómar lítið en, Norðurál þar sem ég vann kaupir síðast þegar ég vissi tæplega 400 megawött. Þannig að fyrir hverja klukkustund er álverið að borga 840000 krónur eða yfir 20 milljónir á sólarhring. Ódýrt? tja, ef að ég kaupi vöru í mjög miklu magni, er eitthvað óeðlilegt við það maður fái magnafslátt?
Góð kjör segirðu? Ef að bændur þessa lands eiga að kaupa raforkuna á þessum kjörum, þá fyrst verða þeir illa settir.
Jóhann Pétur Pétursson, 15.4.2008 kl. 14:41
Ég er ekki að tala um venjulega neytendur heldur landbúnaðinn sem stóriðju. Landbúnaðurinn hlýtur að geta gert samning um orku eins og álframleiðendur. Reyndar er það soldið flóknara geri ég ráð fyrir, t.d. er dreifingarkostnaður talsvert meiri og engin ástæða er til þess að tengja raforkuverðið neinu öðru en kostnaði. Kostirnir við þess háttar orkusölu eru svo óendanlega miklu betri en álver að ég skil ekki hvað íslendingar geta verið ótrúlega vitlausir. Er einhver í þessu landi sem sem kann að hugsa? Halló?
Jonni, 15.4.2008 kl. 16:05
Það er fullt af Íslendingum sem kunna að hugsa. Þeir eru að vísu flestir fluttir til Bretlands en hvað um það. Þessir íslendingar eiga t.d. Eve Online, Actavis, íslenska vatnsátöppunarverksmiðju og 90% af öllu sem þú kaupir á klakanum.
Ég get fullyrt að Jóhann Péturs veit ekkert á hvaða verði stóriðja kaupir íslenska raforku. 2,1 króna á kWs er alltof hátt. Það er sama verð og ég borga á sumrin fyrir raforku. Og ekki er ég nein stóriðja heldur bara smá þjónustufyrirtæki með nokkrar útlenskar húsmæður í vinnu.
Þetta er fín hugmynd hjá þér Jonnnnnnnnnnnnnnni. Auðvitað ættu íslendingar að framleiða mat handa sjálfum sér. Þessi hugmynd að leggja íslenskan landbúnað niður til þess eins að bónus getið boðið eurotrash osta og skinkuálegg er bara hlægileg. Allur þessi eurotrash matur er auðvitað niðurgreiddur í bak og fyrir. Ef við værum algjörlega háð innflutningi á mat væri voðin vís ef til stríðsátaka kæmi!!
Björn Heiðdal, 16.4.2008 kl. 21:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.